Dagur - 22.08.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 22.08.1983, Blaðsíða 1
THÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 22. ágúst 1983 92. tölublað 60 ára afmæli Sambandsiðnaðar á Akureyri: Framleiðsluverðmæti var 400 milljónir - fyrstu 6 mánuði ársins „Segja má að megintilgangur- inn í upphafi hafl verið þríþætt- ur. í fyrsta lagi að auka atvinnutækifæri, í öðru lagi að skapa verðmætari vöru úr ull og gærum og að bændur fengju meira fyrir sínar afurðir, og í þriðja lagi að gefa landsmönn- um kost á að kaupa góða vöru á sanngjörnu verði." Þetta sagði Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri Iðnaðardeild- ar Sambandsins, en sl. laugardag var þess minnst á veglegan hátt að 60 ár voru liðin frá upphafi Sam- bandsiðnaðarins á Akureyri. Geysilegt fjölmenni kom á verk- smiðjulóðina og tók þar þátt í há- tíðahöldunum og verksmiðjurnar voru öllum opnar til að kynnast starfseminniþar. Blaðamenn áttu þess kost að fara um verksmiðjurnar fyrir helgina og var þeim ljósara en áður eftir það hversu gífurlega um- fangsmikil sú starfsemi er sem þar fer fram. Enda sagði Hjörtur Ei- ríksson á blaðamannafundi síðar: „Þið hafið nú gengið í gegn um verksmiðjurnar og séð aðalþætti framleiðslunnar og það sem þið sáuð er besta svarið við því hvern- ig til hefur tekist þessi 60 ár." Á fundinum kom fram að fyrstu 6 mánuði ársins nam framleiðslu- verðmæti verksmiðjanna 400 milljónum króna sem skiptist þannig að framleiðsluverðmæti ullariðnaðar er um 200 milljónir, 120 milljónir í skinnadeild og 70 milljónir í fatadeild. Þetta er 95% aukning á framleiðsluverðmæti frá sama tíma á fyrra ári. Á fundinum kom einnig fram að rekstur Iðnaðardeildar gengur vel í dag. Fyrstu 6 mánuði ársins varhagnaður9,l milljónkrónaog voru forráðamenn Iðnaðardeild- ar sem fundinn sátu bjartsýnir að árið í heild yrði gott ár í rekstri deildarinnar. í Degi n.k. miðvikudag verður nánar fjallað um þessi merku tímamót Iðnaðardeildar Sam- bandsins. Tískusýning var meðal þess sem var til skemmtunar á afmælishátíð Iðnaðardeildar Sambandsins á laugardaginn. Þar sýndi starfsfólk framleiðsluvörur Sambandsverksmiðjanna. Mynd: KGA. Vegalögreglan tók um helgina þrjá ökumenn sem óku á mjög miklum hraða. Var einn þeirra tekinn á Ólafsfjarðarvegi og tveir innan bæjarmarka Akur- eyrar. Einn þeirra ók bifhjóli og var hann tekinn á Hörgárbraut á 121 km hraða. Hann neitaði dómsátt í málinu ogvar sviptur ökuleyfi til bráðabirgða. Annar ók á 136 km hraða á Ólafs- fjarðarvegi og sá þriðji var tekinn á Þórunnarstræti á móts við elli- heimilið og var hann á 108 km hraða. Báðir þessir ökumenn viðurkenndu brot sín og voru sviptir ökuleyfi.Sá sem var á Ól- afsfjarðarvegi í 2 mánuði en hinn í einn mánuð. Þá mega allir þessir ökumenn eiga von á sekt fyrir þennan glannalega akstur. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri var helgin að öðru leyti tíð- indalaus. Nokkuð var um ölvun og þurftu sumir á gistingu í fanga- geymslu af þeim sökum að halda og einn var tekinn grunaður um ölvun við akstur. „Hlt að ¦ r sja eftir ii monnum suður" bls.8 j j' „Tek gjarnan veiðistongma með bls. 2 ____I Allar íþrótta- fréttir helgarinnar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.