Dagur - 03.08.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 03.08.1983, Blaðsíða 6
Hún kom til Akureyrar í síðustu viku, nýja Esjan í sinni fyrstu ferð hringferð um landið. Það voru margir sem höfðu áhuga á að skoða hið nýja fley þar sem það lá bundið við bryggju Utgerðarfélags Akureyringa. Það vakti athygli hversu hátt skipið er. Það kemur til af því, að hugsað er fyrst og fremst um að vel fari um allan varning um borð. Lestun og losun fer öll fram um rúm- góðar lúgur á hliðum skipsins og skut og er mögulegt að aka þungum tækjum um borð um skutopið, þ.e.a.s. þeim tækjum sem ekki er hægt að koma um borð með 35 tonna krana sem er á skipinu. En mönnum bar saman um að ekki væri skipið fallegt á að horfa, enda ekkert skemmtiferðaskip. En það eru einmitt þau sem eru byggð með það fyrir augum að vera falleg. Samt er nýja Esjan með yfirbragð, sem virtist heilla menn. Síðar þennan dag sem Esjan stansaði á Akureyri var almenningi gefinn kostur á að skoða skipið. Blaða- maður Dags brá sér um borð og ræddi við skipsstjóra, hönnuð skipsins, vélstjóra, háseta og umboðsmann Ríkisskips á Akureyri. Esja hin nýja. komm - en ekki er h Bogi Einarsson skipsstjóri í brúnni. Gott skip „Þetta er gott skip og lætur vel að stjórn,“ sagði Bogi Einars- son, skipsstjóri á hinni nýju Esju, er blaðamaður hitti hann í brúnni. Bogi útskýrði allt og tíundaði kosti hins glæsilega skips. Nóg var af tækjum sem þurfti að fylgj- ast með. „En þetta er allt til að létta okkur störfin um borð. Hérna er allt það fullkomnasta sem völ er á í dag, enda má segja að skipið sigli sér sjálft, við þurf- um aðeins að fylgjast með og grípa inn í ef eitthvað bilar,“ seg- ir Bogi. - Hverjar eru helstu breyting- arnar frá þeirri gömlu? „Helstu breytingarnar eru að öll vinnuaðstaða er miklu betri. Það gera þessar stóru hleðslulúg- ur sem á skipinu eru, bæði á hlið- um og skut. Öll vinna á að geta verið stórvirkari og auðveldara fyrir menn að vinna við lestun og losun, því krani skipsins er afar stór. Hann tekur 35 tonn sem auðveldar alla þungaflutninga frá því sem áður var. - Hvað um farþegaflutninga sem voru miklir á árum áður? „Farþegaflutningar hafa minnkað verulega frá því sem var fyrir nokkrum árum, en í skipinu eru tveir tveggja manna klefar fyrir farþega. Aðaláherslan er lögð á vöruflutningana," segir Bogi Einarsson skipsstjóri á nýju Esju og við óskum honum og hans mönnum til hamingju með glæsilegt skip. Alls staðar koma Ríkisskip við „Það er draumur allra að skipaútgerðin eignist 3 svona skip,“ sagði Jón Samúelsson, umboðsmaður Ríkisskipa á Akureyri, í samtali við Dag. „Tilkoma þessa skips breytir öllu, því eftirspurn hefur farið stórlega vaxandi og því hægt að bjóða upp á stóraukna þjónustu jafnframt betri vörumeðferð," segir Jón. Það má segja að skip Skipaút- gerðarinnar komi tvisvar í viku hverri á 30 hafnir á landinu. Alls sigla skipin á 53 hafnir. Fferðir skipanna til Akureyrar eru um 100 á ári, svo það er ekki svo lítil þjónusta sem þau veita. Skipaút- gerðin hefur tekið að miklu leyti að sér alla flutninga út á land fyrir stærri skipafélögin, þannig að þau flytja vöruna utanlands frá til Reykjavíkur en síðan taka Ríkisskip við og flytja varninginn vítt og breitt um landið. Það er sama hvort búa 15 manns á staðnum eða 15.000 manns, alls staðar koma Ríkisskip við,“ segir Jón Samúelsson. Hann er umboðsntaður Ríkisskipa á Akureyri, Jón Samúelsson. „Ter veitu „Eg er búinn að vera á sjó síð- an ég var 14 ára, það var 1965 að ég var vikadrengur í vél á gamla Goðafossi,“ segir 2. vélstjóri á Esjunni Magnús Helgason. Það var að heyra á öllu að Magnús kann tökin á tækninni. Hann rakti nöfn og númer á öllu. En það verður að segjast eins og er að það fór inn um annað eyrað og út um hitt hjá blaðamanni sem þekkti hvorki haus né sporð á þeim búnaði sem var á yfirráða- Líður best í vélardyninum. Magnús Helgason byrjaði 14 ára á sjó. 6 - DAGUR - 3. ágúst 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.