Dagur - 17.08.1983, Side 1

Dagur - 17.08.1983, Side 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR ' AKUREYRI & PETUR 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 17. ágúst 1983 90. tölublað Leiktækjasalur opnaður án leyfis — og síðan lokað daginn eftir þar sem leyfi var ekki fyrir hendi Fyrr í vikunni var opnaður nýr leiktækjasalur í verslunarmið- stöðinni í Kaupangi, en hann er í kjallara nýrrar kaffistofu sem opnuð var þar á sama tíma. Ekki var þó leiktækjasalurinn opinn lengi, því bæjarylirvöld fóru þess á leit að staðnum yrði lokað þar sem hann hafði ekki tilskilin leyfi. „í reynd getur enginn veitt leyfi fyrir svona stað, það eru engin lög til um þetta,“ sagði Sigmundur H. Jakobsson sem er einn eigenda nýja leiktækjasalarins sem lokað var er Dagur leit þar inn á meðan salurinn var enn opinn. „Þegar við sóttum um leyfi fyrir kaffistofunni vísaði bæjarstjórn á fógeta, sem aftur vísaði á bæjar- stjórn. Og þannig var okkur þvælt á milli aðila í kerfinu þar til að lokum tókst að fá leyfið", sagði Sigmundur. „Við einfaldlega reiknuðum með að ef við mynd- um fara fram á að fá leiktækjasal- inn líka, gæti það orðið til þess að önnur eins flækja færi af stað. Slíkt hefði hugsanlega getað haft í för með sér að við hefðum ekk- ert leyfi fengið, hvorki fyrir leik- tækjasalnum né kaffistofunni." Sigmundur sagði að aðilar, bæði frá bæjaryfirvöldum og æskulýðsráði hefðu skoðað staðinn. Nú væri unnið að því að setja reglur um aldurstakmark og opnunartíma slíkra staða. „Við munum að sjálfsögðu fara að lög- um í einu og öllu í þessu sam- bandi, verði t.d. krafist fleiri teg- unda af leiktækjum munum við hlíta því. Og öll meðferð áfengis og tóbaks er auðvitað bönnuð hér. og ekið útaf Þrjú ungmenni tóku sér ferö á hendur s.l. manudagskvöld. Hvítri Lada fólksbifreið stálu þau fyrir utan hús á Brekkunni, lyklarnir voru í bifreiðinni og því auðvelt um vik. Leiðin lá síðan inn í bæ, nokk- uð gekk ferðin illa þar eð Bakkus var með í förinni. Ferðin endaði síðan utan vegar og inní trjárunna fyrir neðan Háteig, skammt frá flugvellinum. Þar lenti bíllinn á tréstaur og skemmdist verulega. Ferðalangarnir þrír sluppu með skrekkinn og lögðu á flótta inn í skóglendi þarna ofan til. Lögregl- an náði ungmennunum þar og við yfirheyrslu játuðu þau á sig verkn- aðinn. Einnig að um ölvun hefði verið að ræða. Það er ástæða til að hvetja ökumenn til að skilja ekki lyklana eftir í bílum sínum þegar þeir yfirgefa þá, og ekki er verra að læsa hurðum. Þannig for um okuferð þa. Bfllinn endaði á tré, allnokkuð skemmdur. Hér vinna lögregluþjónar að skýrslu á staðnum. Mynd; RGA Hasssmygl á Akureyri: „Náðum þessu áður en það fór í neyslu“ Tveir ungir menn voru teknir með 21 gramm af hassi á Akur- eyrarflugvelli síðastliðið föstu- dagskvöld, en efnið munu þeir hafa fengið frá Reykjavík með flugi. Við rannsókn kom í Ijós að fleiri aðilar tengdust þessu máli og voru þeir allir teknir til yfirheyrslu hjá rannsókarlög- reglunni. Mennirnir ætluðu efnið tU einkaneyslu. Málið er upplýst og rannsókn að mestu lokið. Mennirnir hafa ekki áður komið við sögu rannsókn- arlögreglunnar á Akureyri, og mál þetta tengist ekki öðrum viðlíka. „Við náðum þessu áður en það fór í neyslu, og það er jú alltaf okkar takmark,“ sagði Daníel Snorrason rannsókarlögreglu- maður í samtali við Dag. „Þetta mál verður sent til fíkniefnadóm- stólsins í Reykjavík og hann mun taka afstöðu til þess,“ sagði Daní- el. Að öðru leyti vildi hann sem minnst um þetta mál segja. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri vinnur að rannsókn mála eins og þessu, í samvinnu við Fíkniefnadeild rannsóknarlög- reglunnar í Reykjvík. Nokkuð er um að neytendur fíkniefna komist í kast við lögin, en innflytjendur og dreifingaraðilar sleppa yfir- Ieitt. Neysla fíkniefna hér á Akur- eyri mun vera svipuð nú og verið hefur á undanförnum árum. Hins vegar er við því að búast að þró- unin verði svipuð hér og hún virð- ist vera annarsstaðar, það er að segja að notkun þessara efna fær- ist í vöxt. „Við teljum okkur nú loks komin undan ógnun þessa fár- ánlega dóms sem við höfum átt yfír höfðum okkar nú í nokkra mánuði,“ sagði Ólafur Rafn Jónsson, þegar úrskurður í út- burðarmálinu. lá fyrir. „Eg vona að málið sé nú að komast í nokkuð eðlilegan farveg og að við getum rekið það áfram. Okkar hlið málanna hefur aldrei komið fram fyrir dóm- stólum. Við höfum aldrei feng- ið afhenta hér þá eignaprós- entu sem við keyptum í þessu húsi. Auk þess var þessi eign með öllu ólögleg þegar við keyptum hana, hún er brot á reglugerðum um heilbrigðis- og eldvarnamál.“ Úrskurður féll á mánudag og var hann á þá leið að ekki yrði af útburði. Úrskurðurinn hljóðaði þannig: „Birting dómsins 9. apríl 1983 var lögmæt. Aðför, sem mið- ar að því að gerðarþolar, Danielle Sommers Jónsson og Ólafur Rafn Jónsson, verði borin út úr íbúð þeirra að Þingvallastræti 22 Ak- ureyri, nær ekki fram að ganga. Málskostnaður fellur niður.“ Efnisleg niðurstaða dómsins er því sú að útburður eigi ekki við í þessu tilviki. Það er skilyrði fyrir útburði að gerðarbeiðandi, í þessu tilviki Gríma Guðmunds- dóttir, fái umráðarétt yfir eign gerðarþola, en hún hefur engan rétt til þess. „Ég á ekki von á því að þessu máli sé að fullu lokið,“ sagði Gríma Guðmundsdóttir í samtali við Dag. „Ég stefni áfram að því að fá þetta fólk flutt úr húsinu. Það er engin leið að búa í nábýli við það. Fólk sem brýtur niður veggi, stelur hurðum og annað í þeim dúr er ekki hæft í húsum.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.