Dagur - 03.08.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 03.08.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Merkisafmæli í byrjun júní átti Samband ungra framsóknar- manna 45 ára afmæli, sem hiklaust má telja merkisafmæli, enda hafa samtökin um margt átt merkilegan og litríkan feril. SUF var stofnað á Laugarvatni árið 1938 og á löngum ferli hefur SUF og aðildarfélög þess fóstrað marga af bestu forystumönnum flokksins. Innan raða ungra framsóknarmanna hafa þeir og aðrir haf- ið fyrstu afskiptin af landsmálunum. Fyrsti for- maður SUF var Þórarinn Þórarinsson, fyrr- verandi alþingismaður og núverandi ritstjóri Tímans, en í dag gegnir Finnur Ingólfsson for- mennskunni. Allt frá upphafi hefur Samband ungra fram- sóknarmanna - og aðildarfélög þess, sem nefn- ast Félög ungra framsóknarmanna, haft ótví- ræð áhrif á störf og stefnu Framsóknarflokks- ins, enda er í lögum flokksins skýrt kveðið á um hver séu réttindi og skyldur SUF og eru sam- tökunum tryggð áhrif í æðstu valdastöðum flokksins. Til dæmis á formaður SUF sæti í miðstjórn flokksins og SUF á fulltrúa í fram- kvæmdastjórn hans. Um 40% fulltrúa í mið- stjórn Framsóknarflokksins eru á „SUF-aldri“ og er alveg víst að jafn hátt hlutfall ungs fólks er ekki að finna í æðstu valdastofnun stjórn- málaflokks hér á landi. Tilgangurinn með starfi ungra framsóknar- manna er að sjálfsögðu m.a. sá að kynna ungu fólki störf og stefnu flokksins og fá það til að ganga til liðs við hann. Sem betur fer hefur for- ysta SUF orðið æ betur vör við þá staðreynd að ungt fólk hefur sífellt meiri áhuga á Framsókn- arflokknum — um leið og það hafnar öfgum til hægri og vinstri. Þessi staðreynd hefur m.a. auðveldað mjög stofnun nýrra aðildarfélaga, en fyrr á þessu ári sáu þrjú slík dagsins ljós í fyrsta sinn og eitt var vakið úr dvala. Fyrirhugað er að stofna nokkur ný FUF-félög síðar á þessu ári. Fyrr á árinu hóf SUF útgáfu á nýju tímariti, Þjóðmálaritinu SÝN, en með tilkomu þess rætt- ist gamall draumur þar sem útgáfa af þessu tagi hefur lengi verið á stefnuskrá samtakanna. í ávarpi ritnefndar í fyrsta tölublaðinu segir m.a.: „Von okkar, sem að þessu riti stöndum, er að það megi verða til þess að auka umræður um hugsjónagrundvöll Framsóknarflokksins, glöggva og skerpa sýn okkar sjálfra í þeim efn- um og skapa nokkurt mótvægi gagnvart and- róðri þeirra afla í þjóðfélaginu sem andvíg eru hugsjónum okkar framsóknarmanna." Það hlýtur að vera öllum framsóknarmönnum gleðiefni að ungliðahreyfing flokksins skuli sjá sér fært að hefja útgáfu á riti á borð við Þjóð- málaritið SÝN og það er rétt að hvetja þá sömu til að gerast áskrifendur að ritinu. Núverandi stjórn SUF hefur ýmislegt á prjón- unum, svo sem enn frekara útgáfustarf og auk- ið æskulýðsstarf og hin ýmsu FUF félög munu ekki láta sitt eftir liggja. Það er hverjum stjórnmálaflokki mikilvægt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að innan hans sé starfandi dugmikil hreyfing ungra karla og kvenna sem vilja flokknum vel. Slík hreyfing er til innan Framsóknarflokksins og verða jákvæð áhrif hennar á flokkinn seint fullmetin. áþ. / „Eg minnist þess að þegar ég var um það bíl 12 ára gömul ákvað ég að taka þátt í Norrænu sundkeppninni og synda þá 200 metra sem til var ætlast. Mér tókst með herkjum að synda þá vegalengd og skreiddist síðan heim með blóðbragð í munninum og lá fyrir það sem eftir var dags.