Dagur - 08.08.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 08.08.1983, Blaðsíða 8
hópa frá Englandi. Það voru að vísu ekki stórir hópar. Báðir þessir hópar fengu norðlenska stórhríð eins og hún gerist best. Annar var hér um páskana í fyrra. Þú mannst nú hvernig veðrið var þá. Við höfum fengið þakkarbréf frá fólki úr báðum þessum hópum og það lýsir yfir mikilli ánægju sinni með þessa vetrardvöl sína. Mciningin er að leyfa gestum að koma hér í aukn- um mæli yfir vetrarmánuðina á ódýrari kjörum. Hér er mjög gott gönguland fyrir skíðafólk. Hér er ný og glæsileg sundlaug með gufubaði, sóllampa, heitum pott- um og þrektækjum. Það er því ljóst að mönnum ætti að geta lið- ið bærilega hér eins og í eina viku.“ ' - Hafa margir stórhöfðingjar gist hér? „Já, já, þeir eru orðnir margir. T.d. var hér einn indverskur fursti um daginn í eina viku ásamt einkaritara. Hann pantaði fyrir fjóra í hálfan annan mánuð næsta sumar. Hann ætlar að kvik- mynda líf straumandarinnar, ef hann fær tilskilin leyfi til þess.“ - Er einhver kynningarstarf- semi á hótelinu á erlendri grund? „Við reynum að nota bæklinga sf ni ferðaskrifstofurnar og flug- félogin gefa út. Svo erum við sjálfir með bein viðskipti við fimm ferðaskrifstofur í V- Evrópu. Þessar ferðaskrifstofur senda árlega menn hingað og við þá gerum við samninga um verð og þess háttar." - Geturðu nefnt mér ein- hverja minnisstæða persónu sem gist hefur á hótelinu? „Þær eru nú orðnar margar. Rétt í svipinn man ég eftir einni gamalli franskri konu, sem kom hér ár eftir ár. Hún var orðin svo fjörgömul, að ferðaskrifstofurnar voru hættar að vilja taka hana. En gamla konan þráaðist við og héít áfram að heimsækja okkur, og fékk til liðs við sig unga frænku sína. Hún er trúlega komin undir torfuna núna, því hún hefur ekki komið í mörg ár.“ - Getur Arnþór hótelstjóri tekið sér sumarfrí eins og annað fólk? „Sumarfrí, nei, það get ég nú varla sagt. Vinnudagurinn á sumrin er yfirleitt sjö dagar á viku. Fjölskyldan fer þó venju- lega í þriggja daga frí á sumrin. Þá förum við með tjaldvagninn okkar, gjarnan í Atlavík. Vetur- inn er minn frítími, þá get ég tek- ið mér gott frí.“ Ég þakka Arnþóri hótelstjóra fyrir spjallið og geng út úr skrif- stofu hans. Þeir eru þarna ennþá í anddyrinu veðurbitnu útlend- ingarnir með stóru bakpokana sína. Innan frá barnum berast ómþýðir tónar rafmagnsorgels. Ég fyllist forvitni og gægist inn. Miðaldra karlmaður, greinilega útlendingur, situr við hljóðfærið. Trúlega er hann með heimþrá þessi maður, hann spilar svo dap- urleg lög. Ég sé ekki betur en tár sé í auga. Ég horfi dágóða stund á þennan sorgmædda hljóðfæra- leikara, og geng svo út í norðan- nepjuna. Svei mér ef ég var ekki farinn að tárast. - Eru þeir margir? „Það held ég ekki. Hins vegar erum við með ágæta lausn á þeim vanda“ - Hvað viljið þið gera? „Við höfum ekkert gert enn. En það ætti að vera auðvelt að koma í veg fyrir fálkaþjófnað með því að hafa gæslu við öll hreiðrin. Það er sagt að fyrir fálkaungann fáist 500 þúsund krónur. Hví ekki að selja útlend- ingum eins og einn unga? Það nægði trúlega fyrir kostnaðinum við gæsluna. Þá ætti það líka að vera tryggt að ungarnir kæmust upp.“ - Skiptir veðurfarið miklu í sambandi við komu útlendinga? „Nei, þeir eru ekki hingað komnir til þess að njóta veður- blíðu, og eru yfirleitt ekkert óánægðir þótt kalt sé í veðri. Hins vegar verða þeir auðvitað afskap- lega ánægðir ef þeir fá gott veður. Ég held þeir líti á góða veðrið eins og hvern annan happ- drættisvinning.