Dagur - 12.08.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 12.08.1983, Blaðsíða 8
Þátturinn hefst með þrem vís- um eftir Leó Jósefsson á Þórs- höfn en hann hefur lengi unnið í frystihúsinu. Einhverju sinni þótti verkstjóranum hann hafa sest of snemma að kaffiborðinu, en fékk þetta svar: Leið mér þykja íangvinn rausin þeim löngum fylgja engin hik ef fyrirtækið fer á hausinn fyrir eins manns vinnusvik. Leó var að „stála“ fyrir Sól- veigu vinkonu sína og kvað: Sértu bæði sól og veig síst þér ætti að gleyma. Af vörum þínum vænan teyg vildi ég bergja heima. Önnur vinkona bað Leó að stála áður en vinna hófst: Pér greiða skal ég gera senn, - gagnslaust er að híma - því fimm mínútur á ég enn eftir af mínum tíma. Fyrir mörgum árum orti eyfirsk heimasæta á dansleik, þar sem þrekvaxin mær lét mjög að sér kveða á dansgólfinu: Enginn slíka yndisríka auðarbrík um gólfið dró. Pilsið fýkur. Rykið rýkur. Rassinn líkist ólgusjó. Um sama leyti orti heimasætan svo um nýja bók er olli miklu umtali: Þó við orðstír þessa manns þjóðin öll af lotning gapi ekkert bera hetjur hans afhrútunum - í jólaskapi. ,9Nu er Dagur næsta magur •• j, , neyðarbragur honum á“ í verðlaunasamkeppni um bestu vísuna orti fyrrnefnd heima- sæta: Týnist arfur æskumanns. Óskin djarfa blundar. Gáfur, starf og guðmóð hans gleypa þarfir stundar. Það var líka fyrir mörgum árum að ungur framsóknarmaður reif umbúðirnar af Degi og tók að lesa. Honum varð að orði: Nú er Dagur næsta magur. Neyðarbragur honum á. Vesæll, ragur, virðist hagur við að naga bökin smá. Að sjálfsögðu kom svo bragar- bótin: Dagur nær að fást við drauga og fella marga sendinguna. Það er sagt að ugluauga illa þoli „dagsbirtuna“. Jón Þorsteinsson á Arnarvatni orti til Hjálmars Stefánssonar fiðluleikarans fræga. Hjálmar var talinn sérvitur: Ekki var við allra lensku aðferð þín í háttunum, en allir fundu fyrirmennsku í fiðlubogadráttunum. Jón orti um mann sem bjó sig til grenjaleitar: Gengur meður gæruskinn gömul refaskytta. Þarna ætlar andskotinn ömmu sína að hitta. Það er sjaldgæft að ær beri á hausti. Þetta á þó að hafa hent snemma á öldinni þá sláturfjár- rekstur Mývetninga var kominn á leiðarenda. Þá kom upp vísa sem eignuð var Hjálmari Stef- ánssyni: Reiddi fár að ráðherrum. Risu hár á kónginum. Þá var ár í uppsveitum. Ærnar báru í gálganum. Þættinum lýkur með vísum eftir Jón Þorkelsson er bjó á íshóli og síðar að Jarlsstöðum í Bárð- ardal. Mun hann hafa ort þær háaldraður: Létt ég hafði lundarfar, laus við málminn Rínar. Tíðum lét ég taumslakar tilfinningarnar mínar. Ég er hjartans ánægður. Ekki er margt að trega. Meyjan svarta mér hefur miðlað artarlega. Mikið er um manndómsspjöll mínum lífs á kjörum. Heymin, sjónin, orkan öll, allt er það á förum. 0 Fréttarokur Mikil gúrkutíð hefur verið í frétt- um undanfarið. Þessi fastastríð allt frá Líbýu til Afganistan eru ekki lengur nýmeti. Því hafá orð- ið rokur miklar af litlu tilefni til að hressa upp á doðann: Hingað til lands kom í sumar varaforseti Bandaríkjanna. Á því méli fylltust fjölmiðlar slíkum áhuga á atómsprengjunni að helst leit út fyrir að fyrsta bomban væri þegar komin af stað. Eftir fjög- urra sólarhringa hvalablástur um þetta þarfaþing til mannvíga voru jafnvel fréttamenn sjálfir farnir að trúa svo fast á að sprengjurnar féllu þá þegar að þeir kölluðu for- stöðumann Almannavarna til við- tals um hvað nú mætti til varnar verða grillinu. Hann var að vanda traustvekjandi og upplýsti að til væru nú þegar á landi voru sprengju- og geislaheld skýli fyrir okkur öll; láðist bara að geta þess hvar þau væri að finna. Loks fór varaforsetinn af landi burt og bomban gleymdist í fréttum. Menn tóku aftur gleði sína. Núverandi aðalforseti Banda- ríkjanna er áhugamaður mikill um styrjaldir og vígbúnað. Hon- um er einnig ofarlega í huga sem von er að koma stríðstólunum fyrir á lendum vina sinna svo mót- herjar, sem ekki eru síður í stuði, spilli ekki hans eign akri. Þetta er allt mjög að skapi ýmissa ráða- manna á íslandi og mega þeir ekki heyra minnst á kjarnorkulausa Evrópu, hvað þá Norðurlönd ein. Sá er þetta ritar er svo lítill áhugamaður um að steikja fólk lifandi að hann myndi telja sál sinni betur borgið með því að verða steiktur sjálfur en eiga hlut að því að steikja aðra. 0 Næsta roka Annað fréttafárviðri gekk hér yfir um daginn út af skýrslu um fiskmat. Fjölmiðlar kepptust um hver gæti haldið lengst út í mál- æði. Rætt var við hvern mann um matið þá er eitthvað tengdust fiski, alla nema neytendur. Og öll ósköpin áttu sér stað vegna þess að hráefni þetta reyndist ekki ná- kvæmlega eins á hverjum stað og tíma né við ólíkar aðstæður. Fréttafárviðrið stóð á sjötta sólar- hring en slotaði þá jafnskyndilega og það brast á. Viku seinna kom í ljós einn jákvæður punktur: Það á að hætta að meta hærra magn en gæði. 41 Matarrokur Algengustu rokufréttir eru um nýuppgötvaðar hættur sem fólki stafar af þessari og þessari tegund matvæla; eitt það frægasta hættan af neyslu hangikjöts um áramót. Ég man í svipinn ekki eftir neinni tegund matar er við neytum hér sem einhver vísindamaðurinn hefur ekki einhvern tíma uppgötv- að að væri bráðdrepandi. Fjöl- miðlar eru alltaf jafngleypigjarnir og fræða okkur um þennan voða. Þeir sem tækju eitthvað af þessu alvarlega myndu löngu dauðir úr hungri ellegar þá hræðslu við það sem þeir neyddust til að stilla sult- inn með, þrátt fyrir viðvaranir. Við höfum verið vöruð við öll- um tegundum landbúnaðarvara. Þá má ekkert salta né reykja og hvorki sjóða úr matnum vítamín né eta hann hráan. Nú síðast stóð bunan út úr fjölmiðlunum: Kaffi er svo bráðdrepandi að hver sem drekkur af því einn bolla er þegar ofurseldur kransæðastíflu eða krabba og þó trúlegast hvoru tveggja. Sjálfur hygg ég að á kreppuár- unum þegar almenn fátækt ríkti hafi fleiri dáið úr kaffileysi en kaffidrykkju. Og kannski er það eini kosturinn við dýrtíðina núna að hún bjargar okkur frá því að borða „lífshættulegan“ mat. • . . Af rokugangi 8 - DAGUR - 12. qgúsjt 1883

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.