Dagur - 29.07.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 29.07.1983, Blaðsíða 8
Teppahreinsun - Teppahreins- un. Hreinsið teppin sjálf. Leigjum út nýjar hreinsivélar til hreinsunar á teppum, stigagöngum, bíla- áklæðum og húsgögnum. Teppa- land, Tryggvabraut 22, sími 25055. 2ja eða 3ja herb. íbúð óskast til leigu í a.m.k. þrjá mánuði. Uppl. í síma 26668 eða 31171 næstu daga. Barnagæsla. Óskum að ráða 12- 14 ára gamla stúlku. Uppl. í síma 25092 eftir kl. 7 á kvöldin. Nýleg frystikista til sölu eða í skiptum fyrir góðan isskáp, óska einnig eftir að kaupa ódýran svefnbekk. Upp. í síma 26827. 1/2 árs gömul Völund þvottavél til sölu. Greiðsluskilmálar. Uppl. í síma 21770. Ungt par, óskar eftir 2ja herb. íbúð á leigu. Uppl. í síma 24362. 2ja herb. íbúð í Smárahlíð til leigu í 1 ár. Fyrirframgreiðsla. Til- boð leggist inn á afgreiðslu Dags merkt: „234“. Samkomur Lautenant Miriam Óskarsdóttir syngur, talar og stjórnar samkomu Hjálpræðishersins að Hvannavöll- um 10 á sunnudag, 31. júlí, kl. 20.30. Allir velkomnir. Kaup________________ Óska eftir að kaupa barnabil- stól. Uppl. í sima 22943. Óska eftir að kaupa Blazer eða hliðstæðan jeppa árg. '74-77, með bilaða bensínvél. Hluti kaup- verðs greiðist með Ch. Vegu stat- ion, skoðuðum '83. Lysthafendur leggi nöfn sín og símanúmer í pósthólf 861, Akureyri. Hreingerningar - Teppahreins- un. Tökum að okkur teppahreins- un, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. í síma 21719. Ritstjórn Auglýsingar Afgreiðsla Sími (96) 24222 Ég þíikka Kvennadeild SVFÍá Akureyri og öllum ödrum ergerðu mér ógleymanlegan 90 ára afmæl- isdaginn. Gud þakkar fyrir mig. SESSELJA ELDJARN Móðir okkar og systir, ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Höskuldsstöðum, sem andaðist 25. júlí á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri verður jarðsungin frá Munkaþverárkirkju miðvikudaginn 3. ágúst kl. 2 e.h. Börn og systir hinnar látnu. Eiginmaður minn og faðir okkar, TRYGGVI GUNNARSSON, Tjarnarlundi 11e, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 27. júlí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. ágúst kl. 13.30. Ólöf Ragnheiður Helgadóttir, börn og tengdabörn. Mórautt í Hörgá - Það sagði mér maður sem var við veiðar í Hörgá fyrir skömmu að það þýddi ekki að reyna að veiða þar. Áin er kolmórauð vegna hitanna og leysinganna og það er vonlaust að ætla að veiða þar fyrr en eftir mánaðamót, sagði Frímann Guðmundsson, sem selt hefur veiðileyfi í Hörgá og Öxnadalsá, í samtali við Dag. Að sögn Frímanns veiddist vel í ánum í fyrra - mikið af vænni bleikju en vatnasvæði þessara áa er mjög mikið og skemmtilegt. Hægt að veiða allt inn að Bakka- seli. - Það er því bara að bíða og vona að þetta skáni, sagði Frí- mann Guðmundsson. Uppselt á efsta svæðið í Eyjafjarðará Nú er uppselt á efsta svæðið í Eyjafjarðará í ágúst. Að sögn Einars Long, hjá Eyfjörð, sem selt hefur leyfi í ána, þá hefur verið reytingsveiði á öllum si'æð- um en lax hefur ekki fengist ennþá. - Þetta hefur verið ágætis sil- ungur sem veiðst hefur en menn geta vart gert sér vonir um lax fyrr en í ágúst, sagði Einar L,ong. Reytingsveiði í vötnum Verslunin Eyfjörð hefur enn fremur til sölu veiðileyfi í Ána- vatn og Ljósavatn og hefur veiði þar verið þokkaleg. Reytings- veiði, eins og Einar orðaði það. Úr Ánavatni fæst yfirleitt mjög vænn silungur en silungurinn úr Ljósavatni er smár en mjög góð- ur pönnufiskur. Laxárveiði Samkvæmt upplýsingum Einars Long þá hefur veiði í landi Syðra- Fjalls í Laxá gengið ágætlega og maður sem var þar við veiðar um síðustu helgi fékk 15 væna urriða og varð var við lax. Á urriðasvæðinu í Laxá hefur veiði einnig verið ágæt og stærsti urriðinn sem kominn er á land var 68 cm á lengd og 9 pund á þyngd. Vel spikaður sá en sleppa verður öllum fiskum á urriða- svæðinu sem ekki ná því að vera 40 cm á lengd. Aðeins er leyfi- legt að veiða á flugu. Víða er mjög fallegt og veiðilegt við Laxá. Verslunarmannahelgin í Sjallanum Laugardag - sunnudag - mánudag: IV2 tíma prógramm úr Úllen dúllen revíunni. Miðasala og borðapantanir í Sjallanum hjá yfirþjóni alla daga frá kl. 16-19. Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi. Matseðill laugardag og sunnudag: Rjómalöguð kjörsveppasúpa bragðbætt með sherry. §§§ Sinnepssteikt heiðarlamb framreitt með pönnusteiktum beikonkartöflum, estragonsósu, snittubaunum og salati. Tilboðsverð kr. 360. Mánasalur opinn alla daga Salatbar í hádeginu. - Sá besti norðan Alpafjalla. Matseðill mánudag: Innbakaður hamborgararhryggur, framreiddur með rósinkáli, steiktum kartöflum, fylltum tómötum og salati. §§§ Súkkulaðibolli fylltur með ferskum ávöxtum í líkjör. Verð kr. 400 Aðgangseyrir fyrir matargesti aðeins kr. 100.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.