Dagur - 08.08.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 08.08.1983, Blaðsíða 6
3. deild: Tindastóll Landsliðsmenn : Akureyrarliða j Erlingur Kristjánsson og Gunnar p | Gíslason úr KA og Helgi p | Bentsson, Þór, voru valdir í landsliðshópinn í knattspyrnu 1 fyrir tvo leiki við Færeyinga nú | um helgina. Sá fyrri átti að fara fram á | Akranesi í gær en ekki varð af honum , þar sem ekki var flogið til Færeyja. Áætlað cr að leikiö verði l í Njarðvík í kvöld. Jóhannes Atlason, landsliðsþjálfari, valdi tvo hópa, sinn l'yrir hvorn leik, og voru þessir þrír héðan að norðan ■ í báðum hópunum. ~ska, | ☆ Grant’s Open: Ragnar Ólafsson, GR, sigraði í Grant’s Open golfkeppninni sém lauk á Nesvellinum í gær, Gpphaflega var áætlað að leika 72 holur - en í gær voru aðeins 18 holur spilaðar sökum veðurs. „Hér er brjálað rok og rigning. t’að er í rauninni mikið afrek að spila 18 holur í dag,“ sagði Stefán Stcfánsson hjá NK, er Dagur ræddi við hann í gær. Eins og áður sagði sigraði Ragnar Ólafsson, hann fór á 213 höggum. Sveinn Sigurbergsson, GS, varð annar á 224, Páll Ketils- son, GS, þriðji á 226 og Sigurður Pétursson tór á jafnmörgum höggum. Jón Haukur Guðlaugs- son, NK, fór á 226 og Björgvin Porsteinsson, GA, varð sjötti á 228 höggum. -ska. loks „Þetta hefur verið mjög góð ferð og við erum auðvitað verulega ánægðir með að hafa loks náð því að tryggja okkur sæti í 2. deild“, sagði Árni Stefánsson þjálfari og leikmaður Tindastóls frá Sauðárkróki, sem sigraði Þrótt Nes- kaupsstað í gær og komst þar með upp í 2. deild í knattspyrnu. Tindstælingar hafa barist um annar- ar deildar sæti undanfarin ár en alltaf hefur vantað herslumunin á að það næðist. Nú er það orðið að veruleika, og óskum við þeim til hamingju með þennan áfanga. þeir léku á föstudaginn við Austra á Eskifirði og fór sá leikur 1:1. „Við lent- um í eins og hálfs tíma stoppi í Reykja- vík á leiðinni austur og komum því klukkutíma of seint í þann leik. Við létum þá auðvitað vita, en þegar við komum austur fengum við engan tíma til upphitunar og fórum því beint í leik- inn. Hann þróaðist eftir því: það má segja að hann hafi verið algjört rugl. Sigfinnur Sigurjónsson skoraði fyrir okkur, en síðan jöfnuðu þeir á sjálfs- marki sem við gerðum,“ sagði Árni. Eins og áður kom fram lék Tinda- stóll svo gegn Prótti á Neskaupsstað í gær. Sagði Árni að það hefði verið létt- ara að leika gegn Prótti, liðið léki öðru- vísi en Austri, léti knöttin ganga mun meira og voru meira léttleikandi. Gústav Björnsson tryggði Tindastóli sigur í gær, er hann skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu um miðj- an fyrri hálfleikinn. „Eg held að óhætt sé að segja að þetta hafi verið sanngjarn sigur. Við„ fengum nokkur hættuleg færi og oft munaði litlu að við næðum að skora“, sagði Árni. „Það hefur ekki verið nein spurning að mínu mati hvað.a lið hefur verið sterkast í þessum riðli í sumar, og það sýnir mikið um styrkleika okkar að við höfum tekið níu af tíu mögulegum stigum fyrir austan gegn liðunum þar. Og það jafnvel þó við höfum leikið á föstudegi og sunnudegi eins og nú.