Dagur - 22.07.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 22.07.1983, Blaðsíða 8
Mjólkur- hvetjandi Þegar blökkumaðurinn Gcorge Benson kvaddi sér hljóðs sem gítarhetja í kringum 1976, var honum spáð miklum frama scm tónlistarmanni. Bcnson var jazz- geggjari af Guös náð og tækni- lega mjög fullkominn og fjöl- breytilegur gítarleikari. En eins og svo rnargir aðrir þá fcll Ben- son (ekki í Löðri) fyrir hinum beinhörðu Bandaríkjadollurum og í dag er hann að mínu mati lít- iö annað cn mjög góð „gítar- rnella". Það veröur ekki af George Benson skafiö að liann er frábær gítarleikari og ágætur söngvari en því miður er hann sokkinn á kaf ofan í sykursæta tra la la músikk. Þaö sem einu sinni vargóður jazz er orðið aö poppi, soul, diseo og Guö má vita hvaö. Líklega ein- hvcrju sem kallað er “eontem- porary musie" á bandarískri tungu. George Benson - In Your Eyes George Benson sem byrjaði sem götumúsikkant aðeins átta ára gamall hefur gert sjö plötur fyrir Warner Brothers og þóttu þær fyrstu t.a.m. “Weekend in LA“ mjög góðar. En nú er Bleik brugðiö. Nýja platan, “In Your Eyes“ er fyrsta sólóplata Benson um þriggja ára skeið og það má vel vera aö hún „gangi í augun“ á einhverjum og þeir séu margir sem ckki fá vatni haldið yfir þess- ari plötu. Ég er sem sagt ekki einn af þeim. Ég sé flísina í aug- anu á Benson - jafnvel þó að þungarokksbjálkinn skyggi að- eins á. P.S. Ég vil taka það skýrt fram að ég tel George Benson ekki til allra hluta óbrúklegan. T.d. get ég vcl ímyndað mér að nyt aukist í beljum sé Benson spilaður í fjósinu. Enginn klaufadans þar. - ESE. Stöngfo fon Var einhver að segja að Rod Stewart, fyrrverandi knatt- spyrnuhetja og stórrokkari, væri kominn á ellihcimilið og farinn að leika dinnermúsikk á vafa- sömum hafnarbúllum? Hafi ein- hver haldið því fram, þá hefur viðkomandi skjátlast hrapallega. Roddi er nefnilega hress eins og nýsleginn túskildingur og nýja platan hans “Body Wishes" er eitt það hressasta sem hann hefur sent frá sér, allar götur frá því að platan með “Maggie May“ göfg- aði heiminn um og upp úr 1970. Ég gleymi því aldrei sem ég las um Rod Stewart og nýju plötuna hans fyrir tæpum einum og hálf- um áratug. Frægur breskur gagn- rýnandi hafði setið með sveittan skallann og í heddfónum í hálfan mánuð og hlustað á plötuna og þegar hann loksins kom aftur út á meðal manna, þá sagði hann: „Ég hef nú setið með sveittan skallann og í heddfónum í hálfan mánuð og það er sama hvað ég reyni - ég finn ekki einn einasta veikan punkt á þessari plötu. Hún er gallalaus." Svo mörg voru þau orð en ljóst var að Rod Stew- art hafði skorað „samskeytin inn“ með þeirri plötu svo notað sé líkingamál úr fótboltanum. Nýja platan “Body Wishes“ er Rod Stewart - Body Wishes auðvitað ekki nándar nærri því eins góð en ég er ekki frá því að með henni hafi Stewart a.m.k. skorað „stöngin inn“ Það þarf í raun ekki að hafa svo mörg orð um “Body Wishes". Rod Stewart er í feyki- lega fínu formi á plötunni og lög eins og “Baby Jane“ slaga hátt upp í “Maggie May“ sálugu. “Body Wishes" er annars góð blanda af góðum Rod Stewart- rokklögum og góðum, rólegum og melódískum Rod Stewart- lögum. Sem sagt Rod Stewart út í gegn og þeir sem ekki þekkja Rodda eða vita ekki við hvað ég á geta bara keypt plötuna. Ég held þeir verði ekki sviknir á því. P.S. Verði þeir sviknir þá ætti alltaf að vera hægt að skipta plöt- unni og fá sér Goombay Dance Band í staðinn. -ESE. Fyrir neðan allar iiellur Frekar haUærislegt Alveg þokkalegt Með aUt á hreinu Virkilega gott Hrein sniUd Sólarsalur - Ingimar Eydal og félagarskemmta löstudag, laugardag og sunnudag. Tískusýning - sumarlínan frá Parinu á sunnudag. Opiö alla daga fyrir hádegis- og kvöldverð m nrt 0 Geislagötu 14, gengið inn að norðan (aðaldyr). Gamlar myndir Hér í Helgar-Degi munu á næstunni birtast myndir úr ljósmynda- plötusafni Hallgríms Einarssonar og sona hans sem nú er unnið að „copyeringu“ á. Allar þessar myndir eru ónafngreindar í safninu og viljum við heita á Akureyringa og aðra þá sem telja sig þekkja myndirnar að klippa þær úr blaðinu og senda, ásamt nöfnum, til Pedromyndir, Hafnar- stræti 98, eða láta frá sér heyra með öðrum hætti. Þá viljum við benda á að „album“ með myndum úr safninu liggur frammi í Amtsbókasafninu hér í bæ. Væri vel þegið ef bæjarbúar, einkum þeir eldri, vildu líta þar inn og sjá hvort þeir þekkja þessar myndir og ef svo væri að skrifa nöfnin í „blokkir“ sem þar munu einn- ig verða. Minjasafnið á Akureyri. Hefur þú komið til Færeyja? Ferðaskrifstofa Akureyrar efnir til hópferðar til Færeyja vikuna 17.-24. ágúst nk. Farið verður með Ms. Norröna frá Seyðisfirði 17. ágúst og dvalið þrjá daga í Þórshöfn og tvo daga í Klakksvík. Fjölbreyttar skoðunarferðir um Færeyjar með þaulkunnugum fararstjóra eru innifaldar í verðinu. Sami bíllinn fylgir farþegum alla leiðina. Athug ið að það er „Fríhöfn" um borð í Norröna. Verð kr. 7.100. Innifalið: AUur akstur, siglingin með Norröna, gisting í tveggja manna herbergjum með morgunverði og fararstjórn. Fargjaldið miðast við þilfars- verð í Norröna. Aukagjald fyrir klefa báðar leiðir er kr. 480. Ferðaskrifstofa I jjfá™ Akureyrar sími 25000. Myndin er af: 8 - DAGUR - 22. júfí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.