Dagur - 05.08.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 05.08.1983, Blaðsíða 7
Á AKUREYRI dýrgripurinn viö og íbúar viö Eyjafjörð eru svo sannarlega ekki fátækir á meðan þeir eiga þennan vitnisburð um uppruna sinn og menningu. En hvernig sinna þeir sem Eyjafjörð byggja þessari menningararfleifð sinni? Þeirri spurningu beindum við til þeirra Þórðar Friðbjarnarsonar og Kristjáns frá Djúpalæk. - Akureyringar hafa verið heldur lélegir í að heimsækja safnið og sökum einhvers misskilnings þá hafa þeir sem byggja héröðin í kringum Akureyri og sveitirnar haldið að þetta væri eitthvert einkasafn Akureyringa. Það er hinn mesti misskilningur og það er rétt að leiðrétta það hér og nú að safnið heitir Minjasafnið á Akureyri en ekki Minjasafn Akureyrar, eins og margir virðast hafa haldið, segir Þórður og Kristján skýtur því að til fróðleiks að þeir af utanbæjarmönnunum sem duglegastir hafa verið að heimsækja safnið komi langflestir frá stöðum sem hafi sín eigin minjasöfn. - Það eru t.d. Akurnesingarnir. Það var óvenju mikið af Akurnesingum sem kom hingað á tímabili, segir Kristján og Þórður er á sama máli eftir nokkra umhugsun. - Það er rétt. Þetta mun hafa verið á árunum þegar verið var að stofna minjasafnið á Akranesi. Það er eins og fólk hafi gaman af að koma og bera söfnin saman, segir Þórður. - En hverjir koma þá í safnið ef heimamenn eru latir við að koma. Eru það íslendingar eða útlendingar? - Það hafa verið útlendingar að miklum meirihluta til, segir Þórður. - Ég tók það saman að á tímabilinu 15. júní í sumar fram til 1. ágúst þá komu hingað 2.620 gestir, mest dagana 1. júlí og 19. júlí en þá komu hingað 280 og 260 manns. Hingað hafa komið 34 skipulagðir ferðamannahópar og eins og ég nefndi þá eru útlendingar í miklum meirihluta. Ég hygg að bara í þessum erlendu ferðamannahópum hafi verið um 1.200 manns. - En svo má ekki gleyma, segir Kristján nú, - að þetta er ekki síður uppeldisstofnun en safn. Hingað koma börn og unglingar úr skólunum og sum koma langt að. Þetta er hluti af þeirra námi og hér sjá þau fortíðina í hnotskurn ef svo má að orði komast. Við göngum nú út úr sjálfu minjasafnshúsinu eftir að hafa skoðað hina rúmgóðu viðbyggingu sem samt er orðin of lítil fyrir safnið. Munirnir streyma að og ekki virðist skorta áhugann á að koma góðum munum undir verndarvæng safnsins. Á göngunni að Minjasafnskirkjunni upplýsir Þórður okkur um að á minjasafninu séu nú 5.170 skráðir munir en tala lausskráðra muna sé töluvert há. Það er því Ijóst að vel hefur miðað í söfnun gripa því þegar safnið var opnað árið 1962, skiptu gripirnir nokkrum hundruðum. Það segir sig því sjálft að uppbygging þessa safns hefur ekki verið svo lítil en alla uppsetningu og skipulagningu hefur Þórður Friðbjarnarson séð um sjálfur. - Fólkið segir mér oft að safnið sé skemmtilega upp sett og spyr hver hafi þarna verið að verki og þá svara ég oftast að það hafi verið maður sem ekkert vit hefur á þcssum hlutum og engan lærdóm en þetta hafi allt blessast einhvern veginn, segir Þórður og hlær. Viö erum nú komnir að Minjasafnskirkjunni en hún, eins og svo margt annað sem er í tengslum við Minjasafnið, á sér ákaflega merkilega sögu. Kirkjan er byggð árið 1856 af Þorsteini Daníelssen, stórbónda og smið aö Skipalóni, en hann var maður mjög hagur og byggði meðal annars nokkrar kirkjur. Á Svalbarði stóð kirkjan svo í 100 ár en þá var hún flutt í heilu lagi sem leið lá til Akureyrar en Minjasafnið eignaðist svo kirkjuna árið 1970 og hún var þá endurreist á þeim stað sem áður stóð fyrsta kirkja Akureyrar. Það var Akureyrarkirkja, byggð 1862, en þegar hún var rifin þá fannst gamalt og máð plagg í lítilli járndós þar sem tildrögum að kirkjubyggingunni var lýst. Þessi járndós hafði einfaldlega verið sett í grunninn og hefur líklega verið þeirra tíma hornsteinn að kirkjunni. Og auðvitað er plaggið góða og járndósin varðveitt á Minjasafninu á Akureyri. - Þetta er góð kirkja, segir Kristján frá Djúpalæk um leið og við göngum inn í helgidóminn og hann getur þess jafnframt að giftingar í þessari kirkju hafi reynst ákaflega vei. Þau hjón skilji helst ekki sem gefin hafa verið saman í þessu Guðshúsi. - Það er rétt, segir Þórður. - Kirkjan var mikið notuö til ýmissa kirkjulegra athafna svo sem skírna og hjónavígslna en það het'ur dregið heldur úr því. Þaö scgja mér a.m.k. prcstar að það hafi dregiö úr hjónavígslum og skilnaðir hafi aukist en það mun vera rétt sem Kristján segir að giftingar í þessari kirkju hafi dugað vel. Skoðunarferð okkar um Minjasafnið á Akureyri er nú lokið og enn og aftur sannast hið fornkveðna að orð mega sín lítils á stundum. Það er bara vonandi aö myndirnar hans Kristjáns Arngrímssonar gcfi einhverja vísbendingu um þá sál sem Minjasafnið á Akureyri svo sannarlega hefur. Nettar og skemmtilegar „vasamyndavélaru fortíðarinnar. Kristján frá Djúpalæk sýnir hér notagildi húsmuna gamla tímans. Þetta ágæta rúm sem Kristján handleikur var svokallað fellirúm og á daginn leit það út eins og skápur. plll^ ^ "Mi mmi 5. ágúst 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.