Dagur - 10.08.1983, Blaðsíða 10

Dagur - 10.08.1983, Blaðsíða 10
Til sölu er 3ja ára fimm skota 2 3/4 Winsester pumpa meö þrenging- um, axlaról, tösku og axlarpúða. Gott verð. Uppl. í síma 26323 eftir kl. 19.00. Honda MB 5 til sölu. Uppl. í síma 21172 á kvöldin. Ljóst gólfteppi stærð 2,70 x 3,00 m til sölu. Selst ódýrt. Uppl. í síma 61247 eftir kl. 20. Sharp VZ 3000, 1/2 árs hljóm- flutningstæki til sölu. Uppl. í síma 22554 ámilli kl. 19og 20. Fólksbílakerra stærð 1,50 x 2,50 m til sölu. Uppl. í síma 25943 eftir kl. 19.00. 4 stk. Mudder 10 x 15 jeppadekk + 4 stk. Jackman sportfelgur til sölu. Einnig 6 cyl. AMC-vél 258 cub. með öllu á uppt. 1980, Rem- ington riffill 222 cal. með kíki og tösku, Fisher MT 640 plötuspilari og Morris bassagítar með tösku. Uppl. í síma 24050. Lítið notaður Carboni heyhleðsluvagn 26 rúmmetra til sölu.Uppl. í síma 22307. Barnagæsla. Oska eftir góðri konu til að passa 1 árs gamlan dreng frá kl. 5-10 á kvöldin. Æski- legt að hún sé sem næst Innbæn- um, samt ekki skilyrði. Uppl. í síma 24231 milli kl. 6 og 7 á kvöldin. Dagmamma óskast fyrir 2ja ára telpu í Síðuhverfi milli kl. 8 og 12 f.h. Uppl. í síma 26665 e.h. Norðlendingar. Gistið þægilega og ódýrt þegar þið ferðist um Vest- firði. Svefnpokagisting í 2-4 manna herbergjum, búnum hús- gögnum. Eldhús með áhöldum, heitt og kalt vatn, setustofa. Einnig tilvalið fyrir hópferðir. Vinsamleg- ast pantið með fyrirvara ef hægt er. Söluskáli á staðnum. Verið vel- komin. Bær, Reykhólasveit, sími 93- 4757. Það er alltaf opið hjá okkur. Viljum kaupa notaðan traktor með ámoksturstækjum. Fjalar hf. Húsavík sími 41346. Nú er tækifæri til athafna! Meö- eigandi óskast í verslunarrekstur. Glæsilegt húsnæði fyrir hendi. Einnig kemur til greina bein leiga eða sala á húsnæðinu. Þeir sem hafa áhuga sendi nafn og heimilis- fang á afgr. blaðsins fyrir 15. ágúst n.k. merkt: „Glæsilegt húsnæði '83.“ Því miður. Nú er þröngt í búi hjá smáfuglunum, því nú verð ég að láta Trabantinn minn, nei ég meina BMW 318i árgerð 1982 toppbíll. Uppl. gefur Gestur, Náttfari eða Mikki refur í síma 22324. Citroén GS árg. '71 til sölu. Selst ódýrt. Uppl. í síma 31206 eftir kl. Hestamenn takið eftir. Haldin verður sölusýning á hrossum laug- ardaginn 13. ágúst kl. 2 e.h. í Heið- arbót í Reykjahverfi. Þarna er um að ræða hross frá veturgömlu til 8 vetra aldurs. Flest hrossin eru skagfirskrar ættar, frá Vallarnesi og Brekku, eða út af hrossum þaðan. Komið í Heiðarbót laug- ardaginn 13. ágúst og skoðið gæðingsefnin. Eigendur. Frá Sjóstangveiðifélgi Akureyr- ar. Þeir einstaklingar, sem hafa áhuga á að gerast fullgildir félagar í SJÓAK hafi sem fyrst samband við gjaldkera félagsins, Rúnar H. Sigmundsson, Espilundi 14, Akur- eyri, og greiði árgjald 1983. Stjórnin. Norðlendingar! Ef ykkur vantar þökur þá skerum við þær og keyr- um heim ef óskað er. Uppl. í símum 25783 og 21845 eftir kl. 19.00. Teppahreinsun - Teppahreins- un. Hreinsið teppin sjálf. Leigjum út nýjar hreinsivélar til hreinsunar á teppum, stigagöngum, bíla- áklæðum og húsgögnum. Teppa- land, Tryggvabraut 22, sími 25055. Alhvít önd með toppi tapaðist frá Eyrarlandsvegi 29 aðfaranótt laugardags. Uppl. vel þegnar. Dúi Björnsson sími 22517. 