Dagur - 12.08.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 12.08.1983, Blaðsíða 7
Myndir og texti: Gísli Sigurgeirsson n gróðurlendi rýrnar: Me/ra en heimingur reynslan, en við vitum ekki hvernig á þessu stendur. Þessi uppgræðsla er unnin í sambandi við Blönduvirkjun, til að bæta bændum beitiland, sem fer undir uppistöðulón virkjunar- innar. Samtals á að rækta upp 550 ha lands og það er Lands- virkjun sem stendur straum af kostnaðinum. í ár dreifum við rúmlega 200 tonnum af áburði og 200 tonnum af grasfræi. Fræið er allt húðað en húðin dregur til sín raka og flýtir fyrir spírun. Auk þess verður húðunin til þess að frækornin og áburðarkornin fylgjast betur að í fallinu. Hluti af áburðinum fer á þau svæði sem búið var að sá í áður. Við notum Pál Sveinsson eingöngu í þetta verkefni núna, en einnig hafa nokkrir bændur tekið að sér að „Úlfadeildin“ sér um að hlaða bílinn af áburði og fræi, sem síðan er dælt um borð í flugvélina. Hér eru Þórhallur Svavarsson og Pálmi Pétursson. " ** X >, > dreifa áburði á nokkrum stöðum," sagði Sveinn. ' Örfoka land - Hvað með árangur af þessari uppgræðslu, ertu bjartsýnn? „Þetta er örfoka land og því lítt gróið en ég hef góða von um að þetta sé framkvæmanlegt. Að vísu er þetta hátt yfir sjávarmáli en árangurinn af þeim tilraunum sem gerðar hafa verið gefur góð- ar vonir. í Blöndusamningnum er ákvæði um að reyna til þrautar að rækta upp ný beitilönd, í stað þeirra sem fara undir vatn. Þetta er upphafið að því en á næstu fjórum árum verður látið á það reyna hvort þetta er hægt eða ,Úlfarnir“ Skúli Haukur Skúlason og Pétur Guðmundsson losuðu pokana í sílóið. ekki. Ef þetta tekst ekki á raun- hæfan hátt verður að leita ann- arra ráða til að bæta bændum landskemmdir," sagði Sveinn. ® Gengið hörmulega „Þetta gekk hörmulega hjá okkur til að byrja með í sumar, vegna sífelldra rigninga og dumbungs fyrir sunnan," sagði Stefán Skaftason, sem stjórnar áburðar- dreifingu Landgræðslunnar, í samtali við Dag. Hann sagði ver- tíðina hafa byrjað 13. júní. Fyrstu 3 dagana var flogið frá Reykjavíkurflugvelli og dreift 84 tonnum á Reykjanesskagann. Síðan var farið í Gunnarsholt, en þar voru lítil afköst vegna rign- inga. Þó tókst að dreifa 368 tonnum. 7. júlí var farið til Sauð- árkróks og um síðustu helgi lauk Landgræðslan við dreifingu á 300 tonnum frá flugvellinum í Aðal- dal. Eftir það var haldið í Gunn- arsholt aftur til að dreifa því sem eftir var þar. Starfsmenn Landgræðslunnar á Sauðárkróksflugvelli: F.v. Pétur Steinþórs- arsson, Pétur Guðmundsson, Skúli Haukur Skúlason, þessir fjórir síðasttöldu son, flugmaður, Hafsteinn Heiðarsson, flugmaður, Hannes Thorarensen, tilheyra „ÚIfadeildinni“, og lengst til hægri er Gísli Þorsteinsson, flugstjóri. flugmaður og flugvirki, Stefán Skaptason, Pálmi Pétursson, Þórhallur Svav- 12. ágúst 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.