Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 6
 Hér sýAur á bfl nr. 7, enda hafAi vclin veriA þanin all bærilega í AAaldalshrauni. Um síðustu helgi fór fram hið árlega Húsavíkurrally. Var þetta sjöunda rallykeppni sem Bifreiðaíþróttaklúbbur Húsavíkur BÍKH og Hótel Húsavík hafa staðið að. 20 hílar hófu keppni og flestir kunnustu rallarar landsins voru meðal þátttakenda. Keppnin stóð í tvo daga og voru eknir um 400 km. Páll Loftsson keppnis- stjóri, ræsti fyrsta bílinn af stað frá Hótel Húsavík kl. 17 á föstu- dag. Það var að sjálfsögðu bíll nr. 1, með íslandsmcistarana, þá Hafstein Hauksson og Birgi Viðar Halldórsson innanborðs. Síðan komu þeir hver af öðrum, uns allir 20 voru komnir af stað. Tröllavegur á heiðinni Fyrsta sérleiðin var á Reykja- heiöi, ekið frá spennistöðinni rétt fyrir ofan bæinn og komið hjá Einarsstöðum í Reykjahverfi. Pessi fyrsti hluti leiðarinnar reyndist bílum og bíistjórum firna erfiður. Fjórir bflar féllu þar strax úr keppni. Tröllavegur mikill er þarna á heiðinni, þrátt fyrir að BIKH-félagar hefðu látið hefil og vélskóflu fara þar um fyrir keppnina og sjálfir tíndu þeir mikið af stórgrýti úr vegin- um. Þeir sem „urðu til“ þarna á heiðinni voru: Bíll nr. 1, vatns- dælan gaf sig og íslandsmeistar- arnir komust ekki lengra í það sinn, vatnskassi bilaði á bíl nr. 17, hjá þeim Jóni Einarssyni og Gunnlaugi Á. Björnssyni. Drif- skaftið brotnaði á bíl nr. 18, hjá þeim Þorsteini Ingasyni og Sig- hvati Sigurðssyni. Fjórði bíllinn sem gafst upp á heiðinni var bíll nr. 11, sem þeir Steingrímur Ingason og Jón Arnkelsson stýrðu. Þar með var saga þeirra öll í Laxárdalnum, á þriðju sérleið- inni, gaf bíll nr. 4 upp öndina, er olíuþrýstingurinn datt niður. Þeim bíl óku þeir Birgir Vagns- son og Magnús Arnarson. Á fimmtu sérleiðinni urðu mikil afföll, eins og á þeirri fyrstu, enda var það sama leiðin, en akstursstefnan öfug. Drifhús brotnaði á bíl nr. 16 og ökumenn hans, bræðurnir Auðunn og Pálmi Þorsteinssynir voru þar með úr leik. Bíll nr. 23 ók út af, svo hressilega, að möguleikarnir til að komast hjálparlaust inn á veginn aftur voru í núlli. Þar með var saga.þeirra Einars Þórs Ein- arssonar og Hákonar Valtýssonar öll í þessu rally. Bíll nr. 13, þeirra Eiríks Friðrikssonar og Þráins Sverrissonar, komst í mark, þrátt fyrir að hann færi þrjár veltur á heiðinni og þar urðu flestar rúður eftir. Sá bíll tók ekki þátt í keppninni seinni daginn, enda hefur ökumönnum ekki fundist fýsilegt að halda áfram keppni, þar sem komið var norðanslagveður. Bíll nr. 7 komst sömuleiðis í mark þennan dag, en varð að hætta keppni með brotna stýrisvél. Þeim bí óku þeir Logi Már Einarsson o^ Ásgeir Sigurðsson. Tíundi og síð asti bíllinn sem féll úr keppni vai bíll nr. 21, þeim bíl stýrðu eini fulltrúar kvenpeningsins í þessar keppni, þær Fríða Halldórsdóttii og Kristín Margrét Guðnadóttir Þær voru með of mikinn refsi- tíma og fengu ekki að haldt áfram seinni daginn. Þann daj luku allir 10 bílarnir sem eftii voru keppni, þrátt fyrir erfiðai aðstæður vegna mikillar úrkomu Af þeim sökum varð að fellí niður tvær leiðir í keppninni. Escortinn orðinn rólfær Þeir bræður Ómar og Jón Ragn arssynir leiddu keppnina allar tímann á Renault 5 alpina og sig- ur þeirra var aldrei í hættu. Þeii fengu refsitímann 19,44 mín. ] öðru sæti með refsitímann 27,0; mín. urðu Halldór Úlfarsson o| 6 - DAGUR - 20. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.