Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 3
„Fleiri neikvæðar hliðar virðast þó vera bundnar tækjunum,t .d. að þau geti skapað spilafíkn, hafí einangrandi og sljóvgandi áhrif, ýti undir afbrotahneigð og stuðli að auðgunarbrot- um,“ segir m.a. í bókun félagsmálaráðs Akur- eyrar, þar sem fjallað er um tölvuleiktæki. I bókun sinni fjallar ráðið um hvernig staðið skuli að afgreiðslu umsókna um leyfí til starfrækslu leiktækjasala. Bókunin fer orðrétt hér á eftir. „Eftir miklar umræður var gerð svohljóðandi bókun: í máli þessu hefur félagsmálaráð fyrst og fremst að leiðarljósi velferð barna og unglinga og vonar að svo verði einnig þegar bæjar- stjórn og bæjarráð móta afstöðu sína. Tölvuleiktæki eru nýleg fyrir- bæri og virðast einkum sett upp fyrir unglinga og notuð af þeim, a.m.k. hér á landi (víða erlendis hafa þó upp komið vandamál samfara notkun ellilífeyrisþega á slíkum tækjum). Ýmsar athugan- ir hafa verið gerðar og benda bæði á kosti og galla slíkra tækja. Meðal kosta sem nefndir eru má nefna að tækin eru talin minnka tölvuótta, veita árásarhvöt útrás og einnig hefur verið bent á að nýta mætti þau í skólastarfi. 9 Nauðsynlegt að fara varlega Fleiri neikvæðar hliðar virðast þó bundnar tækjunum, t.d. að þau geti skapað spilafíkn, hafi einangrandi og sljóvgandi áhrif, ýti undir afbrotahneigð og stuðli að auðgunarbrotum (síðast talda atriðið virðist þegar komið fram hér á Akureyri skv. upplýsingum lögreglunnar). Auk þess virðast ýmis önnur félagsleg áhrif mjög neikvæð en þess skal getið að tækin sjálf eru misjöfn hvað varð- ar hættu á fíkn eða ofbeldi. Pótt niðurstöður séu ekki ótvíræðar af rannsóknum og reynslu af leiktækjum virðist þó ljóst að nauðsynlegt sé að fara varlega í þessum efnum. Þótt tal- að sé um að tölvuleiktækin séu liður í óumflýjanlegri þróun er brýnt að maðurinn ráði yfir tækn- inni en ekki öfugt. Félagsmálaráð telur einnig mikilvægt að um- ræðan einangrist ekki við leik- tækjasali heldur sé hún sett í samhengi við umræður um tóm- stundir unglinga og afskipti og skyldur bæjaryfirvalda í þeim efnum. Þar sem leiktækjasalir hafa verið settir upp virðast þeir leysa að hluta þörf unglinga fyrir samkomustað. Spyrja má hvort ekki sé æskilegra að koma til móts við þá þörf með öðrum hætti. # Rekstur Las Vegas víti til varnaðar Félagsmálaráð hefur nokkrum sinnum fjallað um starfsemi leik- tækjasalarins „Las Vegas“ og tel- ur að rekstur þess staðar ætti að vera víti til varnaðar. í félagsmálaráði eru nokkuð skiptar skoðanir um rekstur tölvuleiktækja en allir eru þó sammála um að ströng skilyrði þurfi að vera fyrir uppsetningu þeirra ef leyfi er veitt. Þar má nefna: - Að þar sem börn og unglingar undir 18 ára aldri hafi aðgang að fyrrgreindum leiktækjum sé einn- ig boðið upp á annars konar tóm- stundastarf, þannig að stuðlað sé „Las Vegas“ er víti til varnaðar — segir í bókun Félagsmálaráðs Akureyrar um leiktækjasali að aukinni virkni og sköpunar- gleði til mótvægis við hin sljóv- gandi áhrif sem áður er á minnst að notkun leiktækja af þessu tagi hafi í för með sér. - Að leiktæki séu sérstaklega valin með tilliti til