Dagur - 29.07.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 29.07.1983, Blaðsíða 7
þarf ekki annað en að horfa á unga fólkið sern vinnur við að hreinsa bæinn, þar er ekki iðjuleysið. Að vísu er orðið nokkuð um drykkju unglinga, en það er nú svo að þegar unglingar eru að sulla með vín þá er það bara í gríni. Ég drakk svolítið sjálfur hér í gamla daga og það var bara upp á grín. Á seinni árum vann ég oft mikið og var þreyttur, þá hvíldist ég betur á kvöldin ef ég fékk mér aðeins í staupinu. Já, ég gerði dálítið af því að fá mér aðeins út í kaffið á kvöldin. En ég tel mig ekki vera alkóhólista. Andstætt við drykkju unglinganna, þá er það yfirleitt vegna einhvers sálarangurs sem menn eru að drekka þegar þeir eru orðnir eldri. Búinn að skrifa nóg Ég hef alltaf verið heilsugóður og lífið hefur verið dásamlegt. Þangað til í vetur, að ég missti konuna mína, það var óskaplegt áfall og óbætanlegt. Ég var nú að telja það saman um daginn að ég hef víst skrifað í allt 17 bækur. Og það er víst komið nóg. Jú, ég yrki hefðbundið, ég get varla sagt að ég hafi neitt fengist við þetta svokallaða atómform. Hann heldur því fram, Gísli Jónsson, í formálanum að afmælisritinu að í fyrstu bókinni minni sé ég með órímuð ljóð. Það er alveg rétt og þau Ijóð eru í rauninni með því skásta í bókinni. En ég hef alltaf haldið því fram og ég vil undirstrika það að það er hvorki rímið né rímleysan sem gefur ljóðinu það gildi sem það hefur. Einhver mesta vitleysa sem sést hefur í íslenskum bókmenntum hefur verið rímuð. En aftur á móti eigum við líka gull í rímuðum ljóðum. Nei, kveðskapurinn hefur lítið breyst hjá mér gegnum árin. Það er þá helst að ég hafi farið að vanda mig meira. Ég hef þroskast og gert mikið af því að búa til nýja bragarhætti, ég er orðinn leiður á þeim gömlu. Ég þorði nú ekki að segja það í minningabókinni „Þannig er ég viljirðu vita það“, að ég er orðinn leiður á þríliðunum hans Þorsteins Erlingssonar og það er varla nokkur einasta lína í mínum kvæðum í seinni tíð sem er þríliða. Allt saman tvíliður. Reyndar hef ég alltaf kunnað betur og betur að meta Þorstein eftir því sem tíminn líður. Hann var auðvitað eitt af blómunum í skáldastéttinni á sinni tíð. En hann dó ungur. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. En þeir sem guðirnir elska ekki, þeir verða áttræðir. Atómbransinn Fólk ætti að fara varlega við að andskotast út í atómskáldin því þegar nánar er að gáð eru þeirra á meðal tveir af okkar þekktustu og dáðustu höfundum. Þeir Jóhann Sigurjónsson og Jóhann Jónsson. kki - þeir ver , rithöfund, sem er áttræður Viðtal og mynd: KGA Af þeim fáu ungu höfundum sem ég þekki í atómbransanum þykir mér Stefán Hörður Grímsson einna líklegastur til að gera góða hluti. Lakast finnst mér þó þegar skáld sem ég hef miklar mætur á og eru að mínum dómi mjög skyld mér, þar vil ég nefna Guðmund Böðvarsson frá Kirkjubóli, láta undan þeirri pressu að ríma ekki. En ég vil líka taka fram að í því rímlausa hjá honum var alltaf eitthvert vit. Einhver angandi fegurð. Og þannig hafa ntörg gróin n'mskáld látið undan þessari pressu - til að þóknast nútímakrítíkinni, skulum við segja. Sjálfur hef ég aldrei látið undan, heldur farið yfir í nýja hætti sem ég hef búið mér til sjálfur. Allt úr raunveruleikanum Það hefur líklega verið 1962 að ég I sagði við sjálfan mig, hingað og ekki lengra. Nú skaltu ekki yrkja fleiri ljóð. Ég sveik það nú aðeins, það eru fáein ljóð í kverinu mínu „Undir hauststjörnu“. Þá fór ég að setja saman sögur. Að vísu hafði ég gert það áður, það var þegar ég var strákur og á móti ljóðum. En það var semsagt árið 1962 að það voru að bögglast í mér atburðir sem ég þekkti til úr fæðingarsveit minni, byggðar á minni eigin reynslu eða annarra. Og ég sagði við sjálfan mig að nú væri best að setjast niður og koma þessum sögum á