Dagur - 27.07.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 27.07.1983, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA SKRÍNUM GULLSMI0IR , SlGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREVRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 27. júlí 1983 82. tölublað „Stefna ríkis- stjórnar- innar er óbreytt" - segir Halldór Asgrímssoi - Ég er því mjög andsnúinn að stækka fiskiskipaflotann eins og málum er háttað í dag. Það var jafnframt ákveðið af síð- ustu ríkisstjórn að ekki kæmi til greina að heimila innflutn- ing á fiskiskipi næstu tvö árin og sú stefna hefur ekki breyst. Þetta sagði Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra í sam- tali við Dag, er hann var inntur eftir því hvaða afgreiðslu beiðni Útgerðarfélags Akureyringa, um innflutning á skuttogara frá Jap- an myndi fá hjá stjórnvöldum. - Eg skil veí að Útgerðarfélag- ið vilji fá nýtt skip, sagði Halldór Ásgrímsson, - þeir hafa lagt einu skipi og vilja auðvitað fá annað í staðinn. - Hvað um það ef ákveðið hefði verið að taka íslensku til- boði, t.a.m. frá Slippstöðinni á Akureyri? - Það held ég að breyti litlu. Ef fyrirtæki sem bæjarsjóður Akur- eyrar á meirihluta í, vill láta smíða skip fyrir sig erlendis held- ur en láta smíða skipið í sinni heimabyggð, þá held ég að engir séu dómbærari á hagkvæmni þeirrar ráðstöfunar en þeir sjálfir, sagði Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra. Vil viðræður við Slippstöðina Vegna ummæla Gísla Kon- ráðssonar, framkvæmdastjóra IJA, í kvöldfréttum útvarps í gær, hafði Sigurður ÓIi Bryn- jólfsson, stjórnarmaður í ÚA, samband við blaðið og bað fyrir að eftirfarandi yrði komið á framfæri: Stjórn ÚA hefur ekki enn tek- ið ákvörðun um til hvaða tilboðs- aðila verður leitað um smíði tog- ara fyrir ÚA. Hins vegar ákvað stjórn félagsins að senda fulltrúa til viðræðna við ráðherra um þessi mál áður en ákvarðanir yrðu teknar. - Ég tel að taka eigi upp samn- ingaviðræður við Slippstöðina um smíði togara en samtímis leita úrræða til að brúa að a.m.k. nokkru það bil sem er á milli til- boðs Slippstöðvarinnar og hag- stæðustu erlendu tilboðanna. Er- lendu tilboðin eru m.a. hagstæð- ari vegna opinbers stuðnings í viðkomandi löndum og nemur sá stuðningur allt að 23 milljón- um króna. Verður japanska tilboðinu tekið? — Ef leyfi fæst hjá ríkisstjórninni til innflutnings skipsins - Næsta skref okkar verður að sækja um leyfi til stjórnvalda til að flytja inn skip og ef það fæst að taka þá lægsta tilboð- inu sem barst, sagði Gísli Kon- ráðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa er hann var spurður um niður- stöðu stjórnarfundar ÚA varð- andi smíði skuttogara fyrir fyrirtækið. Samkvæmt upplýsingum Út- gerðarfélagsins þá hljóðaði lægsta tilboðið í smíði skuttogar- ar upp á krónur 126.184.000 mið- að við staðgreiðsluverð og af- hendingu í höfn á Akureyri og eftir að tillit hafði verið tekið til styrkja og mismunandi vaxta af lánum til smíðinnar í átta ár. Þetta japanska tilboð var frá Narasaki Shipbulding Co. Næsta tilboð var frá spænskri skipasmíðastöð og hljóðaði upp á rúmlega 140 milíjónir en tilboð Slippstöðvarinnar á Akureyri var níunda lægsta tilboðið og hljóð- aði það upp á 162.100.000 krónur, eða um 36 milljónum kr. hærra en japanska tilboðið. í jap- anska tilboðinu er gert ráð fyrir 10 mánaða afhendingartíma en 20 mánaða afhendingartíma í til- boði Slippstöðvarinnar. Þess má geta að inni í tilboðs- tölum er reiknað með flutningi skipsins til Akureyrar og hljóðar sá liður í flestum erlendu tilboð- anna upp á tvær til þrjár milljónir króna en flutningskostnaðurinn frá Japan er tíu milljónir kr. Sjá nánar á bls. 8. Jón Björn Hreinsson og Harpa Birgisdóttir með hundana á Ljósavatni. Ljósmynd: ÞB. Álagningaskrá í Norðurlandsumdæmi eystra lögð fram: Magnús Stefánsson hæsti gjaldandinn Magnús Stefánsson, læknir á Akureyri, er sá sem hæstu gjöldin ber við álagningu í Norðurlandsumdæmi eystra við álagningu 1983. Hann á að greiða kr. 769.048, en næstur í röðinni er Ólafur Ólafsson, lyfsali á Húsavík, en á hann er lagt í gjöld kr. 588.714. í þriðja sæti er Teitur Jónsson, tann- læknir á Akureyri, en á hann hefur verið lagt í gjöld kr. 581.629. Kaupfélag Eyfirðinga ber hæst gjöld af félögum í um- dæminu, kr. 18.788.755. Álagningarseðlar verða sendir út í dag og álagningaskrá liggur frammi á skattstofunni til 10. ágúst. Kærufrestur er til 25. ágúst. Safntals var jafnað á einstak- linga og félög í umdæminu rúm- lega 507 m. kr.; í tekjuskatt rúm- lega 226 m. kr., eignaskatt rúm- lega 23 m. kr., útsvar rúmlega 212 m. kr. og aðstöðugjald rúm- lega 46 m. kr. Alögð útsvör hækka um 53.83% milli ára en mest hækkar eignaskatturinn, um 90.21%. Á blaðsíðu 8 í blaðinu í dag er nánar greint frá álögðum gjöld- um í Norðurlandsumdæmi eystra árið 1983.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.