Dagur - 08.08.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 08.08.1983, Blaðsíða 2
„Tvennt sem ég hræðist“ - Dagstund með Bjarna B. Arthurssyni í Kristnesi Bjarni B. Artúrsson: „Á Syðri-Brekkunni gerðist ýmislegt sem ekki er prenthæft.“ Mynd: KGA. Spurt hjá „Ríkinu“: Átt þú mikil viðskipti við ÁTVR? Aðalsteinn Guðmundsson: Nei, það get ég ekki sagt. Ég á ieið hingað annað slagið. Guðmundur Helgi: Nei, þau eru nú ekki mikil, einu sinni í viku. Birkir Einarsson: Já, þó nokkur, að meðaltali einu sinni í viku. Jón Guðni Kristinsson: Já, mikil. Örugglega einu sinni í viku, að minnsta kosti. Árdís Jónsdóttir: Nei, alls ekki. Ég var núna að fara hingað í annað sinn. „Eigum við nokkuð að vera að tala um mig, ég er ekki nógu skemmtilegt umræðu- efni. Ég vil miklu fremur tala um Kristnes og það sem þar er að gerast,“ segir Bjarni Arthursson þegar blaða- maður hitti hann að máli á góðum degi frammi í Krist- nesi fyrir stuttu. Undan þessu verður samt ekki komist svo Bjarni ertilneyddur að tala um sjálfan sig. „Ég er nú af þessum afbragðs árgangi 1949,“ segir Bjarni og hlær dátt. „Þetta var og er alveg einstakur árgangur. Annars er ég fæddur og uppalinn á Syðri- Brekkunni og þar gerðust ýmsir hlutir sem ekki eru prenthæfir." En það verður ekki undan komist, eins og áður sagði, og Bjarni verður að segja frá þessum skemmtilegu árum á Syðri- Brekkunni. „Þetta voru alveg ægilegir tímar þegar strákar á mínum aldri lifðu á grænmeti og öðru slíku sem þeir fengu lánað hjá fólki sem var að rækta slíkt. Ég get svo sem sagt eina sögu sem er orðin gömul og vonandi gleymd þeim sem varð fyrir barðinu á okkur í það skiptið. Þannig var að mætur borgari hér í bænum átti allvæna hákarls- beitu hangandi úti á snúrustaur hjá sér. Við strákarnir höfðum rekið augun í þessa vænu beitu og vildum smakka. Þetta var að kvöldi til og skammur tími þar til allir yrðu kallaðir heim í háttinn. - Við urðum því að vera hand- fljótir ef við ætluðum ekki að verða á eftir eigandanum að gæða okkur á þessu. Það kom í minn hlut að útvega hníf til verksins. - Þannig háttaði til heima að húsið var tvær hæðir og kjallari. For- eldrar mínir, Ragnheiður Bjarna- dóttir og Arthur Guðmundsson, sátu oft á kvöldin uppi og hlust- uðu á útvarpið. Því var tiltölulega auðvelt fyrir mig að komast inn óséður. Það tókst líka í þetta skiptið og gat ég náð í besta hníf- inn úr eldhúsinu. Skipti nú engum togum að við skárum allt innan úr hákarlsbeitunni og var ekkert eftir nema skrápurinn sem hékk eftir á staurnum. Þetta var helj- arveisia fyrir okkur strákana sem tættum þetta í okkur á örskammri stund rétt fyrir háttinn og allir höfum við víst sofnað með há- karlsbragð í munninum og fitugir á höndunum. En þetta er bara svona örlítil saga til að segja hvað æskuárin gátu verið áhyggjulaus með prakkaraívafi. Aðra sögu get ég líka sagt sem I leiðara íslendings þann 4. ágúst eru hugleiðingar um hús það sem II verkalýðsfélög, auk Alþýðu- bankans eru að byggja við Skipa- götu á Akureyri. Hugmyndafræði sú er kemur þar fram í „snepli íhaldsins" endurspeglar hugarfar flestra atvinnurekenda á íslandi. Þessa hugmyndafræði má setja fram á eftirfarandi hátt: 1. Allar ákvarðanir af hálfu verkalýðsfélaga eru af hinu illa. 2. Fjármagnhreyfingarinnaráað nota í þágu atvinnurekenda, en ekki verkalýðshreyfingar- endar betur en hákarlssagan. - Hún var þannig að við höfðum gerst allaðgangsharðir með stríðni í ákveðnu húsi og vorum við búnir að fá samviskubit út af öllu saman. Við fórum því allir saman til þessa fólks sem orðið hafði fyrir stríðninni. Það var rétt fyrir jólin sem við hringdum dyra- bjöllunni og buðumst til að gera fólkinu greiða. Það var vel þegið. Við unnum síðan með húsráðend- um góðan dagpart við að bera út húsgögn og gólfteppi. Gerðum við því jólahreingerninguna með þessu ágæta fólki sem launaði það með því að gefa okkur súkkulaði og annað góðgæti. En það var á hreinu