0 Smáauglýsinga síminn er 24222 Ung stúlka óskar eftir að taka á leigu litla íbúð eða herbergi með aðgangi aö eldhúsi og baðher- bergi, sem næst Gagnfræðaskólan- um. Uppl. í síma 61408 milli kl. 19 og 20. Góð 4ra herb. raðhúsaíbúð til leigu á Brekkunni. Laus 1. sept. Uppl. í símum 24626 og 25763. 4ra herb. íbúð óskast fyrir 1. sept. helst í Glerárhverfi. Uppl. í síma 25240 frá kl. 18-19 næstu daga. Ungan námsmann vantar her- bergi sem fyrst. Uppl. á Radíó- vinnustofunni í síma 22817 frá kl. 9-18. 3ja. herb. ibúð í Þorpinu til leigu frá 1. sept. Á sama stað er til sölu hjónarúm með útvarpi og klukku. Uppl. í síma 25409 eftir kl. 18.00. Óska að taka á leigu 3ja til 4ra herb. íbúð frá 1. sept. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 71698 eftirkl. 19. Stúlka óskar eftir herbergi á leigu frá 1. okt. nk. Eldunarað- staðaæskileg. Uppl. í síma31133. Studio Bimbo á Akureyri auglýs- ir. Tek upp tónlist, tal, leikhljóð ofl. Fullvinn efni fyrir hljómplötugerð. Lagfæri gamlar upptökur. Vinn auglýsingar fyrir útvarp/sjónvarp. Stór upptökusalur (60 m2), tilvalinn fyrir stóra kóra og hljómsveitir. Nýtt píanó á staðnum. Fullkomin 16 rása hljóðupptökutæki. Get útveg- að aðstoðar-hljóðfæraleikara. Ódýr og góð þjónusta. Nánari uþpl. Öllum þeim mörgu, sem glöddu mig í tilefni afátt- ræðisafmæli mínu, þann 29. júlí sl., færi ég mínar innilegustu þakkir og bið þeim allrar blessunar Guðs. INGA KRISTJÁNSDÓTTIR. Bílasala Bílaskipti. Bílasalan Ós, Fjölnisgötu 2b, Akureyri, sími 21430. 19.00. 5 tonna Trader árg. '63 til sölu. Uppl. gefur Jóhannes Jóhannes- son Þórshamri á vinnutíma eða í sima 21529 milli kl. 7 og 8 e.h. Lada Canada árg. '81 til sölu, ekin ca. 30.000 km. Útvarp + segul- band og vetrardekk fylgja. Uppl. í síma 23461 á kvöldin. Rauður Lancer árgerð 1980 til sölu. Aðeins ekinn 30 þús. km. All- ar nánari upplýsingar i síma 25108 milli kl. 7 og 8 á kvöldin. í símum (96) 25704 og (96) 25984 milli kl. 19 og 20. Hreingerningar - Teppahreins- un. Tökum að okkur teppahreins- un, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkómnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. í síma 21719. Laugalandsprestakall. Messað verður á Grund sunnudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Sóknarprestur. Akureyrarprestakall. Guðsþjón- usta verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag 14. ágúst kl. ! 1 árdcgis. Sálmar: 2, 250, 189, 321, 26. Þ.H. Glerárprestakall. Kvöldguðs- þjónusta verður í Lögmannshlíð- arkirkju sunnud. 