Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - UUSASÚLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÓGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Félagsleg réttindi almennings má ekki skerða Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur verið til umræðu að undanförnu vegna yfirvofandi fjárhagserfiðleika sjóðsins. Skýringar á fjár- hagsvanda Lánasjóðsins eru augljósar. Eink- um er hér á ferð óhagstæð verðlagsþróun, þ.e. mikil verðbólga, sem ekki er í neinu sam- ræmi við fjárhagsáætlun sjóðsins, eins og hún var gerð í sambandi við afgreiðslu síðustu fjárlaga. Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir mikilvægu hlutverki sem félagslegt réttinda- mál fólksins í landinu. Hann jafnar aðstöðu til náms milli efnafólksins og láglaunafólksins og er ekki síst kjarabót fyrir fólkið á lands- byggðinni, þaðan sem nemendur verða að sækja nám um langan veg, t.d. í ýmsa sér- skóla í Reykjavík. Tilvera Lánasjóðsins snertir því hagsmuni ótrúlega margra fjölskyldna í landinu, og það myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir afkomu fólks, ef hans nyti ekki við. Þrátt fyrir þessa staðreynd er alið á hleypi- dómum gagnvart Lánasjóði og honum fundið flest til foráttu þegar þröngsýni og þekking- arleysi er látið ráða umræðum um málefni hans. Talað er um að peningum sé „ausið" í námsmenn og lánin séu ekki endurgreidd. Hvort tveggja er rangt. Lán eru veitt eftir ströngum reglum og þau ber að endurgreiða með verðtryggingu eins og tíðkast um öll lán hér á landi. Hitt er annað mál að þjóðin á í efnahagserf- iðleikum og glímir við peningasamdrátt, sem hugsanlega getur snert Lánasjóð íslenskra námsmanna með einum eða öðrum hætti. En ef svo þarf að fara að Lánasjóður þurfi að draga saman seglin þá verður sá samdráttur að vera í samræmi við almennar aðgerðir í efnahagsmálum og hliðstæðan samdrátt ann- arra félagslegra stofnana, en ekki sem duttl- ungaráðstöfun misviturra ráðamanna, byggð á hleypidómum og þröngsýni í félags- og menningarmálum. Almenningur hefur tekið á sig launaskerð- ingu möglunarlítið. Það væri óráð og ranglæti að ætla að skerða kjör fólksins með því að ráð- ast á tryggingakerfið og námsaðstoðina og önnur félagsleg réttindi almennings ofan á beina launaskerðingu. Það heitir að höggva í sama knérunn. I.G. „Það er ferlega kalt í sjónum“ - segja ungir bryggjuveiðimenn á Ólafsfirði Þeim þykur það eflaust sjáif- sagt að hlaupa á bryggjukant- inum, sitja þar og dingla fótun- um fram af bryggjunni rétt eins og krökkum í öðrum bæjum, sem ekki hafa eins mikið saman við sjóinn að sælda, þykir sjálfsagt að vera í leik úti á túni. Já, þeir fóru léttilega við allan leik á bryggjunni í Ólafsfirði bræðurnir sem kallaðir eru Matti, Sæsi og Döttli, en þeir voru að veiða silung í höfninni er blaða- mann bar þar að. Pað skal segjast eins og er að blaðamanni þótti alveg nóg um hversu frjálslega þeir snáðar umgengust höfnina, cnda kom það á daginn er blaða- maður fór að spjalla við þá bræður að Sæsi, sem er sá yngsti af bræðrunum, hafði dottið tvisv- ar í sjóinn og bróðir hans, Döttli, þrisvar. Þeim fannst lítið til þess koma að hafa farið fram af bryggjunni „en samt var ferlega kalt“ eins og þeir sögðu. murn~<ti mmi .i f,'> Sæsi meö stöngina og Döttli fylgist með. Þeir bræður voru að eltast við silung sem annað slagið lét sjá sig innan um brak og óhreinindi sem flaut í höfninni. Peir skiptust á að nota stöngina sem þeir voru með, aö vísu var þetta stöngin hans Sæsa en hinir bræðurnir höfðu skilið sínar eftir heima, því var ekki um annað en skiptast á þeg- ar von var til að krækja í þann stóra. „Það er svo erfitt að ná sumum þeirra,“ sagði Matti, „þeir eru svo snöggir að koma sér undan.“ - Hvað hafið þið veitt mikið í sumar? „Við erum búnir að fá svona Döttli og Matti með fyrsta silung dagsins. 200,“ sagði Sæsi, en þá gripu bræður hans fram í og sögðu að þeir hefðu fengið um 200 silunga í fyrr en þeir væru búnir að fá svona 60-70 í sumar. „Æi já, það var í fyrra,“ sagði Sæsi, „en við erum ekki búnir að fá neinn í morgun.“ Þeir voru varla búnir að sleppa orðinu er einn lítill silungstittur beit á hjá þeim og það var ekkert verið að tvínóna við hlutina því þeir bræður sviptu fiskinum upp á bryggju og þar var hann af- greiddur á fagmannlegan hátt og síðan var byrjað á nýjan leik. En hvað hafa þeir bræður feng- ið stærstan fiskinn? „Við höfum fengið einn sem var eitt kíló, það er sá stærsti sem við höfum fengið,“ sögðu þeir. Mestan hluta aflans sögðust þeir gefa kettinum en svolítið sögðust þeir borða sjálfir og líka létu þeir reykja hluta hans. En hvað ætla þeir bræður að gera þegar þeir verða stórir. „Auðvitað verðum við sjómenn,“ sögðu þessir skemmti- legu bræður frá Ólafsfirði, Matti, Sæsi og Döttli. Kveðja frá Grímsey Grímsey 19. júní 1983. Kæru vinir! Þaö var okkur ómetanlegur styrkur við fráfall og jarðar- för litla drengsins okkar, Konráðs, að finna þá hlýju sem til okkar stóð, frá ykkur öllum, nær sem fjær. Við þökkum af alhug. Stjórnendum, flugmönnum og öðru starfsliði Flugfélags Norðurlands þökkum við sérstaklega fyrir aila hjálp- semina nú sem fyrr. Guð blessi ykkur öll. Sigrún, Gylfi og börnin. Hulda og Þorlákur. Stella og Gunnar. 4 - DAGUR - 20. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.