Dagur - 08.08.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 08.08.1983, Blaðsíða 11
Kennt til stúdents- prófs við Bréfa- skólann Unnið er að undirbúningi þess að kennsla undir stúdentspróf geti hafíst í bréfaformi frá Bréfaskólanum en auk skólans tekur Menntamálaráðuneytið þátt í undirbúningnum. Einnig er unnið að undirbúningi bréfakennslu fyrir kennara heyrnleysingja og starfandi bókaverði. Eigendur Bréfaskólans eru Samband íslenskra samvinnufé- laga, sem á 30%, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, BSRB, Farmanna- og fiskimannasam- bandið og Stéttarsamband bænda, sem eiga 10% hvert. Ungmennafélag Islands var einn- ig aðili að skólanum með 10% eignarhlut en félagið sagði sig úr skólanum um síðustu áramót. Áður var 10% eignaraðild óráð- stafað, en er nú 20%. Á sl. ári innrituðust nokkuð færri nemendur í skólann en undanfarin ár, eða 754. Náms- greinar við skólann eru 40 og 25 kennarar annast yfirferð verk- efna. Talsvert hefur verið gert til að áminna nemendur að halda áfram námi sem skilað hefur sér í auknum námsbréfafjölda til kennara og auknum fjölda þeirra sem ljúka námi. Einnig hefur skólinn á boðstólum efni tii sjálfsnáms í tungumálum. Meg- inhluti þess er frá franska fyrir- tækinu Assimil. Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin er tempruð. Kristilegt mót við Ástjöm Undanfarin ár hefur oftast verið haldið kristilegt mót við Ástjörn í Kelduhverfi, eftir að sumardvöl drengjanna hefir lokið. í ár verð- ur mótið um helgina 13. og 14. ágúst. Lagt verður af stað frá Ak- ureyri föstudaginn 12. ágúst kl. 7 eftir hádegi. Mótsgjald verður 300 kr. fyrir báða dagana. Sængur og koddar eru á staðnum, en hafa þarf með sér handklæði, sængurver, koddaver og lak eða svefnpoka. Þeir, sem ekki koma á eigin farartækjum geta fengið ókeypis far milli Akureyrar og Ástjarnar. Allir trúaðir eru hjartanlega velkomnir. Við búumst við fólki frá Akureyri, Reykjavík, Færeyj- um og ef til vill víðar að. Vonum við, að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga uppbyggilegar sam- verustundir um Guðs orð í hinu fagra umhverfi Ástjarnar. Þátttaka tilkynnist í einhverj- um af eftirtöldum símanúmerum á Akureyri: 21585, 22510, 22733. Hentugir sjúkrapúðar - geta komið sér vel hvar sem er Nú hefur Akureyrardeildi Rauða krossins fengið til sölu sjúkra- púða í bíla og innihalda þeir öll nauðsynlegustu gögn til skyndi- hjálpar. Einnig bækling um skyndihjálp. Einnig er púði þessi hentugur í smábáta og sumarhús. Að lokum mætti benda á að í sérhverjum bíl ætti alltaf að vera: Sjúkrapúði, viðurkennt duft- slökkvitæki (a.m.k. 1 kg)., teppi, 1-2 þríhyrningar til viðvörunar, 1 vasaljós. Sjúkrapúðarnir eru seldir í skrifstofu Akureyrardeildar Rauða krossins sem er til húsa í Kaupangi við Mýrarveg og er opin frá kl. 14.00-17.30 alla virka daga. Sumarjakkar SumarjaKKar í miklu úrvali, stærðir 10-XL, verð frá kr. 950. Æfinga- og jogging-gallar i öllum stærðum margir litir, verð frá kr. 840. Stuttermabolir og buxur í miklu úrvali. HLÍDA SP0RT VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI SUNNUHLÍÐ Sími 22146. Stórútsalan í fullum gangi ■ ■ ■■ ■■ ■■ HERRAFOT: DOMUFOT: 1 ■ BARNAFOT: EINNIG: Bolir 199.00 Pils 499.00 Bolir 159.00 Leikföng Peysur 299.00 Blússur 199.00 Peysur 169.00 Skór Stakkar 489.00 Jakkar 489.00 Treyjur 129.00 Búsáhöld Úlpur 789.00 Peysur 299.00 Buxur 199.00 Sólstólar Vesti 299.00 Bolir 399.00 Jakkar 299.00 Skyrtur 99.95 Buxur 399.00 og margt fleira og margt fleira og margt fleira Mikið úrval af efnisbútum HAGKAUP 8. ágúst 1983 - DAGUR - 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.