Dagur - 22.08.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 22.08.1983, Blaðsíða 7
W«P», Bmi neinum vömum við. Mynd: KGA Reykjavík. Valsarar sitja einir á botninum og verður því örugg- lega hart barist í Laugardalnum. Þeir verða að fara ná í stig ætli þeir að halda sér uppi. Þórsarar gefa þó örugglega ekkert eftir. Þeir hafa ekki fengið á sig mark alla seinni umferðina, í síðustu fimm leikjum og stefna harðir að því að halda hreinu í þeim fjórum sem eftir eru. Bestu menn Þórs í leiknum voru Óskar, Þórarinn, Þorsteinn, Bjarni og Nói. Áhorfendur voru 1030 í góða veðrinu. leiðis aun! Keppni um Skipstjórabikarinn: Akurnesingar unnu Akurnesingar sigruðu í gær í keppninni um Skipstjórabikar- inn, er hér á Akureyri fór fram keppni sjötta aldursflokks í knattspyrnu. Upphaflega átti mótið að fara fram á Selfossi en var fært hingað. Það voru KSÍ og Eimskip sem stóðu að mót- inu, en KA og Þór sáu um framkvæmdina. Skagastrákarnir unnu alla sína leiki og voru þeir greinilega með besta liðið. Stórskemmtilegir leikmenn sumir hverjir, sérstak- lega vöktu tvíburarnir Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir athygli. Að móti loknu tilkynnti sérstök dómnefnd úrskurð sinn í vali á leikmanni mótsins og varð Bjarki » fyrir valinu, en Arnar skoraði flest mörk allra, eða sextán. Fengu þeir bræður sinn hvorn bikarinn að launum. Á laugardaginn var leikið á Þórsvellinum og í gær á KA-vell- inum. Á laugardaginn urðu úrslit leikjanna sem hér segir: KA vann Tindastól 7:0, Þór vann Völsung 2:1, ÍA vann Tindastól 12:0, KA vann Völsung 4:0 og í A vann Þór 8:0. í gær urðu úrslitin svo þessi: Völsungur vann Tindastól 2:0, KA vann Þór 2:0, ÍA vann Völs- ung 2:1, Þór vann Tindastól 6:0 og ÍA vann KA 1:0. Síðasti leikurinn var því úrslita- leikur á mótinu, en Akurnesing- um nægði reyndar jafntefli. Þeir skoruðu annað mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. En KA- menn þurfa ekki að skammast sín fyrir að tapa með einu marki fyrir ÍA og stóðu þeir sig mjög vel. Þeir hrepptu sem sagt annað sætið og hlutu verðlaun fyrir það, eins og Akurnesingar, sem hlutu bikar fyrir fyrsta sætið. Það var Björn Kjaran, skipstjóri hjá Eimskip, sem afhenti verðlaunin. Það var greinilegt að strákarnir höfðu mjög gaman af því að vera með og ekki spillti veðrið fyrir. Steikjandi sólskin og hiti báða dagana. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og var skipulagning góð. Það var oft hart og skemmtilega barist hjá poRunum í keppninni um Skipstjóra- bikarinn. Þessi mynd var tekin í síðasta leik mótsins, leik KA og í A. Orri Sig- urðsson Lárussonar) og ívar Bjarklind Sigurðsson kljást um boltann. Mynd:KGA. Ragnarsmótið: Þórdís var í sérflokki Þórdís Geirsdóttir úr Hafnar- fírði varð sigurvegari í „Ragn- arsmótinu“ í golfi sem fram fór á Jaðarsvelli um helgina. Þetta Magnús Birgisson var sigursæll á Ingimundarmótinu í golfi. KA enn efst - þrátt fyrir tap gegn FH Bikarkeppni FRÍ: UMSE vann fimm greinar KA