14. ágúst kl. 20.30. Séra Pétur Þórarinsson á Möðruvöllum messar. Sóknar- prestur. Eftirtalin börn héldu hlutaveltu fyrir nokkru í Lyngholti 24 og gáfu hjúkrunarheimili aldraðra í Systraseli ágóðann sem var 700 kr.: Birna Ásgeirsdóttir, Ragn- heiður Vala Arnardóttir, Vilborg Hreinsdóttir, Bjarki Hreinsson, Heiða Kristín -Jónsdóttir. Með þökkum móttekið. Forstöðu- maður. Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10. Fimmtud. 11. ágúst kl. 20.30 biblíulestur. Sunnud. 14. ágúst kl. 20.00 bæn og kl. 20.30 almenn samkoma. Allir velkomnir. Ffladelfia Lundargötu 12. Fimmtudagur 11. ágúst kl. 20.30: Bænasamkoma. Sunnudagur 14. ágúst kl.20.30: Almenn sam- koma. Ræðumaður: Rita Allum frá Kanada. Allir hjartanlega velkomnir. Fíladelfía. Frá Fcrðafélagi Akureyrar. Næstu ferðir félagsins eru: Jökulsárgljúfur og upp með Jök- ulsá á Fjöllum að vestan 13. og 14. ágúst (2 dagar). Gist í Mý- vatnssveit væntanlega í húsi. Arnarvatnsheiði, Langjökull: 18.-21. ágúst (4 dagar). Laugarfell, Ingólfsskáli: 27.-28. ágúst (2 dagar). Gist í húsi. Kringluvatn, Geitafellshnjúkur: 3. september (dagsferð). Berjaferð: 10. september Kaffisala verður í sumarbúðun- um að Hólavatni, Eyjafirði sunnudaginn 14. ágúst milli kl. 14.30 og 18.00. Verið velkomin. KFUM og KFUK. Ibúar Glerárprestakalls. Verð fjarverandi frá 10.-19. ágúst. Séra Pétur Þórarinsson á Möðru- vöilum þjónar í fjarveru minni. Sími hans er 21963. Pálmi Matt- híasson. Minningarspjöld Minningarsjóðs Guðmundar Dagssonar Kristnes- hæli fást í Kristneshæli, Bóka- versluninni Eddu Akureyri og hjá Jórunni Ólafsdóttur, Brekkugötu 21 Akureyri. Skrifstofa SÁÁ. Strandgötu 19 b er opin alla virka daga frá kl. 4-6 (16-18). Pantanir í viðtalstímann í síma 25880 frá kl. 9-16 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Minningarkort Akureyrarkirkju fást í verslununum Bókval og Huld. Innilegar þakkir vil ég fiytja öllum þeim sem heiðr- uðu mig með heillaóskum og veglegum gjöfum á 70 ára afmæli mínu 26. júlí sl. Hafið þökk fyrir samstarf liðinna ára. Guð blessi ykkur öll. JÓHANNES REYKJALlN TRAUSTASON, Ásbyrgi, Árskógshreppi. J .t Bróðir minn RAGNAR ÁSGRÍMSSON, Aðalstræti 70 er lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 3. ágúst verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 11. ágúst kl. 13.30. Ágúst Ásgrímsson. Móðir okkar KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, frá Ysta-Gerði lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður á Möðruvöllum fram. Ragnheiður Jónsdóttir, Valdimar Jónsson, Gunnbjörn Jónsson. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför KLEMENSAR VILHJÁLMSSONAR Brekku, Svarfaðardal. Sigurlaug Halldórsdóttir, Guðrún Klemensdóttir, Kristín Klemensdóttir, Gunnar Jónsson, Sigurður Marinósson og barnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.