Dagur - 22.07.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 22.07.1983, Blaðsíða 5
Altenatorinn Allt gekk eins og í lygasögu lengi vel og bifreiðin rann ljúflega eftir misholóttum veginum. Borgar- fjörðurinn var að vanda bölvað- astur og fékk ökutækið óþyrmi- lega að kenna á grýttum og firna- holóttum veginum. Segir nú lítt af ferðum okkar þar til yfir Holtavörðuheiði er komið og inn í Húnaþing. Fer þá að bera á tals- verðum höggum í bifreiðinni. Var það samdóma álit bifreiðar- stjóra og farþega að þetta nýja hljóð ætti upptök sín í vélarhús- inu. Högg þessi ágerðust sífellt og urðu að einum samfelldum gauragangi þegar við ókum framhjá Víðigerði. Allir voru sammála um að stöðva ökutækið hið snarasta og bakka því til verkstæðismanna í Víðigerði. Eftir umtalsverðar tilraunir fannst bakkgírinn (það skeður jú ekki alltaf), og bílnum bakkað upp að viðgerðarverkstæðinu. Ökumaður snarast út og biður verkstæðiseigandann að skoða farartækið. Verkstæðiseigandinn lítur á mig með samúðarglampa í augunum og segir svo: „Varst það þú sem keyrðir hérna framhjá rétt í þessu.“ „Já.“ Ekki gat ég neitað því. „Það er ljóti djöfulgangurinn í bílnum hjá þér maður.“ Já, ekki gat ég heldur neitað því. „Það er eitthvað meira en lítið að hjá þér væni, opnaðu húddið." Þegar ég hafði opnað vélarhúsið rak verk- stæðiseigandinn hausinn niður að vélinn, potar smástund hingað og þangað og segir svo: „Alternatorinn hefur losnað, ég skal athuga hann fyrir þig þeg- ar bíllinn er orðinn kaldur." Meðan við biðum eftir því fórum við inn í verslunina sem þarna er og fengum okkur kók og prins póló. Þegar bifreiðin hafði staðið þarna í góða stund var alterna- torinn tekinn úr og rannsakaður. Kom í ljós að spaðar á honum höfðu bognað og sumir brotnað alveg af. Ekki taldi viðgerðar- maðurinn ástandið gott. Hann rétti samt spaðana sem eftirlifðu og kom tækinu fyrir á sama stað. Hjálparsveitin ýtti í gang og öku- tækið rann úr hlaði. Ekki höfðum við ekið lengi er djöflagangurinn byrjaði að nýju og nú hálfu verri en nokkru sinni. Hitamælirinn rauk upp úr öllu valdi og reykjar- bólstrar stigu upp frá vélinni. Bifreiðin var stöðvuð og konan brunaði út til að kanna mála- vexti. „Ja, nú er það svart maður," hrópaði hún í ótrúlegri tónhæð. „Viftureimin er slitin.“ Viftureimin Ökumaður snarast út og tekur til við að róta í skottinu eftir viftu- reiminni sem þar átti að vera. En auðvitað fannst hún ekki. Hefur sennilega orðið eftir í Borgar- firði. „Ekki er kyn þótt keraldið leki, botninn er suður í Borgar- firði,“ var jú einu sinni sagt. Og var nú h'kt á með okkur komið og þeim ágætu bræðrum forðum að Bakka í Svarfaðardal. En það stoðar lítt að gefast upp þótt á móti blási. Ökumaður fann spotta í skottinu og snaraði hon- um um dráttarlykkju á bifreið- inni, fullviss um að einhver góð- hjartaður ökumaður, sem ætti leið um, tæki okkur í tog og kæmi okkur til Blönduóss. Enda ieið ekki á löngu þar til bjargvættur- inn birtist, í líki góðlátlegs manns á Ö-bíl. Þegar þessi ágæti maður hafði dregið okkur að dyrum Vélsmiðju Húnvetninga var klukkan farin að ganga átta um kvöldið og búið að loka vélsmiðj- unni. En stúlkurnar í Esso-skál- anum voru svo elskulegar að hringja heim til eins verkstæð- ismannsins og báðu hann að koma okkur til hjálpar. Eftir örskamma stund var hann kominn. Hann var mjög vinsam- legur og vildi allt fyrir okkur gera. Að vísu fannst enginn alt- enator sem passaði í bifreiðina, hún er jú ekki af algengustu gerð. En hann dó ekki