Dagur - 12.08.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 12.08.1983, Blaðsíða 9
AKUREYRARBÆR Kartöflugeymsla Vegna hreinsunar á kartöflugeymslu bæjarins, eru þeir sem hafa hólf á leigu, beðnir að tæma þau fyrir 18.8.1983. Greiðsla leigugjalda fyrir 1984 hefst 16.8. Í983 á bæjarskrifstofunum, Geislagötu 9. Greiða verður leigugjaldið innan 10 daga. Eftir þann tíma verða hólfin leigð öðrum. Móttaka hefst 20.9.1983 Garðyrkjustjóri Frá Vistheimilinu Sólborg 50% staða hjúkrunarfræðings og nokkrar stöður vaktavinnufólks eru lausartil umsóknar. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Sólborgar í síma 21755 virka daga frá kl. 9-15. Forstöðumaður. • Gleði sem þrarr Eftir nokkrar misheppnaðar til- raunir að finna heitt vatn í ná- grenni Akureyrar misstu flestir móðinn nema Ingólfur Árna- son, fyrrverandi bæjarfulltrúi, gafst aldrei upp. Þegar vatnið loks fannst þótti mörgum sem hér væri fundin sú gullæð er þjóna myndi okkur til heilla um alla framtíð. Hitaleiðsla var lögð til bæjarins og dreifikerfi um hann allan. Þetta gekk allt fljótt og vel og sárin eftir umrótið greru. Hitaveitunni fögn- uðu víst flestir. Verð var í fyrstu viðráðanlegt. Það var bjart yfir; en brátt þyngdi að. Nú er hitaveitan orðin blóð- suga á okkur og við getum ekkert gert okkur til varnar. Það eru ekki einu sinni reykháfar á húsunum okkar þó við vildum fara að taka upp svörð. Niðurgreitt rafmagn til húshitunar er ófáanlegt hér og olíukyndingartækjunum var fleygt á hauga. Þeir eiga því við okkur allskostar sem stjórna þess- um málum. Við þurfum tvo lítra af heitu vatr.i til að hita meðalíbúð. í júlí kostuðu þeir 1.718 krónur. Síðan var leyfð 17% hækkun. Við get- um ekki sparað vatn: Hér eru eng- ir mælar, ekki greitt eftir eyðslu og því sama mánaðargjald sumar vjg vetur, hvort sem menn skrúfa frá ofni eða ekki. Tvær kynslóðir í landinu hafa ræktað það, byggt varanleg hús, lagt vegi, reist orku- og iðjuver fyrir framtíðina. En eiga þær að greiða það allt í topp líka? Er ósanngjarnt að komandi kynslóð- ir taki á sig hluta af þeirri byrði? Hitaveita er varanleg, greiðsla stofnkostnaðar ætti að dreifast á hundrað ár. Við höfum gortað af þeim auð- lindum sem við eigum í fallvötn- um og jarðhita. En svo hefur æxl- ast til að nýtingin hefur orðið okk- ur ofviða og stóriðjan, sem átti að standa undir öllu saman, varð ekki sú Gróttakvörn er malar okkur gull. Við verðum að greiða með henni (sbr. Járnblendiverk- smiðjuna á Grundartanga) og orkusalan til hennar varð orku- gjöf (sbr. Straumsvík). Sjálfur forsætisráðherra okkar viður- kenndi í sjónvarpi nýlega að inn- lenda orkan væri alltof dýr. Þetta fá neytendur svo sannarlega að reyna og ganga í keng undir þeirri byrði sem orkusalar leggja þeim áherðar-a.m.k. utan höfuðborg- arinnar. Við Akureyringar fáum að reyna þetta í sambandi við hitaveituna okkar. Kvörnin sem átti að mala okkur gull malar nú fjárhag okkar og veldur hryggð og reiði. Manni verður spurn: Eru hér ekki illa rekin tryppin á einhvern hátt? ^ FÓLKÁFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast að hver sé á sínum stað Hljomplötuutsala Litlar plötur á kr. 50,- Stórar plötur frá kr. 100,- UiWiBUÐIN BUIMIMUHLÍO 3“ 22111 VIÐ EIGUM SAMLEIÐ S______________r yujEBVMR Iðnaðarhúsnæði Óskum eftir aö taka á leigu 200-300 m2 iðnaðar- húsnæði. Uppl. í síma 24727 á skrifstofutíma. Félag aldraðra á Akureyri Ferðalag félagsins að Laugum í Sælingsdal miðviku- dag 17. ágúst. Brottförkl. 9.30 f.h. frá félagsheimilinu. Mætum öll hress og kát kl. 9. f.h. Ferðanefnd. DMGIMAR EYDAL OG EDDAN Nú gefst ykkur tækifæri á að sigla með Ingimar Eydal, og hljómsveit hans, á Eddunni. Hljómsveitin, sem gert hefur garðinn frægan í Sjallanum, Akureyri, mun halda uppi feikna stuði allan tímann. Dansmúsík við allra hæfi. Rifjið upp gamlar stundir og eignist nýjar, í eftirminnilegu hringsóli með Eddunni. Verslunarferð til Newcastle Innifaldar tvær nætur á hóteli í Newcastle Kr.: 8.800. Hríngsól (með hálfu fæði) Kr.: 9.730.- AKUREYRINGAR! Sérstök hópferð Upplýsingar gefur mnboðsmaður Akureyri Ingimar Eydal sími 96-21132___ 12. águst 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.