Dagur - 19.08.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 19.08.1983, Blaðsíða 11
Föstudagur 19. ágúst 19.45 Fréttaágríp á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Á döfinni. 20.50 Steini og Olli. 21.15 Rikisrekstur og sala rikisfyrírtækja. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra og Ragnar Amalds fyrrver- andi fjármálaráðherra á öndverðum meiði í sjón- varpssal. 22.05 Kappaksturinn í Le Mans. (Le Mans) Bandarísk bíómynd frá 1970. Aðalhlutverk: Steve McQueen, Siegfried Rauch og Elga Andersen. Leikstjóri: Lee H. Katzin. Frægustu ökuþórar heims taka þátt í kapp- akstrinum í Le Mans í Frakklandi. Margt gerist á bak við tjöldin og mikið taugastrið fylgir keppninni, þar sem eitt rangt viðbragð getur skipt sköpum. 23.55 Dagskrárlok. 19.45 Fréttaágríp á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 í blíðu og stríðu. 21.00 í sviðsljósinu. Sænskur skemmtiþáttur með Birgit Carlstén, Tommy Körberg, Dick Kaysö o.fl. 22.00 Áfram læknir. (Carry on Doctor) Bresk gamanmynd frá ár- inu 1967. Aðalhlutverk: Frankie Howerd, Kenneth Willi- ams, Barbara Windsor og Charles Hawtrey. Leikstjóri: Gerald Thomas. „Áfram"-gengið hefur búið um sig á sjúkrahúsi og eins og vænta má lenda sjúklingar og lækn- ar í margvíslegum ævin- týrum. 23.35 Dagskrárlok. Sænskur myndaflokkur í sex þáttum um dýralíf í frumskógum Indlands. 19.20 Hlé 19.45 Fréttaágríp á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Hendur. Ný íslensk brúðumynd eftir Jón Axel Egilsson. 20.50 Lucia di Lammermoor. Ópera í þremur þáttum eftir ítalska tónskáldið Gaetano Donizetti byggð á sögu eftir Walter Scott. Sagan gerist í Skotlandi um aldamótin 1600 og fjallar um ástir heimasæt- unnar á Lammermoor- setrinu og aðalsmanns sem á í útistöðum við bróður hennar. 23.55 Dagskrárlok. 20. ágúst. 17.00 Iþróttir. 19.00 Hlé. 21. ágúst. 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Amma og átta krakkar. Nýr flokkur. Þættimir eru þrettán og segja frá stórri fjölskyldu sem býr við þröng kjör en unir þó hag sínum bæri- lega. Faðirinn er vörubfl- stjóri og í fyrsta þætti er bflnum hans stolið. 18.30 Frumskógarævintýri. 4. Fuglaparadís. 22. ágúst 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Freítir og veður. 20.35 Tommi og Jenni. 20.40 íþróttir. 21.15 Lífæð Louisiana. Bresk • heimfldarmynd um Missisippifljót fyrr og nú. 22.00 Vegferð manns. Brasflisk sjónvarpsmynd með söngvum. Á hrjóstrugum háfjölium Brasilíu virðist gröfin eina líkn fátæklinganna. Eins og margir aðrir heldur söguhetjan áleið- is tfl borgarinnar við ströndina í von um skárra hlutskipti. 22.55 Dagskrárlok. Priðjudagur 23. ágúst. 19.45 Fréttaágríp á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Vekjaraklukkurnar sjö. 20.45 Fjármál frúarinnar. Annar hluti. 21.40 Mannsheilinn. 22.35 Dagskrárlok. Miðvikudagur 24. ágúst. 19.45 Fréttaágríp á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Endur. Bresk náttúrulífsmynd. 21.05 Dallas. 22.00 Ur safni sjónvarpsins. Huldubyggðin í heiðinni. Kvikmynd sem sjónvarp- ið lét gera um Nato her- stöðina við Keflavíkur- flugvöll og starfsemina þar árið 1972. 23.00 Dagskrárlok. 19. ágúst 8.30 Ungirpennar. Stjórnandi: Dómhfldur Sigurðardóttir. 23.00 Náttfarí. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 20. ágúst 16.20 Staldrað við í Skagafirði. Umsjón: Jónas Jónasson. 21.30 Sveitalínan í Presthóla- hreppi. Umsjón: Hflda Torfadótt- ir, Laugum í Reykjadal. 21. ágúst 13.30 Sporbrautin. Umsjón: Öm Ingi og Ólaf- ur H. Torfason. 22. ágúst .30 Lystauki. Þáttur um lífið og tilver- una í umsjá Hermanns Arasonar. 23. ágúst 17.05 Spegilbrot. Þáttur um sérstæða tón- listarmenn síðasta ára- tugar í umsjá Snorra Guð- varðssonar og Benedikts Más Aðalsteinssonar. 