Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA SKRÍNUM GULLSMKMR I SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREVRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 20. júlí 1983 79. tölublað Ný sím- stöð og pósthús í Síðu- hverfi Póstur og sími hefur fest kaup á húsnæði í Síðuhverfi þar sem fyrirhugað er að rísi í framtíð- inni ný símstöð, birgðastöð og jafnvel nýtt póstútibú. Petta nýja húsnæði Pósts og síma er að Fjölnisgötu 3b og var gengið frá kaupunum í síðustu viku. Póstur og sími hefur þegar fengið vilyrði byggingarnefndar Akureyrarbæjar fyrir því að byggja allt að 200 fermetra við- byggingu á lóðinni sem hús fyrir verkstæði, birgðastöð og sjálf- virka símstöð en á fundi bygg- inganefndar var ekki tekin af- staða til hugsanlegs póstútibús á lóðinni að sinni en ekki útilokað að slíkt leyfi verði veitt síðar. Þeir menn sem Dagur ræddi við hjá Pósti og síma voru sam- mála um að þörfin fyrir póstúti- bú á þessum stað væri þegar fyrir hendi en endanlega ákvörðun um byggingu slíks útibús hefur sem sagt ekki verið tekin. Hótelrallið - sjá opnu Bryggjuveiði - bls. 4 Isiiui er sívinsæll í sólinni. Hitt er öllu lakara að þá bráðnar hann af tvöföldum krafti og eins gott að vera „kjaftgleið- ur" þá. Mynd: KGA Akureyri: Offram- boð á fast- eignum „Það er mikið offramboð á fasteignamarkaðinum þessa dagana, ekki síst vegna þess að margir hafa hugsað sér til hreyfings úr bænum vegna ótryggs atvinnuástands, en það heyrir hins vegar til undantekninga að fólk flytji til bæjarins." Þetta hafði Pétur Jósefsson, sölumaður hjá Fasteigna- og skipasölu Norðurlands, að segja um fasteignaviðskiptin á Akur- eyri þessa dagana. Aðrir fast- eignasalar sögðu svipaða sögðu. Nánar er fjallað um fasteignavið- skiptin í opnu blaðsins í dag. Margir grunaðir um ölvun við akstur Óvenjumikið annríki var hjá lög- reglunni á Húsavík um síðustu helgi. Fjórir ökumenn voru tekn- ir grunaðir um ölvun við akstur og helgina áður voru einnig fjórir ökumenn grunaðir um sama at- hæfi. Þetta samsvarar því að 150 ökumenn væru teknir grunaðir um ölvun í Reykjavík. A Akur- eyri voru fjórir ökumenn teknir grunaðir um ölvunarakstur að- faranótt sunnudagsins, en enginn síðan. Sumarbúðapiltar frá Ástjörn: Fundu hlaðinn riffil hvítvínsflösku! Ii Tveir ungir drengir, 10 og 11 ára sem dveljast í sumarbúð- iiniiiii að Ástjörn í Keldu- hverfi, fundu á laugardag stóran, hlaðinn riffil skammt frá sumarbúðunum. Hálffull hvítvínsflaska lá við hliðina á rifflinum. - Þetta er auðvitað mjög al- varlegt mál og mesta mildi að drengirnir skyldu ekki fara sér að voða með byssunni, sagði Bogi Pétursson, forstöðumaður sumarbúðanna að Ástjörn í sam- tali við Dag. Að sögn Boga fundu drengirn- ir sem eru frá Akureyri og Reyð- arfirði, riffilinn við veginn hjá Ástjörn á að giska 300 metra frá sjálfum sumarbúðunum. Við nánari athugun kom í ljós að eitt skot var í magasíni riffilsins sem er að hlaupvídd 222 kalíber. Sem betur fór þá skynjuðu drengirnir alvöruna og fóru strax með riffil- inn heim að Ástjörn, þar sem starfsmenn tóku hann í sína vörslu og komu honum síðan til lögreglunnar á Húsavík. - Við höfum haft upp á eig- anda riffilsins en hann ber því við að honum hafi verið stolið, sagði Þröstur Brynjólfsson, lögreglu- varðstjóri á Húsavík í samtali við Dag. Mál þetta er því enn í rann- sókn hjá Húsavíkurlögreglunni en það verður líklega aldrei of- brýnt fyrir fólki að geyma skot- vopn ekki á glámbekk eða þar sem auðvelt er að ná til þeirra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.