Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 11
Minni mjólk r ■ a r i jum Mjólkurinnlegg var rúmlega 1% minna nú í júní en í júní 1982. Fyrstu 6 mánuði þessa árs hafa mjólkursamlögin tekið á móti 50,9 milljónum lítra af mjólk en það er 2,17% meira en fyrstu 6 mánuði 1982. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna var rétt um 3% minni mjólk nú í júní en sama mánuð í fyrra, hjá mjólkursamlagi KEA var minnk- un 1,8%, hjá mjólkursamlaginu í Borgarnesi svar samdráttur tæp 5% og hjá samlaginu í Búðardal rúmlega 4% samdráttur í júní. Hjá flestum öðrum mjólkursam- lögum var aðeins smávegis aukn- ing. Sauðfé hefur fækkað mikið í þéttbýli Á árunum 1977 til ársins 1982 fækkaði sauðfé um 40% í kaup- stöðum landsins, á sama tímabili var fækkun yfir landið allt 16,6%. Þetta kemur fram í yfirliti sem landnýtingarráðunautur Búnað- arfélags íslands, Ólafur Dýr- mundsson, hefur tekið saman. Árið 1977 voru 896.192 kindur á fóðrum og var það mesti fjár- fjöldi sem verið hefur í landinu. Á síðastliðnum vetri var fjöldi fjár 747.701 en það er svipaður fjöldi og var í lok kaláranna um 1970. Búist er við áframhaldandi fækkun sauðfjár verði ekki breyt- ing á markaðsaðstæðum fyrir kjöt erlendis. Mest varð fækkun fjár á þess- um árum í Reykjaneskjördæmi, eða rúmlega 32%, næst kom Norðurland eystra með 19,5% fækkun, á Suðurlandi var fækk- unin 14,4%, Austurlandi 19,3%, Norðurlandi vestra 17,7%, Vesturlandi 11,7%, en minnst var fækkunin á Vestfjörðum 9,9%. Verslunin Chaplin er til sölu í fullum rekstri. Ein besta verslun á þessu sviði í bænum. Uppl. á skrifstofunni. ,/ts m EIGNAMIÐSTÖÐIN SKIPAGÖTU 1 - SiMI 24«06 rGríllkol ■ Grillkoh Norsku viðargríllkolin og íslenska Funa-olían Gummiskornir margeftirspurðu væntanlegir fyrir helgi. Og svo er auðvitað sportveiðafæraurvalið. Opið á laugardögum frá kl. 10-12. Nýkomnar Victoría harmonikur Tökum notaðar harmonikur upp í nýjar. m BUIMIVnJHLÍO S 22111 Ferð aldraðra Hin árlega eins dags skemmtiferð fyrir aldraða Einingarfélaga verður farin sunnudaginn 7. ágúst. Farið verður frá Skipagötu 12 á Akureyri kl. 9 að morgni og ekið að Fosshóli, síðan hringferð um Bárðardal, því næst austur að Laugum og drukk- ið kaffi þar. Á heimleið verður farið um Vaglaskóg og inn að lllugastöðum en þar verður snæddur kvöldverður. Fargjald kr. 250. Þátttaka tilkynnist einhverri af skrifstofum fé- lagsins fyrir lok júlí. Verkalýðsfélagið Eining. Bændur Eigum til afgreiðslu strax Trioliet heymatara og aðfærslubönd. Sænsk gæðavara á góðu verði Eigum rafsuðuþráð og spólu- vír jafnan fyrirliggjandi á lager Skipagotu 13 AKUREYRARBÆR Skóladagheimilið Brekkukot Brekkugötu 8 tekur til starfa 1. sept. nk. Þar geta börn á skólaaldri dvalið frá 7.30-17.30. Þau sækja þaðan skóla í heimahverfi sínu, einnig fá þau máltíðir á heimilinu. Auk umönnunar á heimilinu fer þar fram kennsla og aðstoð við heimanám. Upplýsingar fást á Félagsmálastofnun Akureyrar Strandgötu 19b, sími 25880. Umsóknir þurfa að berast til Félagsmálastofnunarfyrir 15. ágúst nk. Dagvistarfulltrúi. Véladeild KEA Óseyri 2, símar 21400 og 22997. Gúmmívinnslan hf. Starfsmaður óskast til almennra starfa. Helst van- ur byggingarvinnu. Uppl. í síma 23862 milli kl. 17-19. Hjúkrunarfræðingar - Ljósmæður Hjúkrunarfræðingar eða Ijósmæður óskast að Kristneshæli frá og með 1. september næstkom- andi. Einstaka vaktir koma til greina. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 31100 Kristneshæli. Frá Vistheimilinu Sólborg Lausar eru til umsóknar tvær stöður dagvaktar og tvær stöður næturvaktar 85% á sambýlum heim- ilisins. Skriflegar umsóknir sendist undirrituðum fyrir 25. þ.m. Forstöðumaður. kemur út þrísvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 20. júl:í:;1983 - DAGUR - 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.