Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 5
Komið og njótið góðra veitinga í Mánasal. SÆLUVIKA sinn og flugu yfir bænum í um tíu mínútur. Höfðu þeir haft á orði á flugdaginn er þeir gátu ekki blásið belginn upp að þeir færu ekki frá bænum öðruvísi en að fljúga belgnum. Tókst flugið á mánudaginn vel ein eitthvað munu þeir hafa blotnað er þeir lentu í mýri fyrir sunnan bæinn. Einn Sauðkrækingur flaug með belgnum, en það var Haukur Stefánsson málarameistari á Sauðárkróki sem hefur haft veg og vanda að framkvæmd flug- daga á Sauðárkróki nú síðari árin. Kl. 17 á mánudaginn var svo haldið útiskákmót við kjörbúð KS við Skagfirðingabraut. Pátt- takendur voru átta og tefldar voru tíu mínútna skákir. Er tafl- mótið byrjaði var komið hið besta veður, sól og hiti og fylgd- ust margir með mótinu. Sigur- vegari varð Hörður Ingimarsson sem hlaut 7 vinninga, annar varð Björn Árnason sem hlaut 5 vinn- inga. Meðan á skákmótinu stóð dansaði danskur þjóðdansaflokk- ur á Faxatorgi fyrir mikinn fjölda áhorfenda sem skemmtu sér hið besta yfir dansi flokksins. Drangeyjarferð var á dag- skránni og fór 15 manna hópur með vélbát til Drangeyjar. Farið var af stað um kl. 18 og reiknað með að koma aftur kl. 24 um kvöldið. Sumarsæluvika er nú í fullum gangi á Sauðárkróki, en hún byrjaði á laugardaginn með flug- degi sem var þó ekki eins og efni stóðu til þar sem veður var svo leiðinlegt að ekki var hægt að vera með öll þau atriði sem fyrir- huguð voru. Frjálsíþróttamót var á íþrótta- vellinum á sunnudaginn en ekki komu margir áhorfendur á það enda veður með afbrigðum leið- inlegt, rok og rigning og gekk stundum á með hagléljum. Fleiri létu aftur á móti sjá sig um kvöld- ið er rokktónleikar voru haldnir í Bifröst, en þeir áttu upphaflega að vera úti en frá því eins og fleiru varð að hverfa vegna veðursins. Á mánudaginn var þungbúið veður fyrrihluta dags og nokkuð kalt, en þó létu loftbelgsmenn sig hafa það og blésu upp loftbelg Teflt á Sauðárkróki á Sumarsæluviku. Utsala - Utsala á sumarfatnaði. Verslunin Ásbyrgi Hafnarstræti 98, sími 23555. Helgarferð um verslunarmannahelgina Brottför frá Gagnfræðaskóla Akureyrar kl. 9.00 f.h. iaugardag 30. júlí. Komið heim á mánudag. Farið verður: Egilsstaðir, Fljótsdalshringur, Hallormsstað og til Mjóafjarðar. Gist þar í húsi 2 nætur. Mjóifjörður skoðaður á sunnudag undir leiðsögn Vilhjálms Hjálmarssonar fyrrv. ráðherra. Verð kr. 2.500, innifalið í verðinu, akstur, fæði og svefnpoka- pláss. Pantanir og upplýsingar í síma 21038 og 22878 fyrir 25. júlí. Hópferðir sf., Akureyri. LETTIH I, Léttisfélagar Farin verður fjölskylduferð í Sörlastaði föstu- daginn 29. júlí. Lagt verður af stað kl. 19 stund- víslega frá Réttinni sunnan Breiðholts. Þátttaka tilkynnist í síma 24921 og 21781 fyrir fimmtudag 28. júlí. Nefndin. Erum farin að versla með Leyft verð kr. 865.- Kynningarverð kr. 795.- Litir: Hvítt, blátt og Ijósgrátt. Herradeild sími23599 Rússneskar vörur á tilbðsverði Jarðarberjasulta ...... 450 gr kr. 34.50 Cranberrysulta ........ 450 gr kr. 23.70 Lingonberrysulta ...... 450 gr kr. 25.60 Ekta hunang .......... 450 gr kr. 23.40 Grænar baunir ......... 360 gr kr. 18.70 Gæða vara á mjög góðu verði Útsölumarkaðurinn í Skipagötu 5 Fullt af góðum fatnaði á hlægilega lágu verði. Opið 1-6. Chaplin, Skipagötu 5. 20. júlí 1983 - ÐAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.