“ Tindastóll á einn leik eftir í deild- inni, gegn Magna á heimavelli. Sagði Árni það mjög notalegt að eiga enn leik eftir, en samt vera öruggir upp. „Við eigum eftir að spila um titilinn þannig að þetta er alls ekki búið hjá okkur. Par leikum við sennilega við Selfoss. Annars er ekki öruggt um ein- hver kærumál sem í gangi eru hjá Skallagrími, en tapi þeir þeim, leikum við gegn Selfossi. Annars skiptir ekki máli hverjum við mætum. Við tökum þann leik bara fyrir þegar þar að kemur“. Árni sagði að hann væri með mjög góðan hóp og vonandi yrði lítil breyt- KS tapaði fyrir UMFN í 2. deildinni á Siglufirði um helgina, 1:2. Veður var óhagstætt meðan á leiknum stóð, grenjandi rigning og völlurinn varð eitt forarsvað. Leikurinn var ekki sérlega vel leik- inn, enda buðu aðstæður ekki upp á það. Siglfirðingar urðu fyrri til að skora. Björn Ingimarsson skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og var staðan þannig í leikhléi. í seinni hálfleiknum skoruðu svo Unnar Stefánsson og Jón Halldórsson fyrir Njarðvíkinga. Petta var fyrsta upp ing á honum fyrir næsta sumar. A.m.k. vonaði hann að enginn færi. „Annars veit maður það aldrei. Pað verður unn- ið að því að halda hópnum saman. Við erum með góða aðstöðu á Króknum, við höfum sloppið við alvar- leg meiðsli í sumar þannig að við höf- um næstum alltaf getað stillt upp sama liðinu. Það er því margt sem hjálpaðist til að þessi árangur náðist.“ -ska. ☆ Slakt á Grenivík Á Grenivík mættust Magni og Sindri og lyktaði þeim leik með jafntefli, hvorugu liðinu tókst að skora. Leikur- inn var slakur, mikið um kýlingar og lítið um færi. Mjög hvasst var meðan á Ieiknum stóð og gerði það leikmönnum erfitt fyrir. Peir áttu erfitt með að hemja boltann. HSÞ sigraði HSÞ sigraði Hugin í Mývatnssveit 2:1. Staðan var 1:0 í hálfleik fyrir Mývetn- inga. Jónas Pétur Pétursson skoraði fyrsta markið með fallegu skoti af 20 metra færi. í síðari hálfleiknum sóttu Austfirð- ingarnir svo meira í upphafi og náðu þeir að jafna. Kristján Jónsson skoraði mark þeirra og var það mjög vel gert hjá honum. Hann óð upp allan völl með boltann og skoraði örugglega. Eftir þetta voru HSÞ-menn sterkari og aðeins tímaspursmál hvenær þeir skor- uðu aftur. Þeir náðu að gera eitt mark, Þórhall- ur Guðmundsson skoraði það, og var það fallegasta mark leiksins. Hann skallaði efst í markhornið eftir fyrir- gjöf, algjörlega óverjandi fyrir mark- manninn. 4. deild: Vaskur vann Aðeins einn leikur for fram í E-riðli fjórðu deildar í knattspyrnu um helg- ina. Vaskur vann Svarfdæli á Dalvík með einu marki gegn engu. Það var Gunnar Berg sem skoraði eina mark leiksins. Sigur Vasks var sanngjarn, þeir áttu meira í leiknum. Mikið rigndi á meðan leiknum stóð og var völlurinn eitt drullusvað, þannig að leikmenn áttu erfitt með að sýna stór- kostlega knattspyrnu. Leik Árroðans og Reynis sem vera átti á Laugalandi var frestað þar til um næstu helgi.