Dagur - 22.07.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 22.07.1983, Blaðsíða 7
tndinn bæ“ - Varstu flugveik? „Já, mér var svolítið flökurt á meðan vélin var að hækka sig og einnig á meðan hún var að lækka til lendingar. Pess á milli leið mér ágætlega.“ - Er þetta það eina sem þú hefur ferðast út fyrir heima- byggðina? „Nei, ekki segi ég það nú. Einu sinni fórum við nokkuð margar konur alla leið til Mývatns. Mig minnir að það hafi verið 1952 og sennilega hefur það verið Kaup- félagið sem bauð okkur.“ - Fannst þér fallegt við Mývatn? „Þar er einkennilegt landslag, en ekki sérstaklega fagurt fannst mér. Pað fallegasta sem ég sá í þeirri ferð var sólsetrið í Skaga- firði á heimleiðinni. Pað er fal- legt að sjá glitrandi kvöldsólina úti í hafsauga við Drangey. Slíka sjón sé ég oft hér en maður verð- ur að vaka til þess.“ - Hefur þér ekki orðið mis- dægurt síðan þú komst heim af sjúkrahúsinu eftir mjaðmaupp- skurðinn? „Það getur ekki heitið. Ég hef fengið kvef sem snöggvast og annað smávægilegt. En það er ekki orð á því gerandi.“ - Hvernig dreifir þú huganum í frístundum? „Ég hlusta mikið á útvarp og les talsvert." - En hefur þú ekki sjónvarp? „Nei, ég hef ekki haft áhuga á því. Ég hef heldur ekki verið góð í augunum þannig að ég þreytist fljótt við lestur. Ég fór raunar til augnlæknis á Akureyri um daginn, til hans Ragnars Sigurðs- sonar. Hann lét mig hafa nýja dropa og ég er nú ekki frá því að ég sé heldur skárri. Svo lét hann mig hafa sterkari gleraugu til að lesa með. Pað eru tárakirtlarnir sem eru að angra mig, aðallega í öðru auganu, það rennur stund- um stanslaust úr því. Ragnari leist ekki á að skera mig upp við þessu. Hann taldi vafasamt að það borgaði sig.“ Fólk talar hvert upp í annað - Hvernig finnst þér útvarpsdag- skráin? „Hún er misjöfn; mætti vera betri. Útvarpsdagskráin var miklu betri hér áður fyrr. Nú eru ekki eins góðir menn við útvarpið og voru áður. Menn verða að lesa það skýrt og vel að maður hafi not af því. Ég vil hafa meira af fræðandi efni. Það er of mikið af samtölum, þar sem fólk talar hvað upp í annað oft á tíðum." - Hvað með blöðin? „Ég dró mikið úr lestri í vetur vegna augnanna en það er margt ágætt í þeim. Þau eru misjöfn eins og gengur. Ég les það sem ég hef áhuga á, en rifrildi og skammir leiöast mér. Svoleiðis blaðaskrif les ég ekki." - Úr því að við erum að tala um blöð. Ertu pólitísk? „Ég hef mínar skoðanir en ég er ekki að troða þeim upp á aðra. Ég kaus í vor og ég hef alltaf neytt atkvæðisréttar míns.“ - Hefur þú þá alltaf kosið sama flokkinn? „Svo til.“ - Hvaða flokk? „Heldur þú að ég fari að segja þér það. Ég þarf svo sem ekki að spyrja hvað þú kýst, blaðamaður hjá Degi," sagði Pálína og hló við. - Pað er nú samt ekki sjálfgef- ið að ég sé framsóknarmaður. Öll alvöru blöð eru hætt að ráða blaðamenn eftir pólitískum lit, sagði ég. „Nú, þú færð þá að hafa þína stjórnmálaskoðun út af fyrir þig. Það er mesti munur. Nú er Fram- sókn og Sjálfstæðið komið saman, það hlýtur að vera full- komið heimili þar sem þessir flokkar búa saman. Vonandi koma þeir einhverju góðu í verk,“ sagði Pálína. - Nú eru flestir Skagfirðingar Framsóknarmenn. „Ekki allir,“ sagði Pálína og hló enn. Hún hafði greinilega gaman af forvitni minni um póli- tíkina. - Nei, það er rétt, en margir þeirra? „Já, allt of margir,“ sagði Pál- ína. - Þar hafði ég það. Framsókn- arflokkurinn útilokaður. Hvar átti ég að bera niður næst? Best að prófa Sjálfstæðið. - Pálína, nú lifir þú mjög sjálfstæðu lífi, laumaði ég út úr mér. „Já, já, og það líkar mér vel.“ - Þú ættir þá vel heima í Sjálf- stæðisflokknum. „Mikil ósköp og skammast mín ekki fyrir að eiga þar heima. Það er svo langur vegur frá því. En nú skulum við fá okkur kaffi,“ sagði Pálína og stóð upp. Blessaður notaðu brauðið Eftir skamma stund kom Pálína með kaffi og brauð á diski. Við fengum okkur kaffi og ég gerði brauðinu skil. „Blessaður borðaðu meira. Reyndu að nota brauðið," sagði Pálína. - Ég hef nú ekki gott af því, þetta hleðst allt framan á mig, sagði ég, um leið og ég klappaði á belginn. „Ekki get ég nú séð það, en það er rétt, sumir fitna. Það eru einkennileg ósköp hvað sumt fólk getur hlaðið utan á sig. Það er sem ég segi, fólk hreyfir sig ekki nóg.