“ - Hvað vinna margir á hótel- inu? „Það eru um 50-60 manns, sem vinna á hótelinu og í mötuneyti sem ég rek fyrir Kröfluvirkjun." - Reksturinn yfir vetrarmán- uðina? „Það er nú lítið af honum að segja. Við höfum haft opið í nokkur ár yfir þann tíma og mikinn hluta þess tíma er ekkert að gera. Það er líka dýrt að loka þessu. Á veturna vinna hér sára- fáar manneskjur. Ef eitthvað meira er um að vera, t.d. árshá- tíðar, get ég kallað á fólk hér úr nágrenninu til aðstoðar. Við höf- um aðeins prófað að fá fólk hing- að yfir vetrartímann. Fengum tvo Hótel Reynihlíð er myndarleg bygging. Myndir ÞB Það var heldur óyndislegl að líta yfir Mývatnssveit síðasta dag júlímánaðar. Fjallahring- urinn gráhvítur og gekk á með slyddu niður í sveitinni. Nepju- legir ferðalangar settu svip sinn á þjóðveginn, þar sem þeir Ijór- uðust áfram með sultardropa á nefi. Við Hótel Reynihlíð var stór hópur þeirra samankom- inn. Bakpokar þeirra fylltu anddyri hótelsins og matsalur- inn var yfirfullur af fölbleikum ferðalöngum þar sem þeir ylj- uðu sér á heitum veitingum hótelsins. - Hótel Reynihlíðerviðkomu- staður minn að þessu sinni og viðmælandi Arnþór Björnsson, hótelstjóri. - Hvenær hófst veitingarekst- ur hér? „Það mun hafa verið í kringum 1942, er Pétur Jónsson byrjaði með veitingasölu og gistiaðstöðu í íbúðarhúsi sínu.“ - Hvenær var hótelið byggt? „Það var á árunum 1949-51. Þá var veitingasalurinn byggður svo og 10 gistiherbergi, auk 10 her- bergja uppi í risi, sem leigð voru út sem svefnpokapláss." - Hvenær tekur þú við rekstr- inum? „Ég kom hingað 1955 frá Vopnafirði. Var hótelstjóri á sumrin, en á þeim árum var lokað strax eftir sumarmánuðina og ekki opnað aftur fyrr en næsta vor.“ - Þú hefur verið iðinn við framkvæmdir hér. Segðu mér eitt- hvað um þær. „1961 var byggð ein hæð ofan á salinn og þar með 11 gistiherbergi. 1966 byggði ég mitt einbýlishús. 1966-67 stækkuðum við hótelið og breyttum því. Eldhúsið var stækkað, 8 tveggjamanna her- bergi byggð og þá fengum við barinn. Einnig var byggt nýtt and- dyri um leið. 1974 byggðum við þvottahús, geymslu og þurrk- aðstöðu fyrir þvott, svo og tvær litlar íbúðir fyrir starfsfólk. Ein- hvern tímann á þessum árum keypti ég gamla húsið í Reyni- hlíð, reif allt innan úr því og breytti því í starfsmannaíbúðir og sjoppi. í maí í fyrra tókum við svo í notkun 18 tveggja manna her- bergi með baði og sal sem rúmar 70 manns.“ - Hvað er þá hótelið stórt í núverandimynd? „Það eru 44 gistiherbergi, þannig að við getum hýst um 80 manns." - Hvernig hefur aðsóknin ver- ið í sumar? „Hún var léleg framan af. Júní var t.d. lélegur hvað gistinguna áhrærir en veitingasalan var nokkuð góð. Hins vegar er júlí búinn að vera ágætur.“ - Hvers konar ferðamenn koma hér? „Aðallega eru það venjulegir túristar, einkum frá Vestur- Arnþór, hótelstjóri í Reynihlíð. Evrópu. Mikið um náttúruskoð- ara.“ - Eru þá útlendingar í meiri- hluta? „Já, yfirleitt eru þeir í meiri- hluta yfir sumartímann. En síð- ustu tvö árin hefur íslendingum fjölgað verulega, sem stafar fyrst og fremst af auknu gistirými. Út- lendingar voru venjulega búnir að panta öll herbergin löngu fyrir- fram. íslendingar eru ekki sérlega fljótir til í þeim efnum.“ - Hvað eru allir þessir útlend- ingar að gera hér? „Aðallega að skoða náttúruna og fuglalífið. Einnig er mikið um fólk sem kemur hingað til að stúdera jarðfræðirannsóknir alls konar. Svo er mikið um að fólk kemur hér til að hvíla sig frá amstri og hávaða stórborganna, gengur á fjöll o.s.frv. í því sam- bandi get ég nefnt konu eina frá Þýskalandi. Hún hefur komið hér á hverju sumri í fjögur eða fimm ár. Hún pantar alltaf þegar hún fer, fjórtán daga að ári. Þessi kona kemur í þeim eina tilgangi að slappa af og láta sér líða vel.“ - Er ekkert af þessu fólki í eggja-eða fálkaleit? „Nei, þeir sem koma hingað eru ekki í slíkum leiðangri. Það sem maður hefur heyrt um fugla- ræningja og þess háttar fólk er því trúlega fólk sem býr hér í tjöldum.“ » 3óða veðrið eins o g ho ppdrættisvinningu Litið inn hjá Arnþóri, hótelstjóra í Reynihlíð r“ 8 - DAGUR - 8. ágúst 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.