Dagur - 15.07.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 15.07.1983, Blaðsíða 12
Grátt ★ Svart Dökkblátt ★ Kóngablátt Karrýgult ★ Ryðrautt Sjógrænt ★ Snúningsefni Minnum á okkar glæsilega sumarfatnað .Bautinn - Smiðjan auglýsa:. 4>\ Hafið þið prófað nýja salatbarinn okkar á Bautanum. Úrval grænmetis og brauða. Tilvalið að snæða hann með úrvali sérrétta í nýja útiveitingastaðnum okkar. Fyrir rétti hjá bæjarfógeta í gær: Til hægri sitja þeir Ólafur Rafn og Gissur Kristjánsson, lögmaður hans; í miðjunni er Sigurður Eiríksson, fulltrúi bæjarfógeta; til hægri er Guðmundur Arnaldsson, fulltrúi Grímu Guðmundsdóttur, sonur hennar. Mynd: KGA tJtburðarmáliö: Var blrtíng dóms- ins ólögmæt? I gærmorgun voru málsaðilar í „útburðarmálinu“ svokallaða mættir fyrir rétti hjá bæjarfóg- etaembættinu á Akureyri, Ólafur Rafn Jónsson ásamt lögmanni sínum Gissuri Krist- jánssyni, en fyrir hönd Grímu voru mættir synir hennar, Guðmundur og Örn Smári Arnaldssynir. Fulltrúi fógeta, Sigurður Eiríksson, skoraði á gerðarþola, Ólaf Rafn Jónsson og Danielle Somers Jónsson að hlíta úrskurði Hæstaréttar- dómsins og rýma íbúð sína að Þingvallastræti 22. Lögmaður neitaði áskoruninni fyrir hönd gerðarþola og lét bóka að álitamál væri hvort birting dómsins hafi verið lögmæt. Báðum aðilum var veittur viku frestur til greinargerðar. Gerðarbeiðandi gerði kröfu til þess að Danielle og Ólafur Rafn verði borin út úr íbúð sinni að Þingvallastræti 22 Akureyri, þar sem þau hafi ekki hlýtt dómsorð- inu né nokkur merki sjáist þess að þau séu á förum. Jafnframt þessu er krafist að þau greiði all- an kostnað við útburðinn, sem og greiðslu alls málskostnaðar. Um ástæður þess að lögmaður gerðarþola neitaði þeirri áskor- un, sagði hann fyrst og fremst vera 3. málsgrein 194. greinar laga númer 85 frá 1936 um með- ferð einkamála, þar sem „mælt er svo fyrir, að ef aðili hefur ekki verið við dómsuppsögn staddur, skal sá er byggja vill rétt á dómn- um eða vill láta frest samkvæmt honum byrja að líða, birta hann með sama hætti og stefnu.“ Einn- ig vísaði lögmaður til 12. greinar aðfararlaga. Gerðarbeiðarídi ítrekaði fram- komnar kröfur og hvatti réttinn til að veita sem skemmstan frest, þar eð lögmaður gerðarþola hefði þegar vitnað til þeirra laga sem hann hyggðist beita fyrir sig. Bæjarfógetaembættið veitti báðum aðilum sameiginlegan frest til greinargerðar, til fimmtu- dagsins 21. júlí ’83, klukkan tíu. Dagur spurði Ólaf Rafn hvað hann myndi gera ef til þess kæmi að hann yrði ásamt fjölskyldu borinn út á gangstétt? „Þá bara trítla ég inn aftur því ég er með lykilinn. Og þá verður að hefja nýtt útburðarmál. í dómnum er ekkert sem meinar mér að flytja hingað inn aftur, þar segir aðeins „rýma húsnæð- ið“.“ Lögmaður Ólafs Rafns í Belg- íu hefur sent aðalritara mannrétt- indanefndarinnar í Strassborg bréf, sem honum ætti að hafa borist í dag. „Það má segja að í þessu bréfi sé íslenska ríkið ákært fyrir það að við höfum ekki hlotið eðlilega meðferð okkar máls, lögum samkvæmt. Ég geri fastlega ráð fyrir að þetta mál fari fyrir mannréttindadómstólinn mjög fljótlega,“ sagði Ólafur Rafn. - Ertu bjartsýnn á að þið vinn- ið málið þar? „Já, ég er mjög bjartsýnn á það.