Dagur - 03.08.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 03.08.1983, Blaðsíða 8
Bílbelta- happdrætti Mánuðina ágúst og september n.k. hyggjast lögreglan og Um- ferðarráð örva notkun bílbelta á íslandi. Samkvæmt lögum ber ökumönnum og farþegum þeirra í framsæti aö nota bílbelti. Lög- reglan um allt land mun dreifa viðurkenningarbæklingum, sem jafnframt eru númeraðir happ- drættismiðar til þeirra sem nota beltin og hefst dreifing þeirra um verslunarntannahelgina. Dregið verður vikulega um 12 til 13 vinn- inga hverju sinni. Fer dráttur fram á miðvikudögum og verður dregið alls níu sinnum um 110 vinninga að verðmæti tæplega 162 þús. krónur. Flestir vinning- anna snerta á einhvern hátt um- ferðaröryggi, auk reiðhjólavinn- inga, bókavinninga og ferðavinn- inga. Lögreglan og Umferðarráð vænta þess að notendum bílbelta hér á landi fjölgi við þetta átak á Norrænu umferðaröryggisári. Þeir tímar koma að öllum þykir sjálfsagt að spenna beltin. Bílbelgin hafa bjargað 1000 Bretum á 3 mánuðum Gins og kunnugt er lögleiddu Bretar notkun hílhclta í fram- sætum hinn 31. janúar síðast- liðinn, að viðlögðum fjársekt- um, ef útaf er brugðið. Fulltrúi ROSPA (The Royal Society for the Prevention of Accidents) í Birmingham sagði í viðtali við fulltrúa Umferðarráðs, að niðurstöður athugana á belta- notkun og umferðarslysum á Bretlandseyjum bentu til um 95%, notkunar belta meðal öku- manna og farþega þeirra í fram- sæti. Mánuðina febrúar, mars og apríl í ár urðu um 25% færri dauðaslys og alvarleg slys í um- ferðinni þar, en sömu mánuði í fyrra, þrátt fyrir að umferð hafi aukist um 12% milli ára. Líklegt er talið að bílbeltin hafi bjargað um 1000 mannslífum þessa þrjá fyrstu mánuði sem lögin voru í gildi. Lögleiðing bílbeltanotkunar á Bretlandseyjum og sektarviður- lög við brotum á lögunum hefur leitt til þess að meiðsli í umferð- inni þar eru nú færri en hafa verið undanfarin áratug, þrátt fyrir að umferðin hafi stóraukist á sama tíma. Bliki - Nýtt tímarit um fugla Bliki, nýtt tímarit um fugla, er nýlega komið út. Ritið er gefið út af dýrafræðideild Náttúru- fræðistofnunar íslands í sam- vinnu við áhugamenn um fugla og Fuglaverndunartelag íslands. Ævar Petersen fylgir blaðinu úr hlaði. en hann er formaður ritnefndar. Hann segir m.a.: „Petta rit er vísir að nýju tíma- riti. Pað er fyrsta fræðilega ritið á íslandi, sem fjallar sérstaklega um fugla og fuglalíf. Árið 1957 var hreyft við hugmynd um fugla- rit en framkvæmdina dagaði uppi. Reynt hefur verið að hafa les- efnið sem fjölbreytilegast. Von- ast er til að sem flestir fugla- áhugamenn og fræðimenn muni leggja ritinu til efni. Aðallcga verður sóst eftir að koma á framfæri nýjum upplýs- ingum um íslenska fugla. Þær geta verið margvíslegar. Fyrst má nefna árlegar skýrslur um ákveðna þætti fuglaathugana, til dæntis skýrslur um sjaldgæfa fugla, eins og þá sem birtist í þessu hefti. Einnig niðurstöður fuglatalninga sem fara fram ár- lega milli jóla og nýárs. Pá er áætlað að birta árangur fugla- merkinga. Þær hafa verið stund- aðar á íslandi síðustu 60 ár, en lítið birt um þær síðan 1952." ELDUR! ELDUR! — en sem betur fer bara æfing Mikið reykský lagði til