Dagur - 18.07.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 18.07.1983, Blaðsíða 2
á Ólafsfirði: Hvar vildurðu búa ef þú byggir ekki á Ólafsfirði? Jóhannes Bogason: - Reykjavík hefur upp á svo margt að bjóða, auk þess er léttara að búa þar. Gunnar Sigvaldason: - Hef ekki hugleitt það, því það er svo gott að búa hér. Magnús Sveinsson: - Nú veit ég ekki; Akureyri, ætli það væri ekki skást. Rætt við Sigurð Einarsson, tæknifræðing á Ólafsfirði Ekki fyrir löngu vakti það athygli lands- manna að íbúum fór fækkandi á landsbyggð- inni og svo virtist sem allir væru að flytjast á höfuðborgarsvæðið. En þetta er náttúrlega ekki algilt. Einn þeirra sem fluttist í öfuga átt er Sigurður Einarsson, byggingafulltrúi og bæjartæknifræðingur á Ólafsfirði. Hann er fæddur og uppalinn Reykvíkingur, í borginni fæddist hann 5. júní 1957. Foreldrar hans eru Einar Sigurðsson, verkfræðingur og Ragna Árnadóttir, búsett í borginni. - Hvernig var skólagangan hjá þér? „Nú, ég var í barnaskóla, eins og gengur og gerist, fyrsta árið að Brautarholti á Skeiðum, faðir minn vann þá við Búrfellsvirkj- un. Síðan var ég í Vogaskóla og tók þar landspróf, hélt síðan í menntó í Hamrahlíðinni. Þaðan lauk ég stúdentsprófi '11 og fór síðan í Tækniskólann eftir að hafa tekið mér stutt frí og lauk þaðan prófi 1981.“ - Byrjaðirðu að vinna strax eftir það? „Já, ég fór að vinna á verk- fræðiskrifstofunni Klöpp í Reykjavík og þar var ég þangað til ég kom hingað.“ - Hvað rak þig til Ólafsfjarð- ar? „Maður varð að prófa það líka. En það vildi svo til að Ólafs- firðinga vantaði bæði tæknifræð- ing og hjúkrunarfræðing, konan mín, Valgerður Margrét Magn- úsdóttir, er hjúkrunarfræðingur þannig að þetta hentaði okkur ákaflega vel. Og hingað komum við í byrjun maí.“ - Hvernig var veðrið þegar þið komuð? „Það var ágætt, að vísu mikill snjór. Reyndar var meiri snjór hér en á öllum heiðunum á leið- inni.“ - Og hvernig leggst starfið í þig? „Vel, það er nóg að gera. Helstu verkefnin eru við gatna- gerð og ýmis önnur mál þar sem ég er byggingafulltrúi líka. Að vísu er ekki mikið um fram- kvæmdir hér eins og er, hér er nokkur ládeyða núna eins og alls staðar er.“ - Er dýrara að byggja hús á svona stað heldur en í höfuð- borginni? - Ég myndi halda að það væri dýrara. Að vísu hef ég ekki kynnt mér það, sjálfur bý ég í húsnæði sem bærinn á.“ - Hvernig var að koma úr Reykjavíkinni og norður til Ól- afsfjarðar? „Ákaflega afslappað. Þó að fólk vinni mikið hér er ekki eins mikið stress hér og er í Reykja- vík. Ég held að Ólafsfirðingar séu yfirleitt ákaflega þægilegt fólk í umgengni. Þeir tóku okkur ákaflega vel og það er gott að kynnast þeim.“ - Hvað er erfiðast við að búa á svona stað? „Ég veit það ekki, eiginlega hef ég ekkert hugsað út í það. Maður á sjálfsagt eftir að sakna vina og kunningja í vetur en ann- ars held ég að ég sakni einskis úr borginni. - Koma vinir og kunningjar úr borginni í heimsókn? „Jájá, núna er einmitt heim- sóknartíminn.“ - Ætlarðu að ílendast hér? „Maður veit aldrei. Það eru engar áætlanir til um það.“ Siglufjörður: Orðinn leiður á hafragraut — vill fjölbreyttara úrval af unnum kjötvörum Magnús Ólafsson: - Vestmannaeyjum, því faðir minn býr þar og þar er gott fólk. Halldór Bjömsson: - Ég vii hvergi búa annars staðar en hér á Ólafsfirði. Hcrmann Jónasson á Siglufirði hringdi: Mig langar til að koma þeirri fyrirspurn á framfæri við ráða- menn Kaupfélags Eyfirðinga, hvort ekki sé hægt að hafa meira úrval af tilbúnum kjötréttum í útibúi félagsins á Siglufirði. Ef þú kemur inn í kaupfélagið okkar á Siglufirði, sem er eina kjötbúðin í bænum, þá sérðu þar kæliborð með bjúgum og pylsum. Auk þess getur þú fengið hakk, en þar með er líka það upp talið sem hægt er að fá ófrosið. Það þýðir t.d. ekki að biðja um til- búna rétti á grill. Ég hef verið í fríi undanfarna daga og þess vegna ætíao að kaupa mér eitt- hvaðímatinr^niádeginu^^a^ aldrei neitt sem mér líkar. Það endar alltaf með því að ég fer heim og matreiði hafragraut. Svar: Dagur bar þessa fyrirspurn undir Brján Guðjónsson hjá matvöru- deild KEA. Hann sagði í bígerð, að Kjötiðnaðarstöð KEA taki að sér að sjá útibúum féiagsins fyrir kjötréttum, sem væru allt að því tilbúnir fyrir eldamennskuna. Fram til þessa hefðu slíkir réttir verið tilreiddir í útibúunum sjálfum, en þau hefðu til þess misjafna aðstöðu og sum hver enga. Þess vegna væri áhugi fyrir því að Kjötiðnaðarstöðin taki þessa þjónustu að sér. Verði það úr koma öll útibú félagsins á svæðinu til með að njóta þess. Á þessu stigi er ekki ljóst hvenær úr þessu verður, að sögn Brjáns. Lesendur eru hvattir tU að hafa samband við lesenda- horn blaðsins, annaðhvort bréfleiðis eða með þvi að hringja í síma 24222, En þeir sem vilja koma ein- hverju á framfæri verða að segja til nafns. Hins vegar verða lesendabréf birt undir dulnefni, sé þess óskað og efni bréfsins birtingarhæft. 2 — DAGUR - 18. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.