Dagur - 17.08.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 17.08.1983, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 17. ágúst 1983 RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VIÐHALDSFRÍIR VEUIÐ RÉTT MERKI Vilja Sunnlendingar fá mjólk til vinnslu að norðan? Við getum unnið þetta sjálfir“ — segir Haraldur Gíslason mjólkurbússtjóri á Húsavík „Bæjarstjóm hefur samþykkt þessa tillögu okkar og meining- in er að ráða framkvæmda- stjóra til að sjá um verkið, því þetta verður sennilega nokkuð mikið verk“, sagði Gunnar Jó- hannesson, verkfræðingur, en hann lagði fram tillögu nýlega ásamt Ölafí Ásgeirssyni, að- stoðaryfírlögregluþjóni, um að haldin skyldi umferðarvika í september. Að sögn Gunnars yrði hún sennilega um eða eftir miðjan mánuðinn og að Iíkindum verður reynt að tengja hana skólum að einhverju leyti. „Hér á Akureyri er að jafnaði um einn árekstur á dag allt árið, og slys með meiðslum um tvö í mánuði, en við stefnum að því að þetta verði alveg slysalaus vika“, sagði Gunnar. Gagnlegar viðræður Stóriðjunefnd og Iðnþróunar- félag Eyjafjarðar funduðu um helgina og voru viðræður gagn- legar. Sérstaklega er til athugunar samstarf þessara aðila um að vinna að frekari athugunum á um- hverfismálum. Ekki hefur verið ákveðið um frekari viðræður. Atvinnuleysi IjUll Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumiðlunarskrifstofunni voru 113 manns skráðir atvinnulausir um síðustu mán- aðamót. 41 karl og 72 konur. í júlí voru skráðir 2042 heilir atvinnuleysisdagar, sem svarar til þess að 97 hafi verið atvinnulausir allan mánuðinn. Gefin voru út 335 atvinnuleysisbótavottorð í júlí með samtals 2085 heilum bótadögum. 33 „Mér fínnst það ekki koma til greina að fara að senda mjólk suður og láta vinna hana þar og sitja á sama tíma uppi með mannskapinn hér og hafa ekk- ert að gera,“ sagði Haraldur Gíslason mjólkurbússtjóri á Húsavík er við ræddum við hann í fyrradag. Tilefnið var það að útvarpið sagði frá því fyrir helgi að svo gæti farið að mjólk yrði flutt í einhverjum Rólyndi við Torfunef. Ljósm.: KGA. BCSJ3B „Ég segi allt ágætt fyrir ykkar hönd þama fyrir norðan en það verður ekkert nema bleyta hér sunnanlands,“ sagði Magnús Jónsson, veðurfræðingur, í morgun. „Það verða ansi litlar breyt- ingar á veðri næstu 4-5 daga. Ágætis kaflar verða fyrir norðan, en ég á ekki von á því að þið sleppið alveg við rign- inguna þótt þið fáið þetta ágæt- is veður.“ Aðalfundur Stéttarsambands bænda: „Framleiðslustjórn og erfiðleikar í sölu kindakjöts aðalmálin“ „Aðalmálin á þessum fundi verða framleiðslustjórn og erfíðleikar í sölu kindakjöts. Einnig verða ræddir erfíðleikar með heyskap og samdráttur í framleiðslu mjólkurafurða af þeim sökum,“ sagði Hákon Sigurgrímsson, framkvæmda- stjóri Stéttarsambands bænda, er Dagur spurði hann hver helstu málin yrðu á aðalfundi sambandsins sem haldinn verð- ur að Reykjum í Hrútafírði dagana 1.-3. september. „Paö hefur verið mikil óánægja með það að nota fé úr kjarnfóður- sjóði til að greiða niður áburð og rætt verður um það á fundinum,“ sagði Hákon. Þá sagði hann að nú lægi fyrir uppkast að frumvarpi um starfs- réttindi bænda. Þar segir að menn verði að hafa tilskylda menntun eða reynslu í bústörfum til að fá að halda bú, og „verður sú spurn- ing æ áleitnari" hvort ekki sé rétt að hafa slíkar reglur eins og Há- kon orðaði það. Þess má geta að nú verður kjörin stjórn sam- bandsins til næstu tveggja ára. mæli suður til Reykjavíkur frá Norðurlandi. Yrði mjólkin sennilega flutt á tönkum og unnin í Reykjavík fyrir neyt- endamarkað. „Mér finnst þessi fréttaflutn- ingur dálítið skrítinn því þó af því yrði að mjólk yrði flutt suður í einhverjum mæli hefur ekkert verið rætt hvernig það myndi fara fram,“ sagði Haraldur. „Við erum lítt hrifnir af því að fara að flytja þetta eins og „tros“ með skipi suður til Reykjavíkur og láta vinnsluna fara fram þar. Við get- um unnið þetta sjálfir og komið þessu á markað héðan beint til neytenda.