Dagur - 15.08.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 15.08.1983, Blaðsíða 3
,Líst velá þetta verk- efni' - segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri MyFair Lady hjá L.A. „Mér líst ákaflega vel á þetta. Þó um sé að ræða stórt verk, eru stór hlutverk ekki mjög mörg og það er hörkugóður mannskapur sem við höfum í þessu,“ sagði Þórhildur Þor- leifsdóttir leikstjóri My Fair Lady, í stuttu spjalli við Dag. „Eg hef ekki séð Passíukórinn á sviði en ég hef heyrt í honum á konsert í Reykjavík. Þetta er feiknalega skemmtilegur kór.“ - Kemst þetta verk fyrir í Leik- húsinu? „Það verður auðvitað að sníða hér stakk eftir vexti. Að hafa tíu leikara á sviðinu hér er álíka og að hafa þrjátíu á sviði í Þjóðleikhús- inu. Stór hlutverk í þessu verki eru ekki mörg og það hversu margir aukaleikarar eru og hve stór kórinn er, fer fyrst og fremst eftir sviðsstærð. Ég þekki þetta hús mætavel, ég vann hér í mörg ár og þetta er mjög gott hús. Ég er líka orðin ýmsu vön og úr því mér tókst að troða heilli Töfraflautu inn í Gamla Bíó þá ætti að takast að koma My Éair Lady fyrir hérna.“ Leikhópurinn kom saman í fyrsta sinn á þriðjudaginn. „Hörkugóður mann- skapur,“ segir Þórhildur leikstjóri. Til að byrja með fara æfingar fram í Möðruvöllum, þar eð ýmsar framkvæmdir standa yfir í Leikhúsinu. Ragnheiður Steindórsdóttir sem leikur aðalhlutverkið, Þórhildur leikstjóri og Jón Þórisson sem gerir leikmynd. Stuðmenn að störfum. Stuðmenn á Norðurlandi Hinir geysivinsælu Stuðmenn sem verið hafa á faraldsfæti að undanförnu, hyggjast heiðra Norðlendinga með nærveru sinni um næstu helgi og halda tónleika á nokkrum stöðum. Á föstudag verða tónleikar í Ólafsfirði, í Miðgarði á laugardag og í Sjallanum á sunnudag. Þá verða einnig unglingatónleikar í Sjallanum og verða þeir haldnir nk. mánudag. Væntanlega verður feikna stuð eins og venjulega þeg- ar þeir kappar sem skipa hljóm- sveitina eru á ferðinni, en þeir eru „með allt á hreinu“. 20% afsláttur Mánudaginn 15. ágúst hefst útsala á öllum silungs- og laxveiðarfærum. Einnig á vöðlum og bússum. Opið á laugardögum frá kl. 10-12. V Iðnaðarhúsnæði Óskum eftir að taka á leigu 200-300 m2 iðnaðar- húsnæði. Uppl. í síma 24727 á skrifstofutíma. Hljómplötuutsala Litlar plötur á kr. 50,- Stórar plötur frá kr. 100,- "^»0iínnr bumioumuo ■y-snBUÐIN s 22111 Adidas New York Stærðir 36-54. Sporthú^idh, HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 15. ágúát 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.