tapaði á laugardaginn 0:2 fyrir FH í Kaplakrika í Hafnar- firði í 2. deildinni, en þrátt fyrir tapið er KA samt enn í efsta sæti deildarinnar. Úrslitin í leiknum voru ekki ósanngjörn, og FH-ingar hefðu átt að geta unnið stærri sigur mið- að við þau marktækifæri sem gáfust. Leikurinn var slakur og KA-menn fengu fá færi. Pálmi Jónsson skoraði bæði mörk FH í fyrri hálfleik eftir varn- armistök KA-manna. Þeir reyndu nýja varnartaktík í þessum leik og hún gekk ekki upp. KA-menn vilja eflaust gleyma leiknum sem allra fyrst því þeir léku allir langt undir getu. Bikarkeppni Frjálsíþrótta- sambandsins fyrir krakka 16 ára og yngri fór fram á Ár- skógsstrandarvelli um helgina. Fjögur félög tóku þátt í, keppninni, ÚÍA sigraði með 58 stig, HSK varð í öðru sæti með 53 stig, UMSE varð í þriðja sæti með 52 stig og ÍR rak lestina með 36 stig. Keppendur frá UMSE sigruðu í fimm greinum á mótinu. Kristín Þriðji flokkur: KA-menn í 5. sæti flokkur KA varð í fímmta sæti í íslandsmótinu í knattspyrnu, en úrslitakeppnin fór fram í Keflavík um helgina. KA lék um fimmta sætið við ÍK og sigraði 3:2 eftir framlengingu. Staðan var 2:2 eftir venjuiegan leiktíma. Eivar Óskarsson og Jón Kristjánsson skoruðu fyrir KA i lciknum, og það var svo Bjarni Áskelsson sem tryggði liðinu sig- ur með markinu í framlenging- unni. Á fimmtudaginn lék KA sinn fyrsta leik, sigraði þá Sindra 3:0 með mörkum Elvars, Jóns og Vignis Þorntóðssonar. Síðan iéku þeir við Fram og voru Framarar heppnir að ná jafntefli, 1:1 í þeim leik. Heirnir Friðþjófsson skoraði mark KA, en Framarar jöfnuðu er aðeins þrjár mín. voru til leiks- loka. KA-menn höfðu fengið næg tækifæri til að gera út um leikinn, en það tókst ekki. KA iék stðan við KR og tapaði þeim leik 2:5. Eivar Óskarsson gerði bæði mörk KA í þeirn leik. Framarar urðu íslandsmeistar- ar, sigruðu Stjörnuna í úrslitaleik 8:0, og voru KA-menn þeir einu sem sýndu Frömurum klærnar. Fram vann alla sina leiki nema við KA, og voru mjög heppnir að ná því eins og áður sagði. 'þc Staðan í 2. deild er nú þannig: allra keppendanna, Kristín gaf eftir og litlu munaði að Inga Magnúsdóttir hirti af henni annað sætið. KA Fram Víðir Njarðvík 15 14 15 15 var opið mót, en mæting var fremur slök að þessu sinni og Úrslit urðu þessi: i mættu ekki nema tveir kepp- Án forgjafar: endur frá öðrum klúbbum en Þórdís Geirsdóttir GK 175 Golfklúbbi Akureyrar. Kristín Þorvaldsd. GK 188 Inga Magnúsdóttir GA 192 Þórdís hafði forustuna eftir fyrri daginn á 90 höggum en Krist- ín Þorvaldsdóttir GK fylgdi fast á Með forgjöf: Auður Aðalsteinsd. GA 142 eftir með 93 högg. Síðari dag Jónína Pálsdóttir GA 158 keppninnar lék Þórdís langbest Rósa Pálsdóttir GA 165 Halldórsdóttir sigraði bæði í 100 m hlaupi og 100 m grindahlaupi. Fyrra hlaupið fór hún á 12.5 sek og það síðara á 16.9 sek. Sverrir Jónsson, UMSE, sigr- aði í 1500 m hlaupi á 4:40,5 mín, Guðni Stefánsson vann hástökkið á 1,70 m og Rögnvaldur Ingvalds- son vann kringlukastið, kastaði 26