Dagur - 08.08.1983, Page 1

Dagur - 08.08.1983, Page 1
 S----- ---- -- 66. árgangur Akureyri, mánudagur 8. ágúst 1983 86. tölublað Æfingar hefjast á My Fair Lady hjá L.A.: Arnar Jónsson í hlut- verki prófessors Higgings Heyskapur hefur gengið vel víðast hvar I Eyjafirði. Þessi mynd var tekín af heimilisfólkinu í Víðigerði við hirðingu fyrir helgina Mynd: KGA. Einn ökumaður grunaður um ölvun Aðeins einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur á Akureyri frá því á föstudag fram á sunnudagskvöld, samkvæmt upplýsingum Kjartans Sigurðs- sonar, varðstjóra. Það var í sam- ræmi við annað hjá lögreglunni um helgina, því hún var róleg, „aðeins þetta venjulega nudd“, eins og Kjartan orðaði það. Fyrir helgina varð ungur dreng- ur fyrir kynferðislegri áreitni frá fullorðnum karlmanni. Málið var kært til lögreglunnar, en sam- kvæmt upplýsingum Daníels Snorrasonar, rannsóknarlög- reglumanns í gærkvöldi, er málið enn óupplýst. „Við erum að hefja æfíngar á My Fair Lady annað kvöld og inunum frumsýna þann 14. október,“ sagði Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar er Dagur ræddi við hana í morgun. Áður hefur verið skýrt frá því að Ragnheiður Steindórsdóttir muni fara með hlutverk Elísu í þessu mikla verki, en þar til nú hefur ekki verið ljóst hver færi með hitt aðalhlutverkið. Nú hefur verið ákveðið að það verði Arnar Jónsson og mun hann því leika prófessor Henry Higgins. Leikstjóri verður Þórhildur Porleifsdóttir og leikmynd gerir Jón Þórisson. Roar Kvam stjórnar hljómsveit og kór en hluti Pass- íukórsins syngur. Alls eru það á milli 40 og 50 manns sem koma fram. „Það er varla nokkur vafi á því að þetta er viðamesta verkefni Leikfélags Akureyrar til þessa,“ sagði Signý Pálsdóttir. My Fair Lady var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir mörgum árum við geysilegar vinsældir og hvarvetna þar sem leikritið hefur verið sýnt hefur það hlotið mjög góða aðsókn enda mikið verk á ferðinni. — Vélarbilun í Rauðanúpi á fimmtudaginn „Já, það er rétt, það bilaði aðalvélin í Rauðanúpi á fímmtudaginn og munaði litlu að illa færi. En við sluppum með skrekkinn og skipið er komið úr viðgerð hjá Slipp- stöðinni. Við byrjum að landa úr þvi í dag,“ sagði Valdimar Þórólfsson, framkvæmdastjóri Jökuls á Raufarhöfn, í samtali við Dag í morgun. „Það losnuðu tveir stangarbolt- ar í vélinni, en sem betur fer voru vélstjórarnir í vélarúminu og þeim tókst að stöðva vélina á nokkrum sekúndum. Það hefur sennilega bjargað vélinni, því hefði vélin gengið lengur má bú- ast við að boltarnir hefðu lent í tannhjólum og þar með hefði vél- in brotnað og eyðilagst. Slíkt hefði þýtt allt að hálfs árs stöðvun fyrir skipið, með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum fyrir útgerðina og byggðarlagið,“ sagði Valdimar Þórólfsson. En hvers vegna losnuðu bolt- arnir? Skipið er fyrir stuttu komið úr klössun hjá Slippstöðinni. Gunnar Ragnarsson, vélvirki, var fulltrúi Almennra trygginga hf. þegar vélarbilunin var skoðuð. Hann var spurður hvort þarna væri um handvömm starfsmanna Slippstöðvarinnar að ræða. „Ég þori ekki að segja neitt um það eins og málin standa, þar sem ég vil skoða þetta mál á breiðari grundvelli áður,“ svaraði Gunnar. „Það er erfitt að segja til um hvers vegna boltarnir losnuðu, það verður aldrei sannað með vissu,“ sagði Gunnar Arason, viðgerð- arstjóri Slippstöðvarinnar, í sam- tali við Dag. Þrátt fyrir það sagði hann það sína tillögu, að Slipp- stöðin taki á sig kostnað við þessa viðgerð.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.