“ „Ef sumarið ætlar að verða svona ömurlegt tii enda fyrir sunnan eins og verið hefur til þessa þá verða hreinustu vand- ræði á Suðurlandi í vetur með mjólk og mjólkurvörur. Við get- um t.d. framleitt skyr hér á Norðurlandi alveg eins og Sunn- lendingar sem er af mörgum talið betra skyr. Þess vegna væri það fráleitt að fara að keyra undan- rennu suður til Reykjavíkur eða austur í Flóa til að fara að fram- leiða skyr. 80% af þessu er mysa sem færi síðan í Ölfusá. Þá er betra að framleiða skyrið fyrir norðan og láta mýsuna fara hér í sjóinn og flytja þurrefnið suður. Eg held að við séum líka búnir að sanna að við getum framleitt jógurt hér fyrir norðan líka.“ Kaffi í innan- landsflugi í dag hefst nýr þáttur í þjónustu við farþega í innanlandsflugi Flugleiða. Verður farþegum þá boðið kaffi til sölu ásamt köku. Hér er um algjöra prufu að ræða, en þetta verður reynt í tveimur ferðum milli Reykjavík- ur og Akureyrar í dag, og einnig í ferðum frá Reykjavík til Egils- staða og Hornafjarðar. Þess má geta að áfram verður boðið upp á nestispakka um borð í vélunum. # Hvenærfer hann í frí? Einhverjir starfsmenn Pósts og síma þurftu á dögunum að komast leiðar sinnar inn í Eyjafirði, og var ekki hægt að fara þangað á bifreið þeirri er þeir höfðu undir höndum. Fóru þeir því heim á bóndabæ einn og fengu þar lánaðan hest. Var það auðsótt mál og skiluðu þeir hestinum að notkun lokinni eins og vera ber. Ekki var málíð þó búið, því Póstur og sími fékk skömmu síðar reikning frá bónda fyrir hestaleiguna. Það vakti mikla athygli við þennan reikning að hann var sundur- liðaður, og hét einn liðurinn „orlof“. Sitja menn nú sveittir hjá Pósti og síma og veita vöngum yfir því hvenær hest- urinn hyggst fara í frí. • Tillingur Svo bar við að bær einn í Hlíð- inni bar nafnið Tillingur. Bóndinn hét Ólafur. Þegar téð- ur bóndi kom til umræðu meðal manna var hann að sjálfsögðu nefndur Ólí á Til- lingi, og var stutt í að útkom- an yrði dálltið dónaleg. Þurfti aðeins að hagræða einum bókstaf. En þegar svo var komið að Ólafur þessi þekkt- ist vart nema undir nafninu Óli á tillingi, var málið orðið heldur leiðinlegt fyrir títt- nefndan Ólaf. Svo hann greip til þess ráðs að breyta nafn- inu á bænum í Hlíðarendi. Ef það mætti verða til þess að hreinsa ódáminn af honum. # Ólafurá Hlíðarenda En allt kom fyrir ekki, al- mannarómurinn hélt áfram að tala um Óla á tillingi. Ólafur greip þá til þess ráðs að fá í lið með sér kunnan hagyrðing, sem skyldi yrkja stöku þar sem fyrir kæmi nafnið Ólafur á Hlíðarenda, til að reyna að kveða niður hið leiðinlega viðurnefni. Og ekkí stóð á kveðskapnum: Lögmannshlíðar vífum vænum verður margt að bitlingi, þegar ekur útúr bænum Ólafurá Hlíðarenda. # Svararaftaná Þennan tókum við úr Dimmalætting frá 6. ágúst. Þessi auglýsing birtist frá „Gjaldheimtunni (Færeyjum" sem heitir víst ekki Gjald- heimtan: - Skattaváttan. Tlf. 17272 svarar eisini aftaná. Föroya Gjaldstofa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.