-ska. mark Unnars fyrir liðið, en Jón er kunnur markaskorari. Bikarkeppni FRÍ Bikarkeppni FRI 16 ára og yngri fer fram í Árskógi í Eyjafirði laugardaginn 20. ágúst nk. Ungmennasamband Eyjafjarðar sér um framkvæmd keppninnar. Tilkynningum um þátt- töku í mótinu verður að skila til UMSE fyrir laugardaginn 13. ágúst. KS tapaði heima Ormarr Örlygsson í flugferð í leiknum á Húsavík, en leikmaður númer tvö hjá Völsungi náði að hreinsa frá rétt áður en Ormarr bar Mynd: -ska. Mikilvægur sigur KA á Völsungi: Gunnar skoraði tvö en þó aðeins eitt! „Þetta var skemmtilegur sigur og nú vona ég að við séum orðnir öruggir með að komast upp. Við erum vonandi komnir á það gott skrið að erfitt verði að stöðva okkur. En við verð- um að gæta að því að við eigum báða leikina við Fram eftir og þeir munu ráða miklu,“ sagði Gunnar Gíslason í samtali við Dag eftir leik KA við Völsung í 2. deildinni á Húsavík á föstu- dagskvöldið. Gunnar skoraði fyrra mark KA úr vítaspyrnu og þrátt fyrir að hann hafi skorað seinna markið verður að skrifa það á reikning Hinriks Þór- hallssonar. KA sigraði í leiknum 2:1 og trónir nú eitt á toppi deildarinnar. Sigurinn var mjög sanngjarn, KA-menn sóttu mun meira og léku betur. KA byrjaði vel og fékk tvö þokkaleg færi í upphafi. Fyrst skallaði Erlingur á Völsungs- markið en Gunnar Straumland í marki Húsvíkinga varði örugg- lega. Stuttu síðar var Ormarr að- eins of seinn að knettinum í mjög góðu færi, en varnarmönnum tókst að bjarga. Öllum á óvart voru það Hús- víkingar sem skoruðu fyrsta markið. Það kom á 12. mín. og var Jónas Hallgrímsson þar að verki. Vörn KA sofnaði illa á verðinum og Jónas fékk nægan tíma til að skalla langa fyrirgjöf frá hægri í netið af stuttu færi. 1:0 fyrir heimamenn. Það sem eftir var hálfleiksins var lítið um færi. KA-menn voru sterkari, en þrátt fyrir að leika betur úti á vellinum náðu þeir ekki að angra Gunnar verulega í markinu. Eru.þ.b. tíumínúturvoruliðn- ar af síðari hálfleiknum jafnaði KA. Eftir fyrirgjöf frá hægri barst boltinn út í teiginn til Jóhanns Jakobssonar og skaut hann þegar á markið. Einn Völsunga varði með höndum og Bragi dómari Bergmann dæmdi vitanlega víta- spyrnu. Gunnar Gíslason tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Eftir þetta voru KA-menn mun sterkari. Nokkur harka færðist í leikinn og fengu þeir Olgeir Sig- urðsson og Jóhann Jakobsson gul spjöld. Olgeir reyndar fyrir mót- mæli. Hann fékk síðan að sjá rauða spjaldið fyrir að trufla markmann er hann sparkaði út. Gerðist þetta um miðjan hálfleik- inn og eftir það þyngdist sókn KA enn meira. Einhverra hluta vegna var hún þó ekki nógu beitt, en eftir að Steingrímur Birgisson hafði komið inn á í stað Ásbjarnar lagaðist það. Sigurmarkið kom svo nokkru fyrir leikslok. KA fékk auka- spyrnu nokkrum metrum fyrir utan teig. Völsungar stilltu upp í varnarvegg eins og venja er til, en það skipti Gunnar Gíslason