hirnins, eitthvað var að gerast, að vísu var það ekkert alvarlegt sem betur fer myndu allir segja. Þrátt fyrir það var mikill eldur við flugvöllinn á Akureyri. Hann var nefnilega mættur slökkviliðsstjórinn af Reykja- víkurflugvelli Guðmundur R. Guðmundsson, kallaður „stóri- slökkvari", af þeim sem þekkja hann best, til að halda æfingu í slökkvistarfi og brunavörnum með starfsmönnum Flugleiða og Flugmálastjórnar. Hann ber nafn með rentu, stór og mikill maður, sem gefur fyrirskipanir á báðar hendur: „Þú vinur,“ segir Guð- mundur við einn starfsmann Flugleiða. „Þú tekur slönguna og hleypur með hana að eldinum á meðan sá næsti skrúfar frá þess- um krana, ef þú beitir slöngunni rétt gegn eldinum þá ertu ör- skamma stund að slökkva , en ef þú beitir henni of hátt áttu von á að sprauta á félaga þinn sem er að berjast við eldinn hinum megin. En munið strákar, engan tauga- æsing, það er það sem er kannski erfiðasti þátturinn í slökkvistarf- inu, það er að fara ekki í baklás sjálfur,“ segir Guðmundur ákveðinn, en vingjarnlega, við þá sem eru að æfa það mikilvæga starf að fást við eld sem getur komið upp í flugvél á flugvellin- um. Síðan kveikir slökkviliðs- stjórinn Guðmundur í 4-5 hundr- uð lítrum af úrgangsolíu sem fékkst gefins í Slippnum til þess- arar æfingar og ógurlegt bál gaus upp með tilheyrandi braki og brestum. Síðan kallar Guðmund- ur til mannanna að byrja. Þeir rjúka af stað og gera náttúrlega þessar venjulegu vitleysur sem koma upp á svona æfingum, en æfingin skapar meistarann og að lokum gengur allt vel og þeir slökkviliðsmenn eru eldfljótir að slökkva bálið. „Jæja strákar" segir Guð- mundur „Þetta gekk nú tiltölu- lega vel þegar búið var að yfir- stíga byrjunarörðugleika. Það er mál númer eitt og tvö, enga pan- ikk því það getur oltið á sekúnt- um að vel fari. Við skulum reyna aftur.“ Og síðan var kveikt í meiri olíu og aftur slökkt með góðum árangri. Þannig gekk þetta fyrir sig á slökkviliðsæfingu hjá starfs- mönnum Flugleiða og Flugmála- stjórnar á Akureyrarllugvelli. annað er snertir flugöryggi að um það hvenær slíkur bíll fæst fjármagn er ekki fyrir hendi. hingað,“ sagði Rúnar Sigmunds- Framtíðin verður því að skera úr son flugvallarstjóri að lokum. „Munið, bara enga panic.“ Eidsmaturinn borinn á „borð“. En hvernig er nú tækjabún- aður til þessra starfa? Rúnar Sig- mundsson flugvallarstjóri. „Þetta er allt í lágmarki hér hjá okkur og þessi gamli bíll sem við höfum hér er kannski meira til að sýnast heldur en hitt . . . þetta er gam- all bíll af Keflavíkurflugvelli, sem er kominn til ára sinna. Að vísu gerir hann gagn en miðað við þann mannafla sem við höfum, sem er einn maður á vakt, þá er hann ansi þungur í vöfum. Þess vegna eru þessar æf- ingar haldnar með starfsmönnum Flugleiða, því þeir koma þá sem varalið ef eitthvað fer úrskeiðis. En framtíðarstefnan er sú, að hingaö verði keyptur bíll sem einn maður getur stjórnað og gert stóra hluti með ef útaf ber. En það er með þetta sem margt „Þið eigið að vera örskamma stund að slökkva.“ í baráttu við þann heita. Guðmundur fylgist vel með. Myndir og texti: GEJ Ö ~ ÐAGUfí - 5;vágiífát‘t9B3;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.