Dagur - 19.08.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 19.08.1983, Blaðsíða 3
segir Ragnar Lár myndlistar maður sem kominn er heim frá dönsku eyjunni Fanö „Það má segja að þetta hafi verið talsvert fyrirtæki. Ég fór utan um mánaðamótin mars/ aprfl og vann ytra í fjóra mán- uði að sýningu sem ég hyggst halda í Reykjavík í október“ sagði Ragnar Lár myndlistar- maður í spjalli nú í vikunni. Ragnar er nýkominn heim á Frón eftir að hafa dvalist á dönsku eyjunni Fanö í sumar, en þar sat hann stíft við trönurnar og málaði af kappi. „Fanö er vestur af Esbjerg, og tildrög þess að ég fór þangað voru þau að Hjörtur Pálsson skáld og dagskrárstjóri sem er stjúpi kon- unnar minnar fékk þarna hús til afnota í október á s.l. ári til eins árs, og hefur hann unnið þar að ritstörfum. Mér var síðan boðið að koma út og var ég ekki lengi að slá til. Ég fór í svokallað „beint þotu- flug“, sem reyndar var páskaferð á vegum Ferðaskrifstofu Akur- eyrar. Leiðin lá til Kaupmanna- hafnar og var þetta ódýr ferða- máti fyrir mig. Ferðinni fylgdi hótel og morgunmatur í fimm daga og henti ég síðan flugmiðan- um heim. í Kaupmannahöfn var ég síðan í þessa fimm daga en þaðan lá leiðin til Fanö.“ - Þú hefur væntanlega komið miklu í verk á þessum fjórum mánuðum? „Það var ekki fyrr en í fyrra sem ég hafði tækifæri til þess að vinna eingöngu að myndlist, og ég hef aldrei átt kost á því að vinna svona samfellt að málverkinu. Ég var uppi snemma á morgnana, eins og hver annar daglauna- maður og vann á meðan birta entist, það var enginn munur á helgum dögum og virkum. Húsið sem ég dvaldi í á sér merkilega sögu. Það var byggt 1798 og er hlaðið úr múrsteini, með háu risi og stráþaki eins og flest hús í þorpinu sem heitir Sönderho. Þarna bjuggu áður fyrr miklir sjósóknarar sem sigldu á seglskipum sínum sem þeir byggðu sum sjálfir, um öll heims- ins höf m.a. fyrir Hollendinga, Þjóðverja og Énglendinga. Hús sín byggðu þeir í þessum stíl sem er „frísneskur" og þekkist hvergi annars staðar í Danmörku. Þegar gufuskipaöldin tók við af seglskipaöldinni færðist miðstöð siglinganna til Esbjerg sem er stærsta hafnarborg á vesturströnd Jótlands en Esbjerg er á stærð við Reykjavík. í dag eru íbúar á Fanö um 3 þúsund og þar af eru um 300 í Sönderho. Geysilegur fjöldi ferðamanna kemur til eyjunnar og þegar ferðamenn voru flestir þar í sumar voru þeir 54 þúsund. Flest húsin í þorpunum eru í eigu ættingja þeirra er þarna bjuggu áður og eru notuð sem sumarhús. Danir sækja mikið tii Fanö, einn- ig Þjóðverjar og ætli íslendingar eigi ekki eftir að uppgötva þarna nýjan ferðamannastað fyrir sig. Á eyjunni er fjöldi leiguhúsa og tjaldstæða. Húsið sem ég bjó í er kallað „Digterhjemmet" og var í eigu danska menntamálaráðherrans Juliusar Bomholt sem er íslend- ingum að góðu kunnur en hann notaði húsið sem sumarhús. Hann ætlaði að flytja alveg þarna út þegar hann hætti vafstri í pólitík en hann lést skömmu síðar. í erfðaskrá sinni ánafnaði hann Es- bjerg-kommune húsinu og skyldi það notað til þess að gefa norræn- um rithöfundum kost á að dvelja þar við störf sín í 1-2 ár í senn. Hjörtur Pálsson er fyrsti íslending- urinn sem fær þetta hús til af- nota.“ - Og hvað varst þú aðallega að fást við þarna úti? „Ég vann svo til eingöngu að olíumálverkum, en vatnslitaði reyndar talsvert landslagsmyndir og hús á eynni og einnig mynd- skreytti ég eina bók. En það má segja að mestur tíminn hafi farið í olíumálverkið. Ég held að mér hafi orðið vel úr verki og tíminn nýst vel. Það sem ég var að fást við má segja að sé framhald af því sem ég sýndi í Reykjavík í fyrra, en þá hafði orðið nánast bylting eins ég gerði í sumar, við bestu aðstæður, þá komi í ljós hvað virkilega býr í manni.“ - Að lokum. Hvernig líkaði þér við Dani? „Danir eru opnir og skemmti- legir og ég var orðinn einn af þorpsbúum í Sönderho áður en ég vissi af. Það er yndislegt við Dani að þótt þeir séu elskulegir þá eru þeir afskiptalausir. Þeir sýndu þó áhuga á íslandi og spurðu mikið. Sumir voru grátlega fáfróðir um ísland. Ég get nefnt sem dæmi póstmeistarann á staðnum sem stóð á því fastar en fótunum að ís- land væri í Bandaríkjunum.“ Ragnar heima í stofu með eitt verka sinna sem hann málaði ytra. hjá mér. Ég fékk sæmilega dóma fyrir þá sýningu og vonandi hef- ur þróunin orðið í rétta átt. Ann- ars er erfitt að dæma um það sjálf- ur hvort þetta er betra eða verra hjá mér núna en áður. Ég vann af krafti og fullri einlægni og svo kemur í ljós í haust þegar ég sýni, hvort fólki líkar betur eða verr.“ - Þú ætlar að sýna í Reykjavík eins og þú gerðir í fyrra. Hvers vegna ekki á Akureyri? „Það er nú það. Síðast þegar ég sýndi hérna á Akureyri var lítill áhugi fyrir verkum mínum, það var ekki nema Gísli Jónsson á Ferðaskrifstofunni sem sýndi því áhuga að kaupa af mér það sem ég hafði fram að eyri eru svo góðir listamenn fyrir að það er erfitt að keppa við þá. Hins vegar getur svo farið að ég sýni hér í bænum seinna meir en það er dýrt og mikið fyrirtæki að setja upp sýningu.“ - Telur þú ekki að þú sért á „toppi“ sem málari í dag eftir að hafa getað einbeitt þér að listinni eins og þú gerðir í sumar? „Ég býst við að sýning mín í Reykjavík í fyrra hafi sýnt það sem í mér býr og vona að það sem nú hefur verið að gerast sé fram- hald þar á. Annars held ég að listamaður viti aldrei hvort hann er að gera góða hluti eða slæma. Ég er hins vegar viss um að þegar „Eg vann af krafti ogfullri einlægni“ „Digterhjemmet“, í Fanö. Ragnar í vinnustofunni í „Digterhjemmet“. ágtttf 19Ö3 ÉSÖÁÖÍJR S 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.