litlu máli. Hann sendi glæsilegt skot yfir vegginn, boltinn small í þver- slánni og skaust þaðan inn fyrir marklínuna. Ekki staldraði tuðr- an þó lengi við þar, heldur fór aftur út á völlinn þar sem Hinrik Þórhallsson kom á fullri ferð. Hinrik skoraði af öryggi og þar sem línuvörður sá ekki þegar boltinn fór inn fyrir línuna í fyrra skiptið telst Hinrik hafa skorað. Neyðarlegt fyrir Gunnar þar sem mark hans var glæsilegt, en hefði Hinriks ekki notið við hefði ekki verið dæmt mark. „Þetta var örugglegasta falleg- asta mark sem hefur verið skorað hjá mér,“ sagði Gunnar Straum- land, markvörður Völsunganna um skot Gunnars, en hann sá einnig að boltinn fór inn fyrir lín- una. Áhorfendur létu vel í sér heyra á leiknum, bæði Akureyringar og Húsvíkingar, enda sjaldan meiri stemmning á leikjum á Húsavík en þegar annað hvort Akureyrar- liðið kemur í heimsókn. Annars er það merkilegt með Akureyr- inga, það heyrir til undantekninga hvetji þeir lið sitt af krafti á heimavelli, en er á útivöll kemur leysist mikill kraftur úr læðingi og menn öskra og hrópa eins og þeir eigi lífið að leysa. KA-menn voru vel að sigrinum komnir. Gunnar Gíslason og Guðjón Guðjónsson voru bestu menn liðsins. Aðrir léku vel, all- flestir. Hjá Völsungi voru Gunnar Straumland og Björn Olgeirsson bestir. Gunnar verður ekki sak- aður um mörkin. Björn kom inn á sem varamaður og lék í stöðu bakvarðar. Sókndjarfur mjög. Bragi dómari náði sér ekki á strik, þó hvorugt liðið hafi hagnast á dómgæslu hans. -ska. Þór þarf eitt stig -til að komast Haukastúlkurnar í knattspyrnu komu til Akureyrar um helgina og léku þrjá leiki í 2. deildinni í knattspyrnu. Ekki var þar um að ræða neina frægðarför þeirra, allir leikirnir töpuðust með miklum mun - og markatalan samanlögð 0:32. Á föstudaginn sigraði Þór Hauka 8:0 (3:0). Kolbrún Jóns- dóttir skoraði tvö mörk, einnig Þórunn Sigurðardóttir, Anna Einarsdóttir gerði þrjú og Inga Huld Pálsdóttir eitt. Á laugardaginn vann KA svo Hauka 13:0. Staðan þá var 9:0 í hálfleik. Gígja Viðars gerði fjögur mörk, Sigrún Sævarsdótt- ir og Þóra Ulfarsdóttir þrjú hvor, Ásdís Sigurvinsdóttir eitt og sömuleiðis Sóley Einarsdóttir og Valgerður Jónsdóttir. í gær léku svo Haukarnir síð- í 1. deild kvenna asta leik sinn í túrnum við Þór. Var það heimaleikur þeirra, en er Þórsstúlkurnar mættu suður á dögunum hrjáðu veikindi þær sunnlensku þannig að þær buð- ust til að spila leikinn í þessari ferð heldur en að gefa hann. Þór sigraði 11:0 í gær. Mörkin gerðu: Anna Einars fjögur, Þór- unn Sigurðardóttir þrjú, Þórey Friðriksdóttir tvö, Inga Huld eitt og Lauga Jónsdóttir eitt. „Við þurfum nú eitt stig til að gulltryggja okkur sæti í 1. deild næsta ár. Við eigum að leika við Hveragerði hér heima næsta sunnudag og við ættum ekki að vera í neinum vandræðum með að sigra þær. Við unnum þær 6:1 fyrir sunnan,“ sagði Guðmund- ur Svansson, þjálfari Þórs, eftir leikinn í gær. -ska. Opna KEA-mótið í golfi: Þórhallur vann á síðustu holunni