Dagur - 15.08.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 15.08.1983, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI paWH 66. árgangur Akureyri, mánudagur 15. ágúst 1983 89. tölublað Hvernig verður dæmt í útburðarmálinu? „Úrskurðar að vænta seinni partinn í dag" - sagði Sigurður Eiríksson, fulltrúi fógeta, í morgun Útbui-ðarmáli ð var tekið fyrir í fógetarétti á laugardaginn, en þá fóru þar fram vitnaleiðslur. „Úrskurðar er að vænta í mál- inu seinni partinn í dag", sagði Sigurður Eiríksson, fulltrúi fógeta, sem dæmir í málinu, í samtali við Dag í morgun. Málið snérist um það hvort birt- ing dóms Hæstaréttar fyrir þeim Ólafi Rafni Jónssyni og Danielle Somers hefði verið lögmæt. Verði birtingin dæmd óiögmæt verður að birta þeim dóminn að nýju og þá fyrst getur aðfarafresturinn byrjað að líða en hann er þrír mánuðir. Verði birtingin hins vegar dæmd lögmæt gæti Ólafur og fjölskylda hans átt von á því að verða borin út strax og dómur fellur. Gísli Ólafsson og Jón Bene- diktsson, stefnuvottar, voru með- al þeirra sem komu fyrir réttinn sem vitni. Lögðu þeir fram undir- skrifaða yfirlýsingu þess efnis að þeir hefðu báðir verið á staðnum er dómurinn var birtur og að Jón hefði beðið í bíl Gísla sem lagt var fyrir utan húsið. Ólafur Rafn seg- ist hins vegar viss um að Jón hafi ekki verið með í förinni og hafi hann orðið sérstaklega hissa er hann varð þess var. Jón sagði fyrir rétti að hann áskildi sér allan rétt til að fara í vegna við- meiðyrðamál við Ólaf þessa. Það vakti athygl staddra að Jón sagðist aldrei hafa talað við dómþolendur (Ólaf Rafn og Danielle) og ekki þekkja þau í sjón er dómurinn var birtur þeim, en ennfremur sagðist hann hafa skrifað niður hverjum dóm- urinn hefði verið birtur og klukk- an hvað. ÚA togari: „Málið rættí mestu vinsemd" „Það var heldur fátt sem gerð- ist í þessu máli, það var rætt í mestu vinsemd og menn skipt- ust á skoðunum og við Iögðum nokkrar spurningar fyrir aðila Slippstöðvarinnar. Svars frá þcim er að vænta á næst- unni," sagði Sigurður Óli Brynjólfsson stjórnmarmaður í U.A. um viðræður þær sem fóru fram milli Útgerðarfé- lagsins og Slippstöðvarinnar á föstudaginn. Næsti fundur þessara aðila hefur ekki verið ákveðinn en mun verða fljótlega. Að sögn Sigurðar Óla voru fundarmenn jákvæðir og fundurinn var í alla staði hinn ágætasti. .¦¦¦"¦ ¦ : Bifreið valt í Öxnadal Fíat bifreið valt við Engimýri í Öxnadal á laugardaginn. Valt bifreiðin a.m.k. eina heila veltu því í lögregluskýrslu segir að hún hafi verið „beygluð allan hringinn." Tvær konur sem voru í bifreið- inni voru fluttar á slysadeild til rannsóknar en þær kvörtuðu um eymsli í baki og víðar. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri var fremur tíðindalaust á víg- stöðvunum um helgina ef ölvun og ólæti í miðbænum á föstudags- kvöld eru undanskilin. Frá vitnaleiðslum á laugardag. Jón Benediktsson, stefnuvottur, ber hér vitni. Gissur Kristjánsson, lögmaður Ólafs Rafns og Daniellu, vildi fá Jón til að merkja staðsetningu bfls Gísla er dómsbirtingin fór fram, en hann neitaði því. Gissur stendur yfir Jóni. Ljósm.: KGA. Líkamsárás og brotnar rúður Mikil ölvun var í miðbæ Akur- eyrar á föstudagskvöld og að- fararnótt laugardags, óvenju- mik.il að sögn lögreglu í bænum. Tvær rúður voru brotnar í verslunum í miðbænum og hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem þar voru að verki. Þá varð maður fyrir líkamsárás og var hann fluttur á sjúkrahús en ekki er kunnugt um hversu alvarleg meiðsli hans eru. Tilkynnt hefur verið til rannsóknarsögreglunnar að líkamsárás þessi muni verða kærð þangað. Ennopiö í Las Vegas „Staðurinn er ennþá opinn að ég held, enda ekkert bann verið sett á hann ennþá. En ég býst við að eitthvað gerist í þessu máli í dag", sagði Hreinn Pálsson, bæjarlög- maður, við Dag í morgun er hann var spurður um Las-Vegas málið. Nú hefur Dagur fregnað að búið sé að opna leiktækjasal án leyfis í Kaupangi og sagði Hreinn að það mál yrði að skoða líka. Menn yrðu að athuga hvað þar væri að gerast. qlevmt til sósuna" -bls.9 Allt ui þrottir elgar- ii innar -bls6-7 U Seggi Skans lætur amminn geysa! -bls. 8

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.