að þetta hús var alveg frið- lýst eftir þetta. Auðvitað var alvaran líka með, þetta voru ekki alltaf leikir. Skól- inn kallaði á alla á vissum aldri og ég var því sendur í þann merka Hreiðarsskóla, til Jennu og Hreiðars, sem uppfrætt hafa marga á svipuðum aldri og ég er. Síðan var það „Barnaskóli íslands" og þar átti ég góða daga. Maður hafði enga þolinmæði á þessum árum og oft var búið að velgja kennurunum vel undir uggum. Ágætismaður kenndi mér, en hann þurfti alloft að vísa mér úr tíma ef ærslin voru of mikil. Þá fór ég bara heim og sagði að það væri kennarafundur. Svo þegar í „Gaggann" kom hélt maður að ekkert þyrfti að gera. Það ætti bara að stunda Litlu-búðina, éta gott í frímínút- um og sofa svo í tímum. Enda var það ekki lengi að segja til sín hvað námið snerti og hrap og hrun blasti við. Þá tók maður sig á og náði sér sæmilega á strik aftur. Eftir Gagnfræðaskólann lá vel við að fara í Menntaskólann, en af persónulegum ástæðum kaus ég að láta það vera. Veturinn á eftir fór ég í lýðhá- skóla í Danmörku og var þar um tíma. Kom svo heim og var hér í 4-5 vikur en fór síðan til Ameríku og var í Kaliforníu í skóla. Á þess- um árum, sem var þessi frábæri innar (sbr. félítið félag = mátt- laus félagsskapur). 3. Húsakynni verkalýðshreyfing- arinnar eiga að vera óhentug (sbr. hentughúsakynni = virk- ara starf). 4. Verkalýðshreyfingin á að hafa fáa menn í vinnu (sbr. fleiri menn = öflugri starfssemi). Bygging sú, sem er að rísa við Skipagötu. er lofsvert framtak nú þegar kreppir að í byggingariðn- aðinum. Þegar byggingin verður tekin í notkun mun hún vafalítið skila tvöföldum arði er felst í auknum baráttu- og menningar- anda félagsmanna annars vegar og hippatími, var alveg óhemjumikil eiturlyfjaneysla og allir reykjandi hass og annað í þeim dúr. Ég kynntist því þessum tíma af eigin raun í Ámeríku og sá ýmislegt sem var miður fallegt. En það er þetta með eiturlyfin, eins og var mikið af þeim og auðvelt að verða sér úti um slíkt, samt var ég alltaf hræddur við þau. Það er nefnilega tvennt sem ég hræðist alveg hroðalega, það eru eiturlyf og rafmagn. Ég er alveg óstjórnlega hræddur við rafmagn og ber ekki við að snerta á slíku. Jæja, ég kom svo heim úr Ameríkuferðinni eftir rúmt ár og fór í Samvinnuskólann; góðan skóla sem er kapituli út af fyrir sig að tala um. Ég á góðar minningar frá þeim skóla. Eftir Samvinnuskólann var ég í vinnu hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn við hráefnainnflutning og annað ár við að stofna Norð- mun vafalaust skila fleiri krónum úr krepptum hnefa atvinnurek- enda hins vegar. Byggingarframtak þetta mun án efa vekja önnur verkalýðsfélög til dáða um að bæta húsakynni sín lenska tryggingu. Sfðan tók ég stefnuna austur á Hérað og var í tæp átta ár hjá skattinum á Egils- stöðum. Það var góður tími og gott fólk, sem er enn ómótað af of langri skólasetu og kerfi sem tröll- ríður öllu. Þarna er nefnilega fólk sem ekki er hrætt við eigin pers- ónu og ekki stíft eins og margir hér um slóðir. Mjög glaðlynt fólk og skemmtilegt fyrir austan. En svo kom að því að ég vildi breytingu og sótti um þetta starf sem ég er nú í; forstöðumaður Kristneshælis. Þá er þetta nú komið í stórum dráttum," segir Bjarni Arthursson. Hann segist eiga þann draum að í Kristnesi verði hægt að efla endurhæfinngar- starf því staðurinn býður upp á allt sem þarf til að endurhæfingar- starf geti orðið árangursríkt,“ sagði Bjarni að lokum og blaðið þakkar honum skemmtilegt spjall. til eflingar hinu innra starfi félag- anna. En það er þróun sem atvinnu- rekendur virðast óttast. ABE Priatiu miljóna s ' verkalýður hér um slótUr °fk,aple9a miklar liðsmennirnir eru lilbonir (blnda via höl> byggmgunni, eða voru harfÖ- es,a svo mik kb°hð,??.'ra ,óku? ^ * e,n9ön9u .,'orir „Verkalýðshöllin“ — Athugasemd lesanda við leiðaraskrif íslendings 2 - DAGUR - 8. ágúst 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.