Dagur - 18.07.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 18.07.1983, Blaðsíða 3
Skemmtiferðaskipin hafa sett skemmtilegan svip á bæinn í sumar og von er á fleirum þegar líður á sumarið. Ekki eru samt allir sáttir við þessar skipakomur og sú trú er sterk að skemmtiferðaskipin færi alltaf með sér leiðinda- veður. Mynd: GEJ. ■ss*;: Almennur félagsfundur Einingar: Segir upp samning um og varar við atvinnuþróun HAFNARSTRÆTI 96 SIMI96-24423 AKUREYRI Jogging- gallarnir margeftirspurðu komnir í stærðunum: 80 - 90 -100 -110 -120 - 130 -140 - 150 - 160 - 170 Verð frá kr. 595. Siguihar Gubmimdssotiarhf. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-24423 AKUREYRI f Munið ódýra kakóið frá Flóru 450 gr. kr. 55,60 boxið 200 gr. kr. 28,90 boxið Almennur félagsfundur Verka- lýðsfélagsins Einingar, haldinn 11. júlí 1983, samþykkir að segja upp aðalkjarasamningi félagsins, þannig að hann falli úr gildi 31. ágúst í samræmi við uppsagnar- ákvæði samningsins. Jafnframt samþykkir fundurinn að segja upp öllum sérkjarasamningum félagsins frá og með sama tíma eða strax og uppsagnarákvæði þeirra leyfa. Fundurinn felur stjórn félags- ins að tilkynna vinnuveitendum uppsögn samninganna og jafn- framt að fara með umboð til við- ræðna um nýja samninga, þar til annað kynni að verða ákveðið. Almennur félagsfundur, haldinn í Verkalýðsfélaginu Einingu mánudaginn 11. júlí 1983, varar við þeirri alvarlegru þróun, sem orðið hefur í atvinnumálum á Eyjafjarðarsvæðinu á síðustu árum, en þar er atvinnuleysi nú meira en á öðrum stöðum á land- inu. Fundurinn skorar því á sveit- arstjórnir á svæðinu og ríkis- stjórn að vinna af fullum krafti að því að þessari þróun verði breytt með uppbyggingu atvinnufyrir- tækja, svo fólksflótti af svæðinu stöðvist og að fólk geti búið við atvinnuöryggi í stað atvinnuleys- is. Þingeyingar byggja íbúðarhúsnæoi fyrir aldraða Nýlega var haldinn aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra sf., sem er sameignarfélag 13 sveitarfé- laga í Þingeyjarsýslu. Þar var samþykkt tillaga frá trúnaðarráði félagsins um byggingu íbúðar- húsnæðis fyrir aldraða (ellilífeyr- isþega) á félagssvæði Dvalar- heimilisins. Það var á fundi trún- aðarráðs Dvalarheimilisins þann 10. mars sl. sem tillaga þess eðlis var kynnt. Tillagan hefur verið rædd í sveitarstjórnum sem aðild eiga að Dvalarheimili aldraðra sf. og hefur alls staðar verið samþykkt. Tillagan er í 14 greinum og ber yfirskriftina: „Samþykktir um húsfélag íbúða fyrir aidraða á fé- lagssvæði Dvalarheimilis aldr- aðra sf. í Þingeyjarsýslu.“ í 2'. gr. segir: „Tilgangur félagsins er að stuðla að byggingu íbúðarhús- næðis fyrir aldraða (ellilífeyris- þega), sem eiga lögheimili á fé- lagssvæðinu, þ.e.a.s. í sveitarfé- lögum sem eru aðilar að Dvalar- heimili aldraðra sf. Að lokinni byggingu starfar félagið sem hús- félag.“ í 5. gr. segir m.a.: „Við inn- göngu í félagið getur félagsmaður fengið úthlutað ákveðinni íbúð ef hann leggur fram fé til byggingar hennar að hluta eða öllu leyti eftir nánari reglum þar um. íbúð- in er ekki séreign félagsmanns, og því ekki þinglýst á nafn hans. Félagið fjármagnar húsin þannig að væntanlegur handhafi íbúðar lánar félaginu andvirði bygging- arkostnaðar eða kaupverð íbúðar ef um endurkaup er að ræða.“ Þá segir m.a. í 14. gr.: „Húsfé- lagið getur bæði náð yfir smáhýsi á lóð Hvamms, heimili aldraðra á Húsavík, og einstakar íbúðir byggðar í öðrum sveitarfélögum á félagssvæðinu á vegum Dvalar- heimilis aldraðra sf.“ Fyrsta verkefni dvalarheimil- isstjórnar var bygging Hvamms. Húsið var að hluta tekið í notkun í maí 1981 og síðasti hlutinn var tilbúinn í september á síðasta ári. í Hvammi búa nú 43 vistmenn og annar heimilið engan veginn mikilli eftirspurn um íbúðarhús- næði fyrir aldraða, og nú eru um 60 einstaklingar á biðlista. Félag- ið er í miklum fjárhagserfiðleik- um vegna vaxta- og afborgana- þunga. Hins vegar hefur rekstur- inn í Hvammi gengið mjög vel þetta fyrsta heila rekstrarár og var örlítill hagnaður af rekstrin- um í fyrra. Vegna erfiðleika fé- lagsins til að standa undir frekari framkvæmdum og til að mæta þeirri þörf sem er á íbúðarhús- næði fyrir aldraða í sýslunni, var því ákveðið að fara nýjar leiðir í þessum málurn. Jazzballett-skór Stærðir 33-40. Sporthú^icL HAFNARSTRÆTI 94 SIMI 24350 18-,júU.1983-DAGUR -3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.