Dagur - 29.07.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 29.07.1983, Blaðsíða 5
Óskum eftir góðri stúlku, helst í námi til heimilisaðstoðar í fíeykjavík. Húsnæði og fæði. Lysthafendur sendi tilboó í pósthólf 772, fíeykjavík. Lífs á himni lækkar sól. Lifir engiaskarinn. Nú er hljótt um Norðurpól. Nú er Konráð farinn. Næstu vísu orti Guðni til Rós- bergs Snædal: Heimsókn þín varhérum daginn hjartanlega velkomin. Pú færðir okkur bros í bæinn. Bestu þakkir góði minn. Þessa vísu sendi Guðni Agli Jónassyni: Ég bið að andleg yfirsýn auki hjá þér framann. Mörg hefur vakið vísan þín vinarhug og gaman. Svo er sagt að hús sóknarprests- ins í Köldukinn sé byggt með þeim undrum að þak þess sé læst í miðju. Skal því ekki frek- ar lýst. Einhverju sinni stóðu þeir að byggingavinnu Einar Karl Sigvaldason á Fljótsbakka og þáverandi klerkur í Kinn ásamt fleiri mönnum. Vildi prestur halda uppi glaðværð og bað Einar Karl að yrkja. Að sjálfsögðu beindi skáldið stök- unni að presti: Hann erglaður. heillarsínagesti. Hefur svona næstum enga bresti. íbúðarhúsið er hjá þessum presti eins og kýr á þriggja vikna fresti. Að hætti margra Þingeyinga var Einar Karl enginn vinur Sjálf- stæðisflokksins. Hann orti: Morgunblaðið fegnir fá, fletta síðum breiðum, þeir sem hreiður eiga á auðvalds klækja heiðum. Næsta vísa er eftir Gunnlaug Ólafsson er var um skeið heim- ilismaður að Kálfborgará í Bárðardal. Dáinn 1933, að ég best veit. Pýtur í runni. það er haust. Poku slær á tinda. Björkin stendur ber, en traust blöðin jarðveg mynda. Umsjármaður þáttarins orti er verðir laga réðust að Speglinum og gerðu hann upptækan: Illt er að mega ekki klæmast eða níða landa sinn. Peir sem gera þetta dæmast. Pannig fór með Spegilinn. Par á andans eyðisandi áttir hafa strákar misst. Ennþá eru lög í landi. löng eða skammvinn tugthúsvist. En lyftingamönnum hættir ögn til að „gera sig digra“ í fleiri en einum skilningi: Hreykja sér og hrósa með látæði sínu og upp- hrópan í stað þess að vera aldrei látlausari í fasi og þögulli en þá er þeir hefja upp Grettistökin. Áhorfendur sjá þeim fyrir viður- kenningunni. Þegar við settum bát í gamla daga í grýttri vör eða sandfjöru þá æptum við undir átökunum: „Samtaka nú og hó og hæ“. Fátt þykir mér nú meira gaman en þegar lyftingamenn arga og beita öllum kröftum. Það finnst mér minna á fornhetjur okkar og berserki sem bitu í skjaldarrend- ur og grenjuðu þegar mikið stóð til. Almennt sagt er líkamsrækt nauðsyn og íþróttastarfsemi virð- ingarverð þó hún vilji oft lenda út í öfgar keppni og streðs. Eins virðist manni að iðkun íþrótta hafi ekki fullnægjandi ánægju- gildi í sjálfri sér; þátttakan verð- ur dræm nema eitthvert hvetj- andi mark sé sett upp í framtíðar- sýn, t.d. ferðalag, mót eða keppni upp á sigurvon. íþróttin ætti að vera markmið í sjálfu sér, ekki skyldukvöð þar sem umbun- in er einhver annars konar gleð- skapur. En hvað um það þá er þetta gott sjónvarpsefni. Bjarni Felix- son er góður gestur á skermi og efni hans mun áhugaverðara en sú „heimaleikfimi" og fólska sem nútíma kvikmyndir bjóða áhorf- endum. íþróttin vammi firrða Iþróttin „vammi firrða“ sú er Egill nefndi svo, íþrótt málsins, kemur hér mjög við sögu. Um fátt er meira rætt og ritað en kroppsíþróttir. Skiptir þá miklu að málfar sé gott og vammi firrt en á það vill æði oft skorta. Ung- lingar hlusta og lesa þegar um íþróttir er að ræða og af því læra börnin sem fyrir þeim er haft. Ég vildi óska að þessi „íþrótt“, sem ég tel mikilvægasta, verði ekki síður iðkuð og æfð til hins ýtrasta en hinar. Andlegir sila- keppir eru ekki mikið bermilegri en líkamlegir. ' >-Skovinnustofa Akureyrar+ augiysir: Addi Sport strigaskór og íþrótta- skór. Verð frá kr. 192. Addi Sport íþróttatöskur, 3 gerðir. Verð frá kr. 172. póstsendum. Skovinnustofa Akureyrar Hafnarstræti 88, sími 23450. fLeikja- og íþróttanámskeið Innritun á næsta námskeið verður þriðjudag- inn 2. ágúst kl. 10-12 í Lundarskóla, sími 23482. Hópferð á leik Völsungs og KA hinn 5. ágúst. Stuðningsmenn, sýnið nú stuðning ykkar og hafið samband við Gunnar Níelsson, sími 22287 eða 23379 fyrir hádegi á fimmtudag. Knattspyrnudeild KA. mri Ólafsfjarðarkaupstaður Starf bæjarstjóra Hér með er auglýst laust til umsóknar starf bæjarstjóra í Ólafsfirði. Upplýsingar um starfið gefa Ármann Þórðarsc n, forseti bæjarstjórnar sími: 96-62288 og Jón E. Friðriksson, bæjarstjóri, sími: 96-62214. Um- sóknum skal skilað til bæjarstjórans í Ólafsfirði, Kirkjuvegi 12, 625 Ólafsfirði. Umsóknarfrestur er til 12. ágúst 1983. Bæjarstjórinn á Ólafsfirði. Siglufjörður: Blönduós: Sauðárkrókur: Ólafsfjörður: Hrísey: Dalvík: Grenivík: Húsavík: Mývatnssveil: Kópasker: Raufarhöfn: Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 5, sími 71489. Guðrún Jóhannsdóttir, Garðabyggð 6, sími 4443. Gunnar Pétursson, Dalatúni 6, sími 5638. Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308. Heimir Áslaugsson, Norðurvegi 10, sími 61747. Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247. Kjartan H. Pálmarsson, sími 33112. Hafliði J óst einsson, Garðarsbraut 53, sími 41765. Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173. Sólveig Tryggvadóttir, Akurgerði 5, sími 52145. Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225. 2gþjújí1>1983 ^ ÐAOUB - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.