“ Ný sending af joggingefnum: wmm Akureyri, föstudagur 15. júlí 1983 Veður Ivö þúsund rúmmetra loftbelgur — og fleira á flugdeginum á Sauðárkróki Sumarsæluvika hefst á Sauð- árkróki laugardaginn 16. júlí með veglegum flugdegi sem hefst í raun á föstudegi 15. með því að smáflugvél verður ekið á vagni frá flugvelli og út í bæ og komið fyrir á kirkju- torgi þar sem hún og ef til vill einhver fleiri flugtæki verða bæjarbúum til sýnis. Þá er reiknað með að mótorflug- dreka verði flogið sunnan af landi og til Sauðárkróks á föstudag og verður það líklega lengdarmet í slíku flugi hér á landi. Hinn eiginlegi flugdagur hefst svo á laugardag og verður settur klukkan 13.30 af forseta flug- málafélags íslands, Jóni E. Böðv- arsssyni og einnig ávarpar flug- málastjóri, Pétur Einarsson, flug- dagsgesti. Dagskrá flugdagsins verður mjög fjölbreytt og meðal annars verður hópflug smáflug- véla; félagar úr Fallhlífaklúbbi Akureyrar sýna fallhlífarstökk; listflug á svifflugu frá Svifflugfé- lagi Akureyrar. Einnig koma frá Akureyri félagar í Módelflug- klúbbi Akureyrar og munu sýna módel sín á flugi og einnig sér- stakri sýningu. Þá mun Húnn Snædal koma á hinni heimasmíð- uðu flugvél sinni, TF-KEA, og sýna hvað leikinn flugmaður get- ur gert á slíkri vél. Einnig er von á annarri heimasmíðaðri vél frá Reykjavík. Sýningaratriði verður með mótorsvifdreka og gíró- kopta. Eitt atriðið er algjör nýj- ung á slíkum flugdögum hér norðanlands, og það er að koma hitaloftbelgs á sýningarsvæðið. Beigurinn er 1.840 rúmmetrar og verður blásinn upp og flogið á flugdaginn. Mun flug hans eflaust vekja mikla athygli því slíkur belgur hefur aldrei fyrr sést hér á Norðurlandi. Varnarliðið mun einnig koma í heimsókn með Phantom orrustuþotu og björgunarþyrlu ásamt Hercules tankvél. Mun þyrlan lenda á flug- vellinum og verða almenningi til sýnis þar. Verði veður hagstætt má búast við miklum fjölda smáflugvéla til Sauðárkróks um þessa helgi. Að kvöldi flugdagsins verður flug- dansleikur í Bifröst þar sem Hljómsveit Ingimars Eydal mun sjá um fjörið. Sauðárkrókur: Hagsmunasamtök gegn of háum gatnagerðargjöldum Á mánudaginn voru stofnuð á Sauðárkróki hverfissamtök fólks sem býr í Hlíðahverfi. Samtökin munu verða hags- munasamtök fólksins í hverfinu fyrir fegri og betri bæjarhluta. Astæðan fyrir stofnun samtak- anna mun þó fyrst og fremst stafa af óánægju fólks með ný álögð gatnagerðargjöld, þar sem 25% aukagjald hefur verið lagt Eftir því sem Dagur kemst næst eru þeir búnir að leggja sundfitunum fyrir sunnan, því eftir þeim spám sem yfir okkur koma nú í dag er sólin okkar blessuð farin að skýna á þá þar. Eyjólfur, vinur okkar, Þorbjörnsson sagði að það mundi þykkna upp seinni part- inn í dag með vestanátt. „Það rignir líklega ekki hjá ykkur fyrir norðan en hann snýst í norðanátt á morgun og verður þannig yfir helgina meðan sól- in þurrkar sundfitin okkar hér ofan á gatnagerðargjaldið sjálft. Mönnum finnst gjöldin há og á stofnfundinum heyrðust raddir um að gatnagerðargjöldin væru þau hæstu sem gerðust miðað við nálæg sveitarfélög. Ákveðið hefur verið að ræða við forsvarsmenn bæjarfélagsins og fá skýringar á þessum háu gjöldum og ná samningum um greiðslu þeirra. OJ nr sunnan

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.