“ „JAFN ÓMISSANDI OG AÐ BURSTA TENNURNAR“ Þannig farast Sigrúnu Stefáns- dóttur, fréttamanni, orð í for- mála að nýútkominni bók sem hún hefur tekið saman. „í fullu fjöri, heilsurækt fyrir alla“, nefn- ist bókin, en við skulum gefa Sig- rúnu orðið áfram: „Þegar ég var við nám í íþróttakennaraskóla íslands, um það bil 10 árum síðar, komst ég að raun um að ástæðan fyrir þolleysi mínu hafði verið sú að ég andaði ekki rétt þegar ég synti. Með öðrum orðum, ég kunni ekki að nota líkama minn rétt. Eftir að ég hafði lært rétta öndun gat ég allt í einu synt 1000-1500 metra án þess að mæðast. Núna, 36 ára gömul, leik ég mér enn að því að synda þá vegalengd án þess að mæðast. Undanfarin 2 ár hef ég stundað líkamsrækt, hlaupið og gert lík- amsæfingar á hverjum degi. í þetta fer um það bil klukkustund á hverjum morgni. Það er auð- velt að telja sér trú um að það sé ekki tími fyrir Iíkamsrækt af þessu tagi. En sú stund sem í þetta fer skilar sér margfaldlega. Ég fór þá leið að vakna fyrr á morgnana, þannig að ég tek ekki tíma frá neinu eða neinum þegar ég fer í gegnum æfingarnar. Lík- amleg vellíðan eykur vinnuþrek og lífsgleði og það er sannarlega ólíkt að fara í vinnuna eftir að hafa verið úti og hlaupið, farið síðan í gott bað og borðað morg- unverð, eða að skríða svo til beint upp úr rúminu, út í bíl og setjast við skrifborð syfjaður og úrillur. Ef einhver hefði sagt mér fyrir þremur árum að ég ætti eftir að verða í hópi þeirra sem æða um göturnar á hinum ólíklegustu tímum sólarhringsins, að því er virðist í algjöru tilgangsleysi, þá hefði ég hlegið. Nú verð ég hins vegar að játa að ég er þakklát fyrir að vera í þeirra hópi og hvet aðra til þess að koma líka. Það er auðveldara en það sýnist. Hlaup, sund, leikfimi, skíðaiðkanir; það er ekki meginatriðið hvað er stundað. Aðalatriðið er að hafa ánægju af þeirri íþrótt sem mað- ur kýs að stunda og að hún veiti alhliða og næga hreyfingu. Til að byrja með er erfitt að hafa sig af stað og harðsperrur gera vart við sig en með reglu- legri þjálfun hverfa þær fljótt og þessi þáttur verður jafn ómiss- andi liður og það að bursta tenn- urnar. Þeim tíma sem varið er til þjálfunar líkamans er vel varið og hann skilar sér aftur margfald- lega. Ef til vill ekki alveg rétt fyrstu vikurnar, en fyrr en marg- an grunar. Þessi bók hefur að geyma fjöl- breytt æfingasafn sem hentar fyrir karla og konur á öllum aldri og vonandi verður hún gagnleg handbók þeim sem hafa áhuga á að öðlast betri heilsu og stæltan líkama. Það er aldrei of seint að byrja og í þessari bók eru æfingar fyrir alla aldurshópa, og fyrir fólk með ýmsar sérþarfir, eins og bak- veikt fólk og barnshafandi konur.“ Þetta segir Sigrún og daglega eignast hún og aðrir „trimmarar“ skoðanabræður og systur. Fasta- gestum sundlauga fjölgar hægt og sígandi og margir notfæra sér þá ágætu aðstöðu sem komið hefur verið upp í Kjarnaskógi. Enda kemur fram í bók Sigrúnar að það er ekki að ástæðulausu, því líkami sem ekki er í þjálfun getur aðeins nýtt sér 27% þeirrar orku sem hann býr yfir, en þjálfaður einstaklingur fer létt með að nýta 56% líkamsorkunnar. Bókinni er skipt í 16 kafla. í upphafi gerir Sigrún grein fyrir þörf líkamans fyrir hreyfingu og hverjar breytingar verða á hon- um með aldrinum. Síðan taka við æfingakaflar með almennum æf- ingaáætlunum fyrir konur og karla á öllum aldri. Margar teikn- ingar og ljósmyndir prýða bók- ina, lesendum til glöggvunar. ■ - Sigrún Stefánsdóttir, fréttamaður, sendir frá sér vandaða bók um heilsurækt 4 - DAGUR - 3. ágúst 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.