ráöalaus bif- vélavirkinn sá. Hann tók hinn bilaða hlut úr ökutækinu og setti nýja legu í. Þótt engin fram- leiðsla væri á rafmagni var altenatorinn samt laus og gat snúist með. Við þökkuðum vel- gerðarmanni okkar, sem heitir Þorbjörn Sigurðsson ef ég man rétt, kærlega fyrir. Hann og fleiri góðir Húnvetningar kvöddu okk- ur með því að ýta bifreiðinni í gang. Kærkomin tilbreyting fyrir konu og börn. Allt gekk vel alla leiðina heim, ef frá er talið að lögrcglan þurfti nú endilega að nappa okkur rétt áður en við ókum inn í Akureyr- arbæ. Það er Ijótt að segja það en það lá bara við að ég væri mont- inn yfir því að geta komið bif- reiðinni svona hratt eftir allt sem á undan var gengið. En þeir lög- gæslumenn voru hinir Ijúfustu og við fengum að halda för okkar áfram eftir að hafa fengið áminn- ingu fyrir of hraðan akstur. Er þá þessi hrakningarsaga á enda. Jón Bjamason V ... Klerkar góla á kirkjustól u Jóhannes Sigurðsson er lengi bjó að Engimýri í Öxnadal, dá- inn 1959, var þekktur hagyrð- ingur og orti „jöfnum höndum“ lausavísur og ljóð. Svo kvað hann um sveit sína: Höfðinglegir hamradrangar halda vörð um blómgan reit. Vorsins þegar ilmur angar yndisleg er þessi sveit. Fjalla breiðum faðmi undir fæðst hafa skáld og meyjaval. Óteljandi unaðsstundir átt ég hef í þessum dal. Einhverju sinni mælti Jóhannes við annan hagyrðing: Geymum lesti í þagnarþei þó að bresti gaman. Það fer best við etjum ei okkar hestum saman. Ferðarlok: Við hér enda verðum grín, vegir skilja að sinni. Haltu á vinur heim til þín hjartans kveðju minni. Þá kemur vorvísa eftir Kristján Benediktsson: Mundu glóðir sólar senn sumaróðinn bera, vilji góða veðrið enn vanga rjóða gera. Kristján orti er bókin Bænda- blóð kom út: Rataði áður rímsins slóð, reyndist hress og kátur, en hrærir núna bændablóð og býr til mikið slátur. Arnór Sigmundsson orti næstu vísurnar tvær á síðastliðnum vetri: Oft og tíðum hlaupa í hring hríð og þíða í vetur. Öll sú gríðar óstilling að mér kvíða setur. Hríð kom stríð og huldi snjá hlíð, sem víða auð var þá. Lýður kvíða lítt þó má, líður tíðin vetrar hjá. Arnór horfði ávallt til hins góða og fagra í veröldinni. Hann sendi Pétri Steingrímssyni í Laxárnesi fallega vísu á jóla- korti. Pétur, sem mun vera öllu raunsærri en frændi hans, sendi honum þessa vísu á nýárskorti: Kenning drottins getur glatt. Þess góðir njóta. Að mega hvorki segja satt né sjá hið Ijóta. Hér er skrýtin jólavísa eftir Pét- ur Steingrímsson: Hefjast jólin heims um ból. Hækkar sólin, þiðna tól. Klerkar góla á kirkjustól. - Konur spóla ef sjá þær rjól. Þessi vísa kviknaði hjá Pétri út af vissu atviki í pólitíkinni: Kratar búa tölur til. Tölum snúa sér í vil. Bleki spúa um bekki og þil. Blindir trúa á apaspil. Hjalta Finnssyni í Ártúni barst frá skattstofunni fyrirspurn um hvernig viss kvíga hefði „orðið til“. Ásamt öðrum upplýsingum sendi bóndi skattstofunni þessa vísu: Að skýrslan sé undarleg skil ég svo vel og skapraunum fleirum en mér geti valdið. En kvíguna þannig ég tilkomna tel að tuddi varsótturog belju var haldið. Umsjármaður þáttarins orti um ríkisstjórnina sem dó: Aldrei var gata Gunnars bein, hann gaf okkur stjórn af skrýtnu tagi. Hún virtist í fyrstu vösk og hrein, en velti sér loks í hverju flagi. Sami karl orti um ríkisstjórnina sem fæddist: Dregur mjög af mönnum gaman, margir óttast skort og kvalning þegar lófa leggja saman leiftursókn og niðurtalning. 22. júlí 1983 -DAGUR-5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.