Dagur - 27.07.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 27.07.1983, Blaðsíða 9
„Austurlandahraðlestin“ á fleygiferð. Það skal tekið fram að Gunnar Gíslason var ekki að reyna sig í flikk flakk þeg- ar KGA tók þessa mynd - heldur stökk hann fram og reyndi að skalla knöttinn í netið. Það tókst ekki í þessari tilraun en Gunnar bætti um betur í seinni hálfleik. GLÆSILEGT HJÁ GUNNARI — þegar KA sigraði KS 2:0 Einherji ekki tapað í mánuð! - Þetta var mjög Ijúfur og kærkominn sigur, sagði Gústaf Baldvinsson, þjálfari og leik- maður með Einherja frá Vopnafirði eftir leik Einherja og Reynis sem heimamenn unnu 1:0. Það var Ólafur Ármannsson, fyrirliði, sem tryggði Einherja sigur er hann skoraði effír góða hornspyrnu Steindórs „Bobba“ Sveinssonar. Einherjar áttu mun meira í þessum leik og sköpuðu sér mörg góð færi og það kom því eins og reiðarslag fyrir þá er dómarinn dæmdi Reynismönnum vítaspyrnu nokkrum mínútum fyrir leikslok. Það var ekki frýni- leg sjón sem markvörður Ein- herja sá er hann leit út að víta- punktinum þar sem Júlíus Jónsson, einn skotharðasti leik- maður á íslandi, stillti knettinum upp. En Júlíusi brást bogalistin og í stað þess að senda knöttinn í netið þrykkti hannn honum beint í fangið á markverðinum. Hefur líklega ætlað að skjóta gat á hann. Hvað um það, vítaspyrnan fór forgörðum og er þetta í annað sinn í sumar sem Júlli misnotar víti. - Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur upp á síðkastið. Við töpuðum síðasta leik fyrir mán- uði á Siglufirði en síðan þá höf- um við halað stigin inn. 0:0 gegn KA hér á Vopnafirði, 1:1 gegn Völsungi á Húsavík, 2:0 heima gegn UMFN, 1:0 sigur gegn Víði í Garði og jafnt 1:1 gegn þeim hér heima og nú síðast þessi sigur á Reyni, sagði Gústaf Baldvins- son. - Þið stefnið kannski á sigur í deildinni? „Nei, við erum ekkert að hugsa um það. Við stefndum á að halda okkur í deildinni en það má vel vera að við getum endur- skoðað það nú eftir verslunar- mannahelgina, sagði Gústaf Baldvinsson, þjálfari „Spútnikk- anna“ frá Vopnafirði. ESE Snyrtileg mistök! íþróttafréttaritara Dags varð gróflega á í messunni um síð- ustu helgi. Svo gróflega að ekki er svo mikið sem reynandi að bera í bætifláka. Svona til að byrja með, þá sigr- uðu Svarfdælingar alls ekki Ar- roðann, heldur var sigurinn Ár- roðans. í klausunni um leik lið- anna rugluðust nöfn þeirra alveg, þannig að þar sem sagt er Svarf- dælir á að vera Árroðinn, og öfugt. Þetta er með dularfyllri villum sem fæðst hafa á ritstjórn Dags. í annan stað hét Vorboðinn skyndilega Árroðinn, til dæmis í myndtexta. Einnig í greininni um leik Vorboðans við Vask, þar var sífellt klifað á Árroðanum - al- gjörlega út í hött. Ef þessi furðulegu mistök hafa sært einhvern djúpu sári, er hon- um velkomið að mæta á ritstjórn Dags og láta skapsmuni sína bitna á íþróttafréttaritaranum. Annars biðjumst við innvirðu- lega afsökunar . . . KGA Tvö stórglæsileg mörk Gunn- ars Gíslasonar tryggðu KA sig- ur á KS á Akureyrarvelli á mánudagskvöldið. Bæði mörk- in voru skoruð eftir fyrirgjafir frá Hinriki Þórhallssyni en ein- staklingsframtak Gunnars samt mikið. Gaf aldrei tommu eftir og segja má að stórleikur hans hafl þarna tryggt KA sigur. Fyrra markið kom á 60 mínútu en þá átti Hinrik mjög góða send- ingu fyrir markið. Gunnar hljóp þá silalega varnarleikmenn KS af sér, tók knöttinn laglega niður og þrykkti honum í netið framhjá markverði KS. Aðeins tíu mínútum síðar fékk Hinrik knöttinn á hægri vallar- helmingi, að vísu kolrangstæður en það hindraði hann ekki í að - Við fórum auðvitaö til ísa- fjarðar til þess að ná í tvö stig en eins og þessi leikur spilaðist þá held ég að við getum verið þokkalega ánægðir með annað stigið, sagði Nói Björnsson í samtali við íþróttasíðu Dags eftir leik ÍBÍ og Þórs á ísa- fjarðarvelli. - Við byrjuðum leikinn mun senda laglega fyrir markið þar sem Gunnar kom á fleygiferð langt utan af