Þórhallur Pálsson slær á síðustu holunni í „Ólafsljarðar-operi-mótinu. Mynd: -gk. Kvennaflokkur: 1. Jónína Pálsdóttir GA 2. Erla Adolfsdóttir GA 3. Rósa Pálsdóttir GA Með forgjöf: 186 L Ólafur Sæmundsson GA 130 202 2. Kristján Gylfason GA 141 228 3. Ólafur Þorbergsson GA 143 Þórhallur Pálsson GA varð sig- urvegari í opna KEA-mótinu I golfi sem háð var á golfvellin- um í Ólafsfirði um helgina. Þar mættu um 70 kylfingar úr mörgum golfklúbbum til leiks og slógu um sig og veðurguð- irnir Iétu ekki sitt eftir liggja og höfðu hátt. Þórhallur mætti til leiks í gömlu „sigurpeysunni" sinni og þá var ekki að sökum að spyrja. Hann var í þriðja sæti eftir fyrri daginn en þá hafði Sverrir „Tiger“ Þor- valdsson forustuna á 72 höggum sem er nýtt vallarmet í Ólafsfirði. Jón Þór Gunnarsson var þá á 74, Þórhallur á 75 og ljóst að þessir þrír myndu helst koma til greina sem sigurvegarar. Svo fór að barátta þeirra var mjög hörð og er tvær holur voru óleiknar átti Þórhallur eitt högg á þá Sverri og Jón Þór. Staðan breyttist talsvert á 17. holunni því að henni lokinni átti Sverrir eitt högg í forskot á Þórhall og þrjú á Jón Þór. Jón Þór setti upp- hafshögg sitt á 18. braut út af velli og varð að slá þriðja högg af teig og því ljóst að hann var út úr myndinni. Sverrir og Þórhallur voru báðir utan brautar, en Sverrir lá ekki vel og ákvað í hasti að taka víti. Má segja að þar hafi hann dæmt sjálfan sig í annað sætið. Þegar svo upp var staðið var röð efstu manna þessi, og er Baldur Svein- björnsson þá kominn í verðlauna- sæti þar sem hann var jafn Jóni Þór en með betri árangur á þrem- ur síðustu holunum: 1. Þórhallur Pálsson GA 154 2. Sverrir Þorvaldsson GA 155 3. Baldur Sveinbjörnsson GA 158 4. Jón Þór Gunnarsson GA 158 Með forgjöf: 1. Gísli Friðfinnsson GÓ 134 2. Sverrir Þorvaldsson GA 141 3. Þórður Svanbergsson GA 141 Sverrir vann á hlutkesti. Með forgjöf: 1. Erla Adolfsdóttir GA 144 2. Jónína Pálsdóttir GA 152 3. Rósa Pálsdóttir GA 170 Unglingaflokkur: 1. Ólafur Sæmundsson GA 162 2. Ólafur Þorbergsson GA 165 3. Kristján Gylfason GA 173 ÖIl verðlaun í mótinu voru gefin af Kaupfélagi Eyfirðinga. Þá gaf verslunin Álfhóll á Siglufirði aukaverðlaun og hreppti þau Konráð Gunnarsson GA sem varð næstur holu á 8. braut síðari keppnisdaginn, 43 cm. Þessi fríði hópur frá ÍBA hélt á fimmtudaginn til Randers í Danmörku til þátttöku í vinuhæjarmóti. Mót þetta er haldið annaðhvert ár og eru kcppendur á aldrinum 13 ug 14 ára. Keppt er í knattspyrnu og frjáls- um íþróttum við jafnaldra frá ölluin hinum Norðurlöndunum. Hópurinn kemur aftur til landsins. Farar- stjórar og þjálfarnr eru Ingunn Einrsdóttir, lengst til vinstri og Þröstur Guðjónsson, iengst til hægri. Hóp- urinn flaug með þotu Flugleiða í hinu svokallaða beina flugi til Danmerkur frá Akureyrarflugvelli. - KGA. smellti þessari mynd af hópnum stuttu áður en hann steig um borð. 6 - DAGUR - 8. ágúst 1983 8. ágúst 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.