Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 2
Hvernig líst þér á stöðu * mála í „útburðarmálinu“ svonefnda? Díana Helgadóttir: - Þctta fólk á alla mína samúð þó cg viti ckki alvcg hvaó ligg- ur til grundvallar. Þaö cr ckki gott fyrir utanaðkomandi mann að taka afstöðu í þcssu máli. Gunnar Gunnarsson: - Af því litla scm cg vcit í þcssu máli þykir mcr sem þctta fólk cigi fullkomlega skilið að vcra horið út. Gunnar Sólnes: - Ég hcf nú ckki kynnt mér máliö ítarlcga cn mcr þykir þctta vcra nokkuð strangur dómur. Hrönn Friöriksdóttir: - Ég hcf cnga skoöun á þcssu máli. Kafn Kjartansson: - Mér finnst í fljótu bragði að hart sé dæmt. Að vísu þekki ég málið ekki í smáatriðum. „Ég kann mjög vel við mig hér á Króknum, enda býður staðurinn upp á marga mögu- leika,“ sagði Þórður Þórðar- son, bæjarstjóri á Sauðár- króki, í samtali við Dag, en hann á ársafmæli í bæjarstjóra- starfinu um þessar mundir. Þórður er ekki innfæddur Skagfirðingur. Hann er fæddur í Reykjavík, en flutti ársgamall í Kópavoginn. Hann er héraðs- dómslögmaður að mennt og starfaði sem fulltrúi sakadómara við ávana- og fíkniefnadómstól- inn áður en hann fór til Sauðár- króks. Þar tók Þórður við bæjar- stjórastarfinu af Þorsteini Þor- steinssyni 25. júlí á sl. ári. Eigin- kona Þórðar er Linda Leifsdóttir frá Selfossi. Þórður var spuröur um ástæð- ur þess, að hann ákvað að sækja um bæjarstjórastarfið á Króknum? „Það var nú tilviljanakennt," svaraði Þórður. „Ég hafði starfað lengi að opinberum málum í dómskerfinu, en langaði að kynnast öðrum hliðum á þjóðlíf- inu. Nú, þegar þetta starf losnaði ákvað ég að slá til og sækja um. Og ég fékk starfið." - Hvernig kanntu við bæjar- stjórastarfið sem slíkt? „Ég kann vel við það, þó það geti verið erilsamt á stundum. Bæjarstjórar takast á við marg- vísleg verkefni og hafa daglega samskipti viö margt fólk. Þetta gerir starfið fjölbreytt. Það er enginn dagur öðrum líkur. En það sem gerir störf bæjar- stjóra á íslandi óyndislegri þessa dagana er slæm fjárhagsstaða vel flestra sveitarfélaga. Tekjustofn- ar okkar rýrna ört í verðbólg- unni, á sama tíma sem allir út- gjaldaliðir hækka. Þetta er vandamál, sem allir bæjar- og sveitarstjórar á íslandi eru að berjast við.“ - Er Sauðárkrókur í vexti? „Já, það vil ég segja. Heima- menn hafa verið duglegir og framsýnir við uppbyggingu stað- arins. Við bindum miklar vonir við steinullarverksmiðjuna og vonandi verður vatnspökkunar- verksmiðja einnig að veruleika. Fleiri leiðir til atvinnuuppbygg- ingar eru í athugun. Hér hefur verið blómlegt at- hafnalíf á undanförnum árum, sem hefur leitt af sér vaxandi „Sauðárkrókur er byggilegur bær“ - segir Þórður Þórðarson, bæjarstjóri á Króknum bæjarfélag. Eg get nefnt fjöl- brautarskólann sem dæmi, sem þegar hefur sannað ágæti sitt, enda hefur hann góðu kennara- liöi á að skipa. Hann var byggður í samvinnu við nokkur nágranna- sveitarfélög. Einnig er hér í bygg- ingu fullkomin heilsugæslustöð og heimili fyrir aldraða. Þá stefn- um við að því að gera nýtt íþróttahús fokhelt í haust. Nú, hér er hitaveita, sem býður sam- bærilegt orkuverð og hitaveitur á Reykjavíkursvæðinu. Atvinnuástand er hér gott og fer væntanlega batnandi. Sauðár- krókur er því byggilegur bær og markvisst er unnið að því að gera hann enn meira aðlaðandi.“ - Hvað gerir bæjarstjórinn á Sauðárkróki í frístundum sfnum? „Það er nú sitt af hverju. Ég hef mjög gaman af veiðiskap og margar stundir fara í að sinna því áhugamáli. Þar að auki býður Sauðárkrókur upp á fjölbreyti- lega möguleika til útivistar, þannig að enginn þarf að vera í vandræðum með frítíma sinn.“ - Innfæddum hefur ekki tekist að gera þig að hestamanni? „Nei, ég á ekki hest sjálfur, en ég hef komið á bak og hafði gam- an af. Hins vegar hefur hesta- mennskan ekki heltekið mig enn.“ - Hvað með framtíðina, hefur þú áhuga á að vera bæjarstjóri á Sauðárkróki í mörg ár enn? „Ég er ráðinn þetta kjörtíma- bil, en í starfi sem þessu dugir ekki að gera langar framtíðar- áætlanir,“ sagði Þórður Þórðar- son í lok samtalsins. Þórður Þórðarson, bæjarstjóri á Sauðárkróki. iMnm! Hffflp; ■ 1ÍÍ8I Jólagjöfin til Sólborgar Fljúga örfáa metra frá jörðu Stefán Karlsson hafði samband við Dag, og vildi konta því á framfæri, að þótt oft væri kvartað undan gá- leysi ökumanna í umferðinni væri gáleysi þeirra sem fljúga einka- flugvélum stundum geysilegt. Til dæmis hefði hann séð litla einka- flugvél fljúga örfáa metra yfir jörðu við orlofshúsin á Illuga- stöðum. Sama flugvél hefði sést steypa sér niður að tjaldstæði í Vaglaskógi. Það þarf ekki mikið út af að bera til að slíkt flug valdi slysi. Vilji flugmenn sem telja sig örugga og reynda, leggja sig í hættu geta þeir þó sleppt því að hætta lífi annars fólks um leið. Jón Helgason skrifar: Það vantar sundlaug á Sólborg og ég fór að hugsa um hvort ekki væri hægt að gera smá átak í að koma henni upp. Við gefum jóla- gjafir. Hvernig væri að draga úr gjöfum til vina og vandamanna um næstu jól en gefa þess í stað í sameiningu vistfólki á Sólborg peninga til.að hægt væri að koma sundlauginni upp semm fyrst. Það væri hægt að hugsa sér að prentuð væru kort; 100, 500, 1.000 og 5.000 kr. að verðgildi sem síðan yrðu boðin til sölu á Norður- og Austurlandi. Best væri að einhver félagsskapur sæi um þetta eða sjálfboðaliðar, til að kostnaður yrði ekki eins mikill. Það væri ánægjulegt ef þau blöð sem gefin eru út á þessu svæði tækju nú undir þetta og fræddu fólk um málið, bæði þörf- ina og kostnaðinn. Þá er ég viss um að árangur af þessu gæti orð- ið töluverður og jólagjöfin til Sól- borgar yrði okkur ekki til minnk- unar. 'mw 2 - DAGUR - 20. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.