Dagur - 18.07.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 18.07.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÓRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Aðstoða þarf þá lægst launuðu Með þeim efnahagsaðgerðum sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur mótað og eru í framkvæmd stefnir verðbólgan nú niður í 30% á ársgrundvelli í lok þessa árs í stað 140% ef ekkert hefði verið að gert. Takist að ná verðbólgunni niður undir 30% er vissulega mikið til vinnandi. Enda sýnir það sig að fólk vill leggja á sig auknar byrðar í trausti þess að það verði til þess að ná niður verðbólgunni sem er mesti ógnvaldur allra landsmanna. Allt úrtölutal stjórnarandstæðinga á að- gerðir ríkisstjórnarinnar og heróp þeirra til launafólks um að það rísi upp gegn ríkis- stjórninni nær ekki eyrum þess. Þá er eftir- tektarvert að það vonleysi og sú svartsýni á framtíðina sem ríkti fyrir kosningar er nú horfin en í stað þess lítur fólk til framtíðarinn- ar fullt bjartsýni og með von um batnandi hag. Fólk trúir því að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar takist að leiða þjóðina út úr þeim efnahagsógöngum sem þjóðin hefur átt í að undanförnu. En hitt væri óraunsæi að ætla að ekki séu neinir erfiðleikar framundan. Mikill vandi er fyrir höndum hjá sjávarútvegnum og ljóst er að á einhvern hátt þarf að koma í veg fyrir hækkun á landbúnaðarvörum í haust umfram almennar kauphækkanir án þess þó að það bitni á bændum. Þá má búast við niðurskurði á opinberum framkvæmdum en taka verður þó jafnframt tillit til þeirra atvinnutækifæra sem þær hafa í för með sér ekki síst á þeim stöðum þar sem fá atvinnutækifæri eru. Milli þessara skerja og annarra er þörf á að sigla í næsta mánuði með fullri aðgát. Þá er ljóst að ekki eru allir þess jafnmegn- ugir að taka á sig auknar byrðar. Gera þarf raunhæfa úttekt á því hvaða fólk er með lægstu tekjurnar og aðstoða það á einhvern hátt til að mæta þeirri kaupmáttarrýrnun sem óhjákvæmilega á sér stað um tíma vegna að- gerða til lækkunar verðbólgunnar. Það fólk sem hefur undir 15 þúsund krónur í mánað- artekjur getur ekki tekið á sig auknar byrðar, það hefur nóg með að standa undir þeim út- gjöldum sem fyrir eru. í annan stað er ljóst að margir geta þolað kaupmáttarrýrnun án þess að heimilum þeirra sé hætta búin. í þessu máli verða þeir sem hafa breiðust bökin að taka á sig þyngri byrðarnar. Þá verður samfara efnahagsaðgerðum að herða allt verðlagseftirlit. Hvað svo sem sagt er um að verðstöðvun sé í einni eða annarri mynd tekur hinn almenni maður eftir þeirri óslitnu röð verðhækkana hvort heldur það er á nauðsynjavöru eða öðrum hlutum. Við þessum verðhækkunum verður að stemma stigu. Það mun efla trú fólksins á þær aðgerð- ir sem ríkisstjórnin hefur markað í leið að bættum lífskjörum. „Ég tel ekki mikla möguleika á fískirækt í Glerá viö þær aðstæður sem þar eru nú. Það þarf að gera miklar breytingar á umhverfí árinnar áður en þessi möguleiki verður fram- kvæmanlegur.“ Petta hafði Helgi Hallgríms- son, náttúrufræðingur, að segja um möguleika á fiskirækt í Glerá, sem hefur komið til um- ræðu. