Dagur - 18.07.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 18.07.1983, Blaðsíða 5
Lloyds á allt heiia draslið - Litið um borð í Olafi Bekk í Úlafsfirði Þeir voru ekkert sérstaklega ánægðir með ástandið eins og það var, vélstjórarnir á tog- aranum Ólafi Bekk, þar sem hann lá bundinn við bryggju í Ólafsfjarðarhöfn. Þar hefur skipið legið við bryggjuna síðan 12. júní er það kom til hafnar með bilaða vél. Að sögn þeirra sem málið snertir eru 3-4 vikur þar til skipið kemst aftur á veiðar. Það sem gerðist var það að vél- in bræddi úr 3 legum og sveifarás- inn skekktist um 62/100 úr milli- metra, að því er glöggir menn álíta. Það er beðið eftir varahlutum frá Japan í vélina en eins og margir vita er þessi togari smíð- aður þar. Það er ekki nóg að varahlutirnir komi alla leið frá hinu iðnvædda Japan, heldur þarf að sækja viðgerðarmenn og sérfræðinga ýmiskonar til Noregs, Þýskalands og Banda- ríkjanna. Sér hver heilvita maður að það kostar sitt að verða fyrir áföllum sem þessum. Er blaðamaður var á Ólafsfirði á dögunum voru þrír vélstjórar við vinnu um borð. Þeir voru að gera ýmislegt sem þurfti annað en rétta sveifarásinn og gera við hinar úrbræddu legur því það er í verkahring erlendu sérfræðing- anna að fást við slíkt. Tveir vélstjóranna voru niðri í vél við vinnu er blaðamaður klöngraðist niður bratta stiga til að komast að þeim stað þar sem þeir félagarnir Kristinn Gylfason og Sigurður Ólafsson voru. Það var búið að rífa allt sem hægt var, að mati blaðamanns. Þarna stóð blessuð vélin „berstrípuð“ og beið eftir lagfæringu. Blaðamaður spurði hvernig þetta kæmi niður á áhöfninni, hvort menn hefðu misst vinnuna þegar þetta kom fyrir? Þeir félag- ar sögðu að flestir sem þess hefðu óskað hefðu fengið vinnu við annað í landi. En yfirmenn skips- ins hefðu lengri uppsagnarfrest en hásetarnir þannig að þeir þyrftu ekki að kvarta. Kristinn við sveifarásinn sem er boginn um 62/100 úr mm. „Þetta er aðallega kjaftshögg fyrir byggðarlagið, mannskapur- inn bjargar sér. Fyrir utan að þetta er kærkomið tækifæri til að vera meira með fjölskyldunni en venjulega og jafnvel vinna í garð- inum heima við hús. En sem stendur er þetta tryggingarmál því enska tryggingafélagið Lloyds á draslið eins og er og við gerum ekkert nema eftir þeirra skipun,“ sagði Kristinn. Eftir því sem þeir félagar sögðu hefur verkið kannski dregist lengur en eðlilegt væri vegna ým- issa erfiðleika í sambandi við símtöl, tungumálamisskilning, skeytasendingar og fleira sem upp kom í þessu sambandi. En þetta væri allt á réttri leið. - Hafa þá vélstjórar á Ólafi Bekk möguleika á að fara í sumarfrí? „Ég var úti í Noregi fyrir stuttu,“ sagði Kristinn, „og var allan tímann í mígandi rigningu svo ég lget það bara nægja. Að vísu getur verið að maður skjótist í skóginn eina helgi eða svo.“ En Sigurður sagðist vera nýkominn úr skóla svo það yrði ekkert sumarfrí að þessu sinni. Þeir félagar bíða bara eftir skipunum frá Lloyds í Englandi og sérfræðingum frá útlöndum til að vinna með og vonum við að það gangi allt vel svo togarinn geti farið á veiðar fljótlega og aflað fyrir Ólafsfirðinga og lands- menn alla. Fjársterkur aðili óskar eftir að kaupa eða leigja land undir sumarbústað á fallegum stað. Aðeins Þingeyjarsýslur koma til greina. Byggður verður fallegur bústaður. Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast sendi nöfn sín og upplýsingar á auglýsingadeild Dags, merkt: „Sumarbústað- ur“. mm^^^—mmmmmmmi^—mmmmmmmmmmmm—m^^—mm^^—mm^^ Hestamót Skagfirðinga verður á Vindheimameium 30. og 31. júlí nk. Keppnisgreinar: 150 m skeið 1. v. 7 þús. kr. 250 m skeið 1. v. 13 þús. kr. 250 m folahlaup 1. v. 5 þús. kr. 350 m stökk 1. v. 7 þús. kr. 800 m stökk 1. v. 10 þús. kr. 300 m brokk 1. v. 3 þús. kr. Kappreiðaverðlaun samtals 85 þús. kr. auk verðlaunapeninga. Gæðingar A-flokkur Gæðingar B-flokkur Unglingar 15 ára og yngri (fæddir 1968 og síðar) Verðlaunapeningar og farandgripir. Þátttaka tilkynnist Sveini Guðmundssyni, Sauðárkróki, í síðasta lagi þriðjudaginn 26. júlí. ☆ Síðdegis laugardaginn 30. júlí verður uppboð á unghrossum af þekktum ættum. Það er á vegum Hagsmunasamtaka Hrossabænda og gefur Einar E. Gíslason á Syðra Skörðugili nánari upplýsingar þar að lútandi. Hittumst á Vindheimamelum um verslunarmannahelgina. Tjaldstæði. Veitingar. Skagfirskir hestamenn. Viö eigum nánast allt sem þú þarfnast til húsbygginga, jafnt áhöld sem efni. byggingarvörur Husavík. Sírni (96) 414 Mi??. I -r"' ^ 18. júlí 1983 — DAGUR - 5 Sigurður og vélin bíða eftir varahlutum frá Japan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.