Dagur - 03.08.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 03.08.1983, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMIÐIR . SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 3. ágúst 1983 84. tölublað 55 Sennilega hafa þau verið skítug" - Róleg helgi hiá logreglu „Þetta var rólegra en rólegasta helgi," sagði Sigurður Björnsson, yfirlögregluþjónn í Ólafsfirði, aðspurður um hvernig umferðamesta helgi ársins, verslunarmannahelgin, hefði gengið fyrir sig í Ólafs- firði. Kollegar Sigurðar á Dalvík og Siglufirði höfðu svipaða sögu að segja. „Þetta var nú eins og draugabær hér," sagði Stefán B. Einarsson, lögregluþjónn á Dalvík, en þar og í Ólafsfirði var talsverð umferð aðkomufólks, sem stoppaði stutt. „Það var dansleikur hér á staðnum, sem var hvorki verri né betri en venjulega," sagði Ólafur Jóhannsson hjá lögregl- unni á Siglufirði. „Svo voru krakkarnir með smá prakkara- strik. Hér voru framin smáinn- brot og sennilega hafa krakkarnir verið skítug greyin, því þau gerðu sig heimakomna í sund- laugina, þar sem þau svömluðu og létu sér líða vel í heita pottin- um," sagði Ólafur Jóhannsson. «*¦¦¦¦>¦>¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦ Nú fara aliir út að skokka - sjá bls. 4 Hvernig ganga þeir um í Ónguls- staðahreppi? sjá bls. 9 —i ¦MWM^ . Jaðarsmótið ils.9 „Þetta gengur ágætlega, ég reyni að vera ódýrari en verslanirnar og hef haft nóg að gera í dag," sagði Italinn Cosimo, sem selur Akureyringum og öðrum sem leið eiga um Ráðhústorgið, nýja ávexti. Hann vonaðist til að geta bráð- lega boðið upp á ávexti frá Sólbergi. Mynd: KGA Eyjafjörður: Heyskap víða lokið „Eg reikna með að heyfeng- ur bænda framan Akureyrar verði víðast hvar í slöku meðallagi að magni til, en á móti kemur mjög góð verk- un á heyinu," sagði Jóhann- es Sigurgeirsson bóndi á Öngulsstöðum í Önguls- staðahreppi, að spurður um heyskaparhorfur í framsveit- um Eyjafjarðar. Það kom fram í samtalinu við Jóhannes, að margir bændur í nágrenni við hann hafa lokið hey- skap og aðrir eru langt komnir. Þó er þetta misjafnt, eins og gengur, og nokkrir bændur slá hluta af túnum sínum upp, þ.e. slá þau tvisvar. „í heild held ég að útlitið sé alls ekki slæmt hér í héraði, ég hugsa að það verði ekki langt frá meðalheyskap, ef tíðin verður þolanleg næstu vikumar," sagði Ævan Hjartarson, ráðunautur hjá BuiK!<',arsambandi Eyjafjarð- ar, í samtali við blaðið. Hann var sammála Jóhannesi um ástandið framan Akureyrar og það sama ætti við um sveitirnar næst Akur- eyri að norðan. En í utanverðum firðinum, t.d. í utanverðum Arn- arneshreppi og á Arskógsströnd, svo ekki sé minnst á Ólafsfjörð, væru heyskaparhorfur mun verri. Hins vegar væri spretta góð í Svarfaðardal og þar hefði hey- skapur gengið vel. Onqulsstaöahrepp aer húsmæðraskól; fær Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu samþykkti á aukafundi í gær- kvöldi að selja Öngulsstaða- hreppi hlut sýslunnar í húsi húsmæðraskólans að Lauga- landi, á grundvelli þeirra samningsdraga sem láu fyrir fundinum. Aður hafði Dal- víkurbær samþykkt að selja Öngulsstaðahreppi sinn hlut í skólahúsinu. Þar með á Öngulsstaðahreppur 30% í húsinu en ríkissjóður á af- ganginn. Húsmæðraskólanum að Laugalandi var síðast sagt upp fyrir 8 árum en þá hafði aðsókn að skólanum farið minnkandi ár frá ári. Síðan hefur húsnæðið lít- ið sem ekkert verið nýtt. Hita- veita Akureyrar hafði þar að- stöðu á meðan framkvæmdir stóðu yfir að Laugalandi og áður hafði verið rekið heilsuhæli í skólanum yfir sumartímann. Annað hefur húsið ekki verið notað en á sama tíma hefur ur ann grunnskóli Öngulsstaðahrepps búið við þröngan húsakost skammt frá. „Eftir þessa samþykkt sýslu- nefndar sé é ekki að annað sé eftir en að ganga frá formsat- riðum," sagði Hörður Garðars- son, oddviti Öngulsstaðarhrepps, í samtali við Dag í morgun, en hreppurinn hefur barist fyrir því í mörg ár að fá húsnæði hús- mæðraskólans keypt. „Húsið verður að mestu leyti nýtt fyrir grunnskóla hreppsins. Við erum hins vegar búnir að tapa tíma þannig að ekki verður hægt að gera nauðsynlegar endurbætur á byggingunni í sumar. Það verður því að líkind- um ekki nema hluti af starfsemi grunskólans sem flytur inn í gamla húsmæðraskólann í haust," sagði Hörður Garðarsson í lok samtalsins. Brugðið getur til beggja vona með kartöfluuppskeru :;if:;::;,:!\:...';, ¦¦¦; ¦: ;¦¦. \ ¦ ¦ ; ' .-.¦'¦......' Meðaluppskera \*f „Við verðum að spá góðu huusti og vona síðan hara það besta," sagði Sigurgeir Garð- arsson, bóndi á Staðarhóli í öngulsstaðahreppi, en hann og synir hans settu kartöflur niður í 12 ha lands í vor. Tíðin næstu vikurnar sker úr um uppskeruna. Sigurgeir sagöi, að bestu garð- arnir væru um 2 vikur á eftir meðálsprettu, en það væru líka til garðar sem væru yonlititr. Ástæðan fyrir mismunandi ástandi garðanna væri sú, að niðursetning hefði tafist í vor vegna bleytutfðar. I>að kom fram í samtajinu viö Sigurgeir, að litlu munaði að kartöfiugrös féliu að- faranótt þríðjudagsins, en þoka bjargaði málum, Sigurgeir taldi, að grösin yrðu að standa fram urn 20. september til að uppskeran yrði einhver áð ráði. „En það verður aldrei amiað en léleg upp- skera, allavega er mjög hæpið að yið náum meðaluppskeru,'" sagði Sigurgeir Garðarsson í lok sam- talsins. :;.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.