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á sínum tíma að gera athugun á þessum möguleika. Það hefur hins vegar gleymst að ætla fé til verksins á fjárhagsáætl- unum bæjarsjóðs síðan, þannig að samþykkt bæjarstjórnar er enn samþykktin ein. Helgi sagði, að fjarlægja þyrfti þær skóiplagnir, sem liggja í ána. Auk þess sagði hann sorphauga bæjarins hafa verið illa staðsetta undanfarna áratugi. Frá þeim hefði fokið alls konar rusl í ána, auk þess sem ýmis óæskileg efni hafi síast í hana frá haugunum. Auk þess væri áin of köld. „Fiskurinn er viðkvæmur fyrir svona löguðu. Hann þarf ekki annað en finna lykt af vondu vatni, þá forðast hann það, jafn- vel þó það sé ekki beint hættulegt fyrir hann. í*ar að auki mundi trúlega enginn vilja borða fisk. úr svona á,“ sagði Helgi. Helgi taldi mikla mannvirkja- gerð nauðsynlega, ef fiskur ætti að koma í ána. Það þyrfti að gera stiga við fossinn hjá stíflunni, sem er um 10 metra hár. Þá þyrfti að gera neðsta hluta árinnar að- gengilegri fyrir fiskinn. „Þetta er nánast eins og stokkar, en ekki árfarvegur, eins og það lítur út í dag, eftir allar þær breytingar sem búið er að gera,“ sagði Helgi. - En það hefur verið fiskur í ánni? „Já, það var fiskur í ánni, en það er ansi langt síðan það var. Við gerðum athugun á ánni og lífi hennar fyrir nokkrum árum. í>á kom í ljós, að það er talsvert líf í henni," sagði Helgi Hail- grímsson. Stórhættulegt vatn Fyrir skömmu birti Dagur frétt um hugsanlega fiskirækt í Glerá. Pá hringdi Steingrímur Sigurðs- son, starfsmaður á Sambands- verksmiðjunum, til blaðsins. Hann vildi ráðleggja þeim sem hefðu hug á fiskirækt í Glerá að láta það aiveg eiga sig, því hann taldi vatnið í ánni stórhættulegt, Það væri svo mengað, að það væri stórhættulegt að þvo sér um hendurnar úr því. Sagði Stein- grímur, að Gefjunarmenn væru löngu hættir að nota vatnið úr ánni til þvotta í verksmiðjunum vegna mengunarinnar. Taldi hann þetta stafa frá öskuhaugum bæjarins, sem væru staðsettir því sem næst á árbakkanum inn á Glerárdal. Hættulegt eða hættulegt ekki Hér á árum áður mun hafa verið eitthvað um fisk í Glerá, „Þorp- arar“ áttu það jafnvel til að krækja sér í soðið. En síðan var áin virkjuð og verksmiðjurnar risu á eyrunum. Með stíflugerð- inni var girt fyrir fiskinn, þannig að hann komst ekki upp í ána. Og þar við bættist úrgangur frá verksmiðjunum, sem var ekki beint sá vaxtarbroddur sem fisk- arnir þurftu á að halda. En nú mun það vera úr sögunni, að úr- gangi sé hleypt beint í Glerá. En hefur komið fiskur í hana aftur? Þessi spurning var borin undir Vigfús Vigfússon, sem lengi var veiðieftirlitsmaður í Eyjafirði og auk þess mikill veiðimaður sjálfur. „Já, það hefur gengið fiskur í ána. Þegar ég var í eftirlitinu setti ég nokkur seiði í ána. Tveim árum seinna sáum við þar silung. Síðan hefur ekkert verið gert fyrir ána af neinu tagi. Þar að auki rennur í hana mengun frá verksmiðjunum og á meðan svo er þýðir ekki að rækta ána upp. En að öllu eðlilegu held ég að það ætti að vera hægt að ná Glerá upp sem silungsveiðiá.“ Þetta hafði Vigfús að segja um veiði í Glerá. En hvað hefur Jó- hannes Kristjánsson að segja um veiðivon þar? „Við höfum einu sinni sett seiði í Glerá, en það kom ekkert út úr því. Það væri reynandi að sleppa gönguseiðum, þá laxaseið- um, við ósinn. Þau eiga þá að skila sér í veiði eftir tvö ár. Það er eini möguleikinn held ég. En það er ómögulegt að segja um þetta, það dugir ekki annað en prófa,“ sagði Jóhannes Kristjáns- son, einn sá fisknasti norðan fjalla. Já, það er nefnilega það. Er þá nokkuð annað að gera en sleppa frekari rannsóknum og fara að ráðum Jóhannesar og prófa bara. Og það er alls ekki útilokað, að Jóhannes og félagar hans séu tilbúnir að annast til- raunina. Það yrði nú ekki dóna- legt að standa á Gierárbrúnni eftir svo sem tvö ár og landa hverjum stórlaxinum á eftir öðrum. 4 - DAGUR - 18. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.