“ - Hvernig gengur þér með heyskap? „Ég hef nú látið heyja fyrir mig undanfarin ár en hér áður fyrr heyjaði ég allt sjálf með hestum og hestavélum. Ég á svo sem dráttarvél, sem ég var byrjuð að nota áður en ég fór á sjúkrahús- ið, en síðan hef ég ekki notað hana. Ég held að nábúar mínir hafi haldið að ég dræpi mig á vél- inni. Þess vegna hef ég ekki vilj- að gera þeim það á móti skapi að nota hana. En ég á vélina enn og það er ekki að vita nema ég noti hana í sumar. Blessaður fáðu þér meira brauð." - Er Skarðsá aldrei einangr- aður bær á vetrum? „Nei, það getur ekki heitið, en það er ekki langt síðan ég þurfti að flytja allt hingað hcim á klökkum. Ég stóð meira að segja sjálf fyrir því að ryðja vcg hér inn að Fjalli, sem er næsti bær hér fyrir innan, þannig að ég gæti komist þá leið með kerru. Síðan flutti ég áburð og annað sem búið þurfti með að Fjalli. Loks flutti ég varninginn þaðan heim í hestakerru. Vegagerðin tók sig til og ætlaði að leggja veg hér um mýrina. Þar voru grafnir hringskurðir sem margar skepnur hafa síðan farið í. Ég hef ekki orðið vör við að þær hafi verði bættar. En það varð ekkert úr vegagerðinni þar. Þess í stað var lagður allt að þvt' sjálfgerður vegur hér um melana, eins og ég vildi alltaf. En vega- gerðarmenn máttu ekki heyra á það minnst lengi vel. Það var ekki fyrr en um 1980 sem ég fékk veg alla leið heim í hlað. En nú læt ég aðra flytja fyrir mig björg í bú og heyja túnin. Það er ekki verra að vinna hjá mér, heldur en að sækja vinnu á Krókinn eins og sumir gera." S Hér er gott að vera Bærinn hennar Pálínu er orðinn þreytulegur, enda er hann byggð- ur 1850-60, að sögn gömlu kon- unnar. í baðstofunni er moldar- gólf að hluta og í loftinu er að hluta til ekki annað en reftið og torfið. En Pálína unir glöð við sitt. Ég spurði hana hvort ekki væri stundum kalt í bænum að vetrum? „Jú, það kemur fyrir, en ég hef hérna rafmagnsofn til að ylja mér við. Rafmagnið er það besta sem maður hefur fengið. Það kom 1960.“ - Þú ert með síma. „Já, ég er búin að fá sjálfvirkan síma. Gallinn við hann er sá að línan er ekki að öllu leyti komin í jörð. Hún er enn að hluta til á lofti. Það er ekki nógu gott því línurnar vilja þvælast saman og slitna. Þessu vil ég láta breyta, því síminn er mikið öryggistæki.“ - Þú hefur ekki hugsað þér að fara á elliheimili? „Nei, hér er gott að vera, og héðan fer ég ekki fyrr en alla leið. Það getur svo sem komið fyrir að ég þurfi að hafa við- komu á sjúkrahúsi en það kemur lfka fyrir fólk á elliheimilum. Mér líður vel og getur ekki liðið betur annars staðar." - Ert þú þá á móti elliheimil- urn sem slíkum? „Nei, nei, þau eru svo sem ágæt fyrir þá sem þangað vilja fara. En þaö þarf að vera meira um íbúðir, þannig að fólk geti verið út af fyrir sig. Maður þarf að halda sjálfstæði sínu á meöan stætt er. Ég vil vera sjálf minn húsbóndi þannig að ég geti geng- ið út og inn eins og ég sjálf vil." ® Ekki þægilegt að grípa upp eiginmenn? - Þú hefur aldrei látið þér dctta í hug að krækja þér í eiginmann? „Þú sérö það nú," og nú var Pálínu skemmt. „Það er nú ekki þægilegt að grípa upp eiginmenn. Mér fannst gott að vera ein og tíminn leið si svona. Hafi ein- hverjir ýjað að ráðahag, þá fengu þeir skýr svör.“ - Ef þú ættir að endurtaka lífs- hlaupið, myndirðu þá fara sömu leiðir? „Það er nú ekki víst. Það er ekki að vita nema maður prófi nýjar leiðir; maður lærir jú af reynslunni. Tímarnir eru líka breyttir og tækifærin önnur. Frjálsræðið er meira og vinnan minni." - En höfum við gengið til góðs? „Já, það tel ég tvímælalaust. Viö höfum þroskast og menntun- armöguleikar eru ólíkir því sem var. En fólk þarf að hugsa um þessa hluti og meta hvað það hef- ur það gott. Unga fólkið þarf að láta það sjást að það hafi lært eitthvað,“ sagði Pálína og lagði áherslu á síðustu orðin. Mál að kveðja Mér fannst við hæfi að hafa þessi vísdómsorð Pált'nu fyrir lokaorð samtalsins. Ég sýndi því á mér fararsnið. Pálína gekk með mér út. - Ætli menn hafi almenn ver- ið minni hér áður fyrr, sagði ég um leið og ég beigði mig til að komast fram göngin. „Nei, það voru til jafn stórir menn - ef ekki hærri,“ svaraði Pálína og kímdi. Við stöldruðum úti á hlaðinu og nutum veðurblíðunnar. Hvutti, sem gegnir nafninu Glaumur, lék á als oddi. Af og til hljóp hann upp með ánni og gelti að straumkastinu. - Hvað sér hann í ánni? spurði ég- „Ekkert, hann er bara að reka hana niður túnið,“ svaraði Pálína sposk á svip. Þar með kvaddi ég þessa heið- urskonu. Hún hvarf inn í gamla bæinn sinn, en ég til nútímans. ☆ Myndir og texti: Gísli Sigurgeirsson 22. júlí 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.