Dagur - 10.08.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 10.08.1983, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLEMIÐIR i SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 10. ágúst 1983 87. tölublað Járnbrautarteinar undir gólf inu Þeir Magnús Jónatansson og Jón Sigurðsson trésmiðir vinna nú að því að koma upp hljómsveitargryfju í Samkomuhúsinu. Eitt af því sem þarf til verksins My Fair Lady er 12 manna sveit hljóðfæraleikara og þeir þurfa jú sinn stað. Það kom m.a. í Ijós þegar gólfið í salnum var rofíð, að járnbraut- arteinar höfðu verið notaðir sem styrktarbitar í það. Hér rogast þeir Magnús og Jón með einn slíkan. Mynd: KGA. „Eftir að sjá hver reynslan hefur orðið" „Það á eftir að taka þetta til skoðunnar til að sjá hver reynslan hefur orðið," sagði Sæmundur Guðvinsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, í samtali við Dag, um beina flugið frá Akur- eyri til Kaupmannahafnar, en síðasta ferðin að sinni a.m.k. var farin héðan á fimmtudag í síðustu viku. Upphaflega var áætlað að um vikulegar ferðir í sumar yrði að ræða, en þær urðu aðeins þrjár þegar upp var staðið, „Við höfum sennilega ekki byrjað á þessu á réttum tíma. Það var almennur samdráttur í vor, og greinilegt að fólk hugsaði sig vel um áður en það bókaði sig í utanlandsferðir. Það var hins vegar ákveðið á síð- asta ári að taka þetta upp og þá var stefnt að því að þetta yrði vikulega, en svo kom í ljós er nær dró að ekki var grundvöllur fyrir því," sagði Sæmundur, „en við vildum þó ekki alveg falla frá hug- myndinni." Hann sagðist hafa trú á því að vilji væri fyrir hendi að halda beina fluginu áfram næsta sumar, þó það hafi byrjað rólegar en reiknað var með. - Hvernig var nýtingin í ferð- unum? „Ég hef nú ekki tölur um það, en þetta kom alveg sæmilega út. Við reiknuðum að vísu með meiri þátttöku, en það var margt sem hjálpaðist að til að gera hana ekki betri. Ég held að kenna megi ytri aðstæðum um að miklu leyti - frekar en að fólk hafi ekki viljað nota þetta. Danir drógu t.d. mikið úr ferðalögum sínum á sama tíma ot^ þessi kreppa gekk yfir okkur í vor." Sæmundur sagði að beina flug- iö hefði verið auglýst talsvert mikið í Danmörku, og einnig hefðu komið greinar um það í dönskum blöðum, þannig að ekki væri hægt að kenna ónógri kynn- ingu um hvernig fór. „Það virtist bara ekki áhugi hjá dönum, með- an vorið var kalt og leiðinlegt hjá þeim, að hugsa til ferðar til norður Islands, eða íslands yfir- leitt." efni" Sprenging í þvotta- herbergi Slökkvilið Akureyrar var í fyrrakvöld kvatt að Oddeyrar- götu 36, en þar hafði orðið mikil sprengin í þvottaherbergi í kjallara. Að sögn sJökkviliðsins á Akur- eyri er talið líklegt að bensíngufur hafi orsakað sprenginguna. en í þvottaherberginu var geymt bens- ín á brúsa. Sprengingin hefur ver- ið nokkuð öflug því gluggi brotn- aði og einnig hurð og sjónvarp sem geymt var á hillu í herbergi í kjallaranum datt niður. Skemmdir uðru ehgar af eldi. en mikill reykur komst um allt húsið og olli nokkrum skemmdum. Hey fauk víða í Eyjafirði „Ég tel víst að einstaka bændur hafi misst töluvert af heyi í þessum látum", sagði Guð- mundur Steindórsson hjá Bún- aðarfélagi Eyjafjarðar er við ræddum við hann, en mikið hvassviðri var í Eyjafirði um helgina. Mikið bar á því í Eyjafirði að hey tæki upp í þessum miklu lát- um en þegar vindhviðurnar voru sem mestar var vindstyrkurinn 8-10 vindstig. Hey fauk víða á girð- ingar og í skurði og mun talsvert hafa farið í súginn af þeim sökum. Sirkus Arena á Akureyri Sirkusfólkið í Arena-sirkusin- um er mætt til Akureyrar og mun halda 8 sýningar í bænum nú í vikunni. Sirkusinn hefur verið í Reykjavík að undan- förnu eins og kunnugt er og haldið þar fjölmargar sýningar en héðan heldur sirkusfólkið til Færeyja. Sýningarnar á Akureyri fara fram í miklu tjaldi sem hefur verið komið upp á Þórsvellinum í Gler- árhverfi og er sú fyrsta í kvöld kl. 20. Sýningar verða síðan annað kvöld kl. 20, á föstudagsdvöld kl. 20, á laugardag kl. 14.17 og 20 og á sunnudag kl. 15 og 20. I sirkus Arena eru listamenn af ýmsu þjóðerni. og eru trúðar. töframenn og loftfimleikamenn þar í meirihluta. Forsala á sýning- ar sirkusins á Akureyri er í versl- uninni Kompan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.