velli, henti sér fram og hamraði knöttinn með höfð- inu í netið. Svo mikil var harð- fylgni Gunnars í þetta sinn að engu var líkara en að sjálf Aust- urlandahraðlestin væri þarna ljóslifandi komin. Sannkölluð ósérhlífni af Gunnari því litlu mátti muna að hann hafnaði á markstönginni er hann rann á eftir knettinum í netið. Fyrir utan þessi glæsilegu mörk var leikurinn frekar slakur á að horfa. Leikmenn áttu í mestu vandræðum með vindinn en KA- mönnum tókst þó öllu betur að hafa vald á knettinum. Lið KA lék þokkalega á köflum en þess á milli var ekki glóra í leik liðsins og sérstaklega var Erlingur mið- betur en ísfirðingarnir og sköp- uðum okkur mörg góð færi sem ekki nýttust. Ég, Bjarni, Jónas og Guðjón áttum allir góð mark- tækifæri en boltinn vildi ekki í netið. í seinni hálfleik þá byrjuð- um við heldur betur en ísfirðing- arnir sóttu heldur í sig veðrið og pressuðu stíft undir lokin án þess þó að skapa sér verulega hættu. Það varð annars allt vitlaust þeg- ar Jón Oddsson kom inn á sem vörður mistækur í leiknum. Átti að vísu í höggi við snögga fram- herja KS sem „stálu“ boltanum af honum hvað eftir annað. Gunnar Gíslason lék nú aftur með eftir meiðsli og hefði hans ekki notið við í þessum leik þá hefði KA ekki krækt í bæði stigin. Gunnar er leikmaður sem hefur þá hæfileika að geta unnið leik upp á eigin spýtur og sam- vinna hans og Hinriks Þórhalls- sonar er mjög góð. Um KS-liðið er ekki mikið að segja. Liðið spilaði þokkalega á köflum með miðverðina sem bestu menn en þess á milli stóð eki steinn yfir steini. Framherj- arnir Hafþór og Hörður eru að vísu ágætir leikmenn en þeir fá alls ekki nægilega aðstoð frá tengiliðunum. ESE varamaður. Allt trylltist á áhorf- endastæðunum og leikmenn ÍBÍ virtust allir eflast og styrkjast. En við stóðum af okkur sóknarlot- urnar, sagði Nói Björnsson. ísfirðingar bættu þarna enn einu stigi í sarpinn og það sama má segja um Þórsara sem nú eru komnir með 12 stig og því enn með í topp- og reyndar líka botn- baráttunni. ESE Hola í höggi tryggði sigur „Ég var í holukeppni við Pál Pálsson og það var allt jafnt hjá okkur þegar við komum að 18. holunni. Páll átti forgjöf þar svo „hola í höggi“ var nán- ast það eina sem gat tryggt mér sigurinn,“ sagði Jón Þór Gunnarsson, golfleikari, sem í fyrrakvöld fór „holu í höggi“ á Jaðarsvelli. Þeir Jón Þór og Páll voru að leika í undanúrslitum Olíubikars- ins og komu að 18. teignum í miklu sunnan roki. Jón Þór tók sér „wedge“ í hönd og kúla hans flaug í snyrtilegum boga og beint í holuna. Páll gat jafnað holuna með því að fara hana á tveimur höggum þar sem hann átti eitt högg í forgjöf en upphafshögg hans fór yfir holuna og munaði því litlu að hann endurtæki afrek Jóns Þórs. En kúla Páls rúllaði yfir holuna og hann fór á þremur höggum. Jón Þór hefur ekki áður fengið þetta draumahögg allra golfleik- ara, en það tryggði honum rétt til þess að leika í úrslitum Olíubik- arsins og þar verður mótherji hans „litli bróðir“ Héðinn Gunn- arsson. gk-- Jaðars- mótið um helgina Jaðarsmótið í golfl, eitt mesta golfmót sem fram fer Norðan- lands, verður háð hjá Golf- klúbbi Akureyrar um næstu helgi. í mótinu nú verða sem fyrr leiknar 36 holur, með og án for- gjafar, og hefst keppnin kl. 10 á laugardagsmorgun. Vitað er um mikla þátttöku í mótinu og hefur þannig heyrst af „innrás“ kylf- inga af höfuðborgarsvæðinu sem ætla að fjölmenna til mótsins. Jaðarsmótið hefur undanfarin ár gefið stig til landsliðsins. Nú er svo ekki lengur og Golfsamband íslands skellti íslandsmótinu ofan í Jaðarsmótið sem hefur í langan tíma farið fram um Verslunar- mannahelgina. Um leið var GA bannað að hafa þetta mót opið mót. En til var svar við því, mót- ið heitir nú boðsmót og er öllum kylfingum úr öllum golfklúbbum boðið að vera með. ÍBÍ - Þór 0:0 „AHt tiylltist á Isafiroi . . . . . . þegar Jón Oddsson kom inn á“ 27. júlí 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.