24. ágúst 10.50 Söguspegill. Umsjón: Haraldur Ingi Haraldsson. Spegilbrot: „Kynnum þýska hljómsveit“ „Á þriðjudaginn ætlum við að kynna þýska hljómsveit,“ sagði Snorri Guðvarðsson er við slógum á þráðinn til hans. „Þetta er hljóm- sveitin Tangerine Dream, hún er nú ekki mjög þekkt hér á landi, en þeir fáu sem komist hafa á bragðið eru alveg forfallnir. Tónlistina sem þeir spila viljum við kalla tölvupopp, en það eru sjálfsagt ekki allir sem samþykkja þá skýringu. Þeim svipar svolítið til Mike Oldfield á köflum, þeir eru ekki með neinn söng og eru svona frekar rólegir en hitt. Það er ekki hægt að segja að þeir fylgi neinni tískustefnu, nema þá bara sinni eigin. Þeir hafa svolítið fengist við að spila kvikmyndatónlist, m.a. í myndunum French Connection og Exorcist og hafa náð nokkuð góð- um árangri á því sviði.“ Að lokum skulu vænt- anlegir hlustendur upp- lýstir um meðlimi hljóm- sveitarinnar Tangerine Dream. Kapparnir eru þrír og heita: Edgar Froese, Cris Franke og Snorrí Guðvarðsson. Johannes Schmoelling. Hafa þeir gefið út milli 10 og 15 plötur, sem við fáum að heyra af á þriðju- daginn. A sveitalínunni: „Er ekki óskalagaþáttur Hilda Torfadóttir. í sumar hefur verið á dagskrá útvarpsins at- hyglisverður þáttur í umsjá Hildu Torfadótt- ur. Sá heitir Á sveitalín- unni og er sendur út á laugardagskvöldum. Við spjölluðum við Hildu til að forvitnast um þáttinn annað kvöld. „Ég fer um Presthóla- hrepp á Melrakkasléttu, byrja á Kópaskeri og held svo áfram um Vestur- Sléttuna. Það liggur ansi mikil vinna á bak við einn svona þátt, ætli ég sé ekki um 20 tíma að vinna hann, en hann tekur 45 mínútur í útsendingu. Ég hringi í fólk í hreppnum og spjalla við það, síðan velur það lög í þáttinn sem leikin eru á milli þess sem ég fjalla um hreppinn og fólkið sem þar býr. Þetta er samt enginn óskalagaþáttur, ég leik hvert lag aðeins einu sinni.“ - Ertu búin að vera iengi með þennan þátt og hefurðu farið víða? „Hann er búinn að vera á dagskránni síðan í júní og ég hef farið um ein- hverjar sveitir í öllum sýslum fjórðungsins. Ég verð alla vega með þátt- inn út september, en um framhald er óvíst. Það er vilji fyrir áframhaldi, en ég ætla að sjá aðeins til í vetur hvernig verður með færð og annað. Ég þarf að koma til Akureyrar einu sinni í viku, þar sem ég vinn þáttinn að hluta, og ef ófærð verður mikil get- ur þetta reynst erfitt,“ sagði Hilda Torfadóttir á Laugum í Reykjadal. nestunum: ísmolar í pokum. v Tilbúnir í drykkinn. Til sölu einbýlishús í Gerðahverfi II á Akureyri Nýlegt rúmgott einbýlishús á mjög góðum stað á Akureyri. Heildarfermetrafj. um 250 með bílskúr. Laust eftir samkomulagi.Upplýsingar gefnar í símum 91-16235 í Rvík. 96-23192 á Akureyri. V f f * 'V- ~ Veitingastofan Hrísalundur , í Hrísey vill vekja athygli á því að nú fer hver að verða síð- astur að neyta Galloway-steikanna vinsælu í Hrísey því veitingastofunni verður lokað 3. októ- ber. Vinsamlega pantiö tímanlega. Veitingastofan Hrísalundur^ Hrísey- Sími 61766. j_._____„ A. Addi Sport ekta leður- og rúskinnsskór stærðir 39-44. Verð kr. 390.- Einnig strigaskór á börn og fullorðna. Verð frá kr. 229.- PÓStsendum. Skóvinnustofa Akureyrar Hafnarstræti 88, sími 23450. Aldraðir Iðjufélagar. Farin verður dagsferð í Austur-Húnavatnssýslu, sunnu- daginn 28. ágúst. Mæting í Brekkugötu 34 kl. 9. Hafið samband við skrifstofu Iðju fyrir miðvikudag 24. ágúst, sími 23621. Ferðanefnd. Innilegar þakkir til allra, er auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar: SVAVARSJÓHANNESSONAR, Norðurgötu 36. Fyrir hönd aðstandenda. Systur hins látna og aðrir vandamenn. 19. ágúst 1983 - DAGUR - 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.