þess að þau hafi ekki skaðleg áhrif á þann sem spilar. - Að starfsmenn slíkra staða séu ekki yngri en 18 ára og hafi m.a. því hlutverki að gegna að stuðla að auknum félagsþroska þeirra er þangað sækja. - Að aldur sé takmarkaður við 14 ár. - Að slíkir staðir séu ekki opn- aðir fyrr en kl. 15.00 og opnir til kl. 20.00 fyrir unglinga innan 16 ára aldurs. - Að slíkir staðir uppfylli í einu og öllu kröfur heilbrigðisyfir- valda svo sem um hreinlætisað- stöðu og hljóðmengun. - Brot við reglum þessum varði áminningu og ítrekað brot leyfissviptingu án frekari fyrir- vara. # Fulltrúar Alþýðubanda- lagsins og Kvennafram- boðsins með sérbókun Fulltrúar Alþýðubandalags og Kvennaframboðs í félagsmála- ráði telja þó að takmarka eigi sem frekast er kostur uppsetn- ingu töivuleiktækja. Telji bæjar- yfirvöld hins vegar brýnt að Ak- ureyringar eigi aðgang að slíkum tækjum er lögð á það áhersla að einungis þeim er fara með æsku- lýðsmál á vegum bæjarins verði veitt leyfi til reksturs þeirra og þá í tengslum vð aðra starfsemi. Mjög óheppilegt er að vonin um skjótfenginn gróða ráði starfsemi sem þessari, eins og raunin hefur því miður orðið. Notkun slíkra tækja ætti að vera endurgjalds- laus til að koma í veg fyrir hugs- anleg auðgunarbrot þeirra vegna. Telji bæjaryfirvöld gjaldtöku hins vegar óumflýjanlega skal verði stillt í hóf en hugsanlegur gróði komi unglingunum sjálfum til góða við uppbyggingu félags- starfs.“ Spiiakassamir hafa skapað vanda- mál hjá öldruðum í Bandaríkjunum. FULLT HÚS AF SUMARVÖRUM Sumarfatnaður í Vefnaðarvörudeild Ný sending af bómullarbolum frá Lindon á góöu verði. Léttar og ódýrar sumarkápur í mjög miklu úrvali.. Verö frá kr. 1.527. Regnkápur á aðeins 148. Cartt&i* Barnafatnaður nýkominn Fallegur og vandaður fatnaður frá Carters. Bómullargarn í öllum sumarlitum. Vefnaðarvörudeild. Léttur sumarfatnaður ódýr sportfatnaður Herraskyrtur í þúsundatali, stutterma, langerma með maókraga, kjólskyrtuflibba eða venjulegum flibba frá Melka, Jac Tissot og Lee Cooper. Barnabuxur frá Carrera í sumarlitunum, stór snið. T-skyrtur. Bómullarbolir Erum búin að taka upp stórkostlegt úrval af bómullar sumarbolum frá Carrera. Verð frá kr. 160. Fyrir grillveisluna Grill, margar tegundir, grillkol og olía. Garðhúsgögn Eigum glæsilegt úrval af garðhúsgögnum, sólstólum, bekkjum og furuhúsgögnum. Reiðhjól á góðu verði Eigum enn nokkur reiðhjól á eldra verði. Sumarjakkar melka Léttir sumarjakkar frá Melka, fallegir, vandaðir og ódýrir. Léttir, Ijósir sumarjakkar frá Kóróna og sir Herradeild. Sumarskórnir fást í Skódeild Fyrir dömurnar: Filmumóttaka Tökum á móti öllum filmum til framköllunar. Fljót og góð afgreiðsla. _______________________________________Sportvörudeild. Allt til að snyrta garðinn Garðáhöld, allar gerðir. Slöngur í metravís og slöngustatív. Sláttuvélar, margar gerðir. Bláir netskór með fylltum hæl á mjög góðu verði. Sandalar í úrvali. Léttir kvenskór í litum, þrjár hælahæð Vandaðir inniskór m/innleggi. elefonten Sumarskór á börnin. Herraskór í mjög glæsilegu úrvali. Skódeild 20. júlí 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.