blað. Þá gerðist það sem er einsdæmi hvað mig varðar, að ég er hér heima að kvöldlagi og sest niður við skrifborðið og lauk við sögu af þessu tagi um kvöldið. Þetta er býsna löng smásaga. Ég vélritaði hana síðan upp um nóttina. En ef einhver hefði farið að spyrja mig um hvað sagan fjallaði þá hefði ég varla munað meira en að eitthvað var minnst á ákveðinn bæ á Langadal. Þetta var sagan „Tveir raftar“ og var fyrsta smásagan mín sem kom á prent. Þess vegna þykir mér einna vænst um hana af mínum sögum - hún er kannski ekki sú besta, það má alltaf deila um hvað er best. Tveir raftar er í raun sönn saga. Og allar mínar sögur, að einni undantekinni, eru spunnar úr raunveruleika. Til dæmis sagan Mýrarþoka, í afmælisritinu, segir alveg frá minni lífsreynslu. Ég missti tvær systur mínar með fárra vikna | millibili, aðra 17 ára og hina 14 ára. Og ég vakti yfir þeirri yngri í tjaldi heilt sumar. Erlendir höfundar Það hefur orðið geysileg breyting á íslenskum bókmenntum á seinni árum. Kannski er hún til góðs, en sjálfur er ég ckki of hrifinn af henni. Átómformið er á undanhaldi og ég held að rímið muni taka aftur við. Margir þeirra sem nú eru fremstir í ljóðagerð hér á landi hafa aldrei yfirgefið rímformið alveg. Þar má nefna Snorra Hjartarson. Annars er ég mest í útlendum höfundum, eins og ég nefndi áðan. Erskine Caldwell þykir mér til dæmis stórkostlegur. Og það var svolítið skemmtilegt hvernig ég kynntist bókum hans. Þannig var, að eitt sinn þegar ég var kennari við Gagnfræðaskólann, mætti ég Ármanni Helgasyni, kennara, þar á ganginum og hann segir mér af góðri enskri bók sem hann hafði komist yfir. Eftir sama höfund og Dagslátta drottins og Tóbaksvegurinn. Nú, ég skammaðist mín fyrir að viðurkenna að ég kynni vart ensku, það litla sem ég kunni lærði ég í Alþýðuskólanum á Hvammstanga. Svo að ég fékk bókina hjá honum. Og það get ég sagt þér að þá bók las ég mér til mikillar ánægju, hún er skrifuð á einföldu og góðu ntáli. Síöan hef ég sankað að mér öllu sem ég hef fundið eftir Caldwell. En ég er ekki að segja að ég telji hann fremstan sinna ; samtíðarhöfunda I Aldrei verið klámhöfundur Af íslenskum höfundum? Ég les náttúrlega Laxnes, hann ber af þeim öllum, lifandi og dauðum. Ég get ekki sagt að ég sé verulega hrifinn af neinum öðrum. Fyrstu bók Guðbergs Bergssonar las ég á sínum tíma, Tómas Jónsson metsölubók, en hún höfðaði ekki til mín. Aðra bók hef ég jú lesið eftir hann, Ástir samlyndra hjóna. Þar segir meðal annars af hjónum sem eðla sig úti á götu og ef ég hefði skrifað það þá hefði ég eflaust verið kallaður klámhöfundur. Ólafur Jónsson, bókmenntagagnrýnandi. íaði að því í ritdómi um Svartárdalssólina að það holdlega sæti heldur í fyrirrúmi hjá mér. En klámhöfundur hef ég aldrei verið. Ég hef lýst ástríðum fólks á mannlegan og kurteisan hátt, en aldrei verið grófur. í seinni tíð Ég hef ferðast mikið í seinni tíð. Konan mín sagði einu sinni að við myndum hafa komist í kvnni við 9 > þjóðlönd. Líklega er þaö rétt. Eftir að konan min dó hefur mig | langað dálítið til að halda áfram að j skrifa endurminningar mínar, ég í komst ekki nema vestur í Miðfjörð í í síðustu bók. Það hafa margir skorað á mig aö halda áfram. Ég veit ekki jj hvað verður, en hitt veit ég að ef hún verður einhvern tíma skrifuð þá mun hún heita Skrítlubók um skáld. Það getur varla heitið að ég lesi 1 bók núorðið. Það er þá helst að ég hvartli aftur í eitthvað sern ég las | þegar ég var strákur, Stikkilsberja- ; Finn og því um líkt. Ég geri ákaflega , lítið af því að fara í heimsóknir og I þá ekki nema stranglega boðinn. Og I það er nú svo skrítið með mig að ég lokast einhvern veginn inni í sjálfum mér. Nema þegar einhver kernur í | heimsókn, þá get ég talað öll ósköp- | eins og þú hefur fengið að heyra. 29. júlí 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.