Dagur - 27.07.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 27.07.1983, Blaðsíða 6
Pólitísku - Heimsókn í Lystigarði „Vildi frekar vera í flekk úti á túni“ - segir Óttar Viðar á Húsavík Ég hef séð hann daglega manninn með slátturofið. Hann siær ýmiss opin svæði í bænum með orfinu sinu. Hann er einn af starfsmönn- um bæjarins sem hefur það hlutverk að gera Húsavík að fallegri og snyrtilegri bæ. Hann var að slá blettinn fyrir norðan Mjólkursamlagið þegar mig bar að. - Óttar Viðar, hvert er þitt starf? „Það felst í því að fara með slátturofið yfir þau svæði sem venjulegar sláttuvélar ná ekki til, t.d. á leikvöllum bæjarins.“ - Hvernig kanntu við þessa vinnu? „Æi, þetta er nú heldur þreytandi að vera í þessu allan daginn, ákaflega einhæf vinna og tilbreytingarlaus. Annars er þetta sjálfsagt ekkert verra en hvað annað.“ - Hefur þú starfað lengi hjá bænum Óttar? „Nei, við hjónin erum nýflutt hér í bæinn, eftir að hafa stund- að búskap í aldarfjórðung." - Eru ekki mikil viðbrigði fyrir bændafólk að flytja í kaup- stað eftir 25 ár í sveitinni? „Jú, ekki get ég neitað því. Lífsmátinn í þéttbýlinu er ger- ólíkur því sem hann er í sveit- inni. Hin vegar þurfum við ekk- ert að kvarta. Við vorum hepp- in með húsnæði, keyptum Ijóm- andi gott hús. Konan er líka í fastri vinnu og hvers getum við óskað okkur frekar? Hitt er svo annað mál að á þessari stundu Þær voru önnum kafnar í lysti- garðinum við Búðará þegar ég átti þar leið um. Það var glaða sólskin og heiður himinn og vinnugleðin skein úr andlitum þeirra. Ásta Jónsdóttir og Guðný Jósepsdóttir, báðar í kvenfélaginu. Það félag hefur unnið mikla og fórnfúsa sjálf- boðaliðsvinnu í lystigarðinum enda lætur árangurinn ekki á sér standa, því garðurinn er orðinn mikið augnayndi. Ég settist niður á grasbala og horfði á þær reyta ara og aðra óáran sem gerir oft skráveifur í svona görðum. Áður en varir er ég farinn að spjalla við þær og þær eru farnar að segja mér eitt og annað um þennan fal- lega garð. Ásta segir að fyrstu plönturnar hafi verið settar niður sumarið 1975. 300 fyrsta árið en Þröstur Eysteinsson starfsmaður Lystigarðsins á Húsavík, ásamt Sóleyju dóttur sinni. Ásta Jónsdóttir og Guðný Jósefsdótt Myndi hefði ég óskað þess miklu frem- ur að vera einhvers staðar í flekk úti á túni heima í Kinn.“ - Saknarðu sveitalífsins? „Já, það má eiginlega segja það, þar á maður sínar rætur. Samt sem áður líkar okkur vel að búa á Húsavík. Fólkið hér er gott og ég held að öllum líði vel.“ Óttar Viðar saknar sveitarinnar. síðan hefði árlega bæst mikið við. „Rotary-menn hafa verið mjög duglegir hérna í garðinum,“ segir Ásta. „Á hverju ári hafa einn eða fleiri fundir þeirra verið fólgnir í allskyns vinnu í garðinum. Póli- tísku flokkarnir voru líka með garðrækt og gríðarmikinn um- hverfisáhuga í fyrra fyrir kosn- ingar, enda sendu þeir vaskar sveitir hingað í garðyrkjuna.“ Ég spurði þær stöllur hver hefði átt hugmyndina að þessum lystigarði. Ásta sagði það ekki ljóst en tilgreindi nokkra aðila sem sýnt hefðu því máli áhuga á árum áður. Guðný benti á að enginn aðili hefði sýnt þessu máli Ullen dúllen í Sjallanum Revíuflokkurinn Úllen dúlien, ásamt hljómsveit Björgvins Halldórssonar verður í Sjallan- um um næstu helgi, laugar- dags-, sunnudags- og mánu- dagskvöld. Þessi sami flokkur fór um land- ið þvert og endilangt í fyrra og gerði stormandi lukku hvar sem hann kom. í Úllen dúllen flokkn- um eru Randver Þorláksson, Sig- urður Sigurjónsson, Björgvin Halldórsson, Magnús Kjartans- son og Þórhallur Sigurðsson sem betur er þekktur undir nafninu „Laddi“. Sýning Úllen dúllen byggist á stuttum försum sem tvinnast saman við tónlist af ýmsum toga. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Að loknum sýningum um helg- ar verður slegið upp dansleikjum þar sem hljómsveit Björgvins Halldórssonar sér um fjörið. Hana skipa auk Björgvins og Magnúsar Kjartanssonar þeir Hjörtur Howser, Haraldur Þor- steinsson og Smári Eiríksson. Landsreisa þeirra félaga hefst í Sjallanum um verslunarmanna- helgina en síðan verða þeir á Siglufirði 5. ágúst og í Miðgarði 6. ágúst. 7. ágúst verða kapparnir í Sjallanum á ný en 11. ágúst verða þeir á Húsavík. 6 - DAGUR - 27. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.