Dagur - 15.08.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 15.08.1983, Blaðsíða 2
Magnús Gauti Gautason: „Mjög lítið og sem allra minnst. Ég het' að vísu lent í því að tala viö Dani, en hef þá bjargað mér á skandinavísku." Erna Sigurjónsdóttir: „Nei, það er varla hægt að segja það.“ Elín Sigtryggsdóttir: „Nei, ekki geri ég það.“ Einar Pálmi Sigmundsson: „Nei. Jú, ég hef reyndar lært hana, en aldrei lent í því að tala við Dani á dönsku." Gísli Ólafsson: „Svona lítillega. Ég hef lent í jví að tala við Dani og það er allt í lagi eftir að maður er byrj- aður. Það er erfiðast að komast af stað. Svo eru líka flestir sem tala ensku betur en dönsku.“ ,,Allir titlar fjúka fyrír holu í höggi“ -spjallað við golfleikarnann og „klínikdömuna“ Jón Þór Gunnarsson Jón Þór Gunnarsson, golfleik- ari hefur verið duglegur við að slá hvítu kúlurnar í sumar. Enda er afrekaskráin orðin góð: Sigur í Jaðarsmótinu, sigur í Olíubikarnum og það sem glæsilegast var - hola í höggi. Jón Þór hefur að undanförnu starfað sem „klínikdama“ á tannlæknastofu, en í dag yfir- gefur hann Akureyri og heldur til Alabama í Bandaríkjunum þar sem hann verður við nám - og golfleik - í vetur. Tíðinda- maður Dags spurði Jón Þór hvort þetta hefði ekki verið mjög gott sumar í golfinu? „Mjög gott? Það hefur nú áður gengið betur. En þetta hefur verið betra en undanfarin ár, ég er að ná mér upp úr lægð sem ég hef verið í síðustu þrjú árin. Maður hafði um annað að hugsa og það var eitt og annað sem tók frá manni tíma. Núna liggur þetta léttar fyrir mér, það er allt að komast í eðlilegra horf.“ - Hvenærbyrjaðirðuágolfleik fyrir það fyrsta? „Það var sumarið 76. Þá fluttum við upp í golfskáia og rákum hann í tvö sumur. Auðvitað komst maður ekki hjá því að grípa í kylf- urnar, var í golfi minnst tíu tíma á dag. Ég var fljótur að koma mér í fullorðinsflokk, kominn þangað 14 ára.“ - Og hvenær kom svo fyrsti stóri sigurinn? „Ég man það ekki, þetta var allt saman svo óskaplega stórt þegar maður var að byrja.“ En það er ekki nóg með að Jón Þór hafi verið að spila golf, hann var einnig vallarstjóri á Jaðars- velli í tvö sumur. „Það er allt að því óþolandi starf, óskaplega þreytandi hvað fólk gerir mikið af því að kvabba hluti sem það veit akkúrat ekkert um hluti sem það veit akkúrat ekk- ert um. Auk þess eru vélarnar þarna í heldur slæmu ástandi, mér þykir ekki nógu mikið gert af því að leggja peningana beint í völlinn sjálfan heldur var farið að byggja við skálann. Persónulega þykir mér að heldur hefði átt að verja peningunum til að byggja upp völlinn.“ - Er þetta ekki sæmilega góður völlur? „Miðað við hvar hann er, jú. Loftslagið hér er ekki alveg eins og best verður á kosið fyrir snögg- sleginn gróður. En það er ákaf- lega skemmtilegt landslag á vell- inum og þá sérstaklega nýrri hlut- anum. En það er margt sem þarf að bæta, teigarnir eru til dæmis mjög lélegir flestir og þannig hef- ur ýmislegt komið í ljós sem þarf að bæta.“ - En hvað stendur svo til í framtíðinni? „Ég er að fara til Alabama í Bandaríkjunum, í háskóla þar að læra nokkurs konar bland af við- skipta- og verkfræði - helst ætla ég að ná báðum þessum grein- um.“ - Hvers vegna að rjúka til Bandaríkjanna? „Ja, lengi vel framan af síðasta vetri hafði ég helst í huga að gera ekkert næsta vetur. það var svo um áramótin að ég fékk einhvern bakþanka, fór að velta fyrir mér möguleikum á að fara eitthvað og fékk þá flugu í höfuðið að fara til Bandaríkjanna. Svo ég rauk í það. Og að því leyti sem ég þekki til í Háskóla íslands líst mér lítið á að fara í hann. Kröfurnar í verk- fræðideildinni eru óhóflegar.“ - Kemur það sér ekki vel í skólanum úti að vera góður í íþróttum - til dæmis golfi? „Jú, óneitanlega, ég er tíundi íslendingurinn sem verð í þessum skóla og átta af hinum níu eru í frjálsum íþróttum.“ - Er sæmileg aðstaða fyrir golf- ara þarna? „Skólinn á einkagolfvöll með klúbbhúsi og hefur sérstakan þjálfara. Það verður að koma í ljós hvort golfið bitnar á náminu, en ég verð að viðurkenna að ég er ekki síður að sækjast eftir golfinu en verkfræðinni.“ - Förum út í aðra sálma svona í lokin, var ekki gaman að fara holu í einu höggi? „Allir titlar fjúka fyrir holu í höggi.“ Hlykkjótt vegmerking hug að maður sé að aka Vaðla- Mér fannst þetta ágætt og það meðan ekið er og skapar létta heiðina. eitt að skoða þetta styttir tímann stemmningu. Vildu bara vita hvort við værum að skilja Vegfarandi hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Ég átti á dögunum leið út á Dalvík og ók sæll og glaður eftir veginum góða sem lagður er bundnu slitlagi nær alla leið þangað. Ekki spillti það skapi mínu að fylgjast með merking- unni á veginum, en.miðlína hefur verið máluð á veginn eins og vera ber. Það sem mér fannst svona skemmtilegt var að þeir sem hafa málað merkinguna á veginn hafa notað það tækifæri til að æfa sig í „fríhendisteikningu“ og eru oft ansi myndarlegir hlykkir á línunni og á sumum stöðum hlykkjast lín- an áfram svo manni dettur helst í „Auglýsandi“ hringdi: Ég fékk birta smáauglýsingu í Degi fyrir skömmu og auglýsti hjónarúmið mitt til sölu. Sama dag og blaðið kom út hringdu í mig tvær konur, voru þó ekki að spyrja um rúmið og höfðu engan áhuga á því að vita neitt um það. Þær höfðu hins veg- ar mikinn áhuga á því að fá að vita hverjir ættu heima þar sem rúmið væri til sölu og hvers vegna væri verið að selja það, hvort við vær- um að skilja og fleira í þeim dúr. Rúmið er ekki selt enn, en ef ég auglýsi það aftur þá ætla ég að taka fram í auglýsingunni að við séum ekki að skilja, rúmið sé úr dökkum við og mig langi svo í ljóst hjónarúm í staðinn. En ég hefði ekki trúað því að óreyndu að fólk hefði áhuga á að velta sér upp úr svona hlutum. 2 - DAGUR - 15. ágúst 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.