Dagur - 18.07.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 18.07.1983, Blaðsíða 11
Skagflrðingabúð, hin glæsilega nýbygging Kaupfélagsins á Sauðárkróki, í byggingu. Skagfirðingabúð opnuð á morgun Þriðjudaginn 19. júlí opnar Kaupfélag Skagfirðinga hina nýju stórverslun sína, sem hlotið hefur nafnið Skagfirð- ingabúð, á Sauðárkróki. Verslunin mun vera sú stærsta á Norðurlandi, um 3000 fermetr- ar að flatarmáli með lagerplássi en sjálft verslunarhúsnæðið er um 2000 fermetrar. Unnið er nú af öllum krafti við undirbúning opnunar verslunarinnar og hafa iðnaðarmenn Iagt dag við nótt síðustu vikurnar. Verslunin mun öll verða hin glæsilegasta og innréttingar, sem eru sænskar, mjög skemmtilegar. Að sögn forráðamanna verslun- arinnar þá mun vöruverði vera mjög í hóf stillt og voru þeir bjartsýnir á að verslun verði mikil. Er Skagfirðingabúð opnar munu sex verslanir í bænum, sem Kaupfélagið hefur rekið, loka en á opnunardaginn sjálfan mun verða hægt að fá í versluninni margar vörur á mjög góðu verði og ýmis fyrirtæki munu jafnframt PASSAMYNDIR TILBÚNAR^ STRAX “Sá ALLAR STÆR0IR HÓPFEROABÍLA í lengri og skemmri ferdir SÉRI-EYFISBÍLAR AKUREYRAR H.F. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR H.F. RÁÐHÚSTORGI 3. AKUREYRl SlMI 25000 bjóða vörur sínar á kynningar- verði. Kaffitería sem er í húsinu verður ekki tekin í notkun nú en það verður gert mjög fljótlega. Dagur óskar Kaupfélagi Skag- firðinga til hamingju með hina glæsilegu verslun. Þeir voru að reisa flaggstöng fyrir utan Skagfírðingabúð þegar Ijósmyndari Dags var þar á ferð á laugardag. Myndir: KGA AKUREYRARBÆR ||| Orðsending frá Hitaveitu Akureyrar Við athugun og mælingar á innanhússkerfum not- enda Hitaveitu Akureyrar, sem framkvæmdar voru af mælingarmönnum á vegum hitaveitunnar fyrir skömmu, var allur búnaður hemlagrinda yfir- farinn, hreinsaður og endurstilltur. Vakin skal at- hygli á að þá um leið voru þrýstijafnari og slaufu- loki notenda samstilltir samkvæmt þeim reglum sem tryggja eiga bestu virkun þeirra. Var þessari samstillingu víða ábótavant. Notendum er ráðlagt að breyta ekki stillingum áð- urnefnds búnaðar, öðruvísi en í samráði við píp- ulagningameistara eða innanhússdeild Hitaveitu Akureyrar. Fram komu töluverð óhreinindi í heitavatnsbún- aði notenda og vill hitaveitan beina þeim tilmæl- um til húsráðenda að þeir beiti fyllstu aðgæslu við hreinsun á inntakssíum. Minnstu óhreinindi sem komast fram hjá síunni geta valdið því að notandi nái ekki nema hluta af þeim heitavatnsskammti sem hann hefur greitt fyrir. Hitaveita Akureyrar. 270 lítra kæliskápar Staðgreiðsluverð aðeins kr. 13.600.- Óseyri 6, Akureyri . Pósthólf 432 . Sími 24223 Útboð Tilboð óskast í jarðvinnu, frárennslislagnir og að steypa undirstöður og grunnplötu nýbyggingar Dvalarheimilisins Hlíðar, Akureyri. Grunnflötur 1150 m2. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistof- unni sf., Glerárgötu 34, Ak., gegn 2000 kr. skila- tryggingu frá og með 22. júlí 1983. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 29. júlí kl. 11.00. Teiknistofan sf., Glerárgötu 34, Akureyri. Starfskraftur óskast til almennra sparisjóðsstarfa. Umsóknarfrestur til 25. júlí nk. Sparisjóður Svarfdæla, Dalvík. Starfsfólk vantar Okkur vantar fólk í framtíðarstörf allan daginn. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Dags merkt: „Framtíðarstarf - Hagkaup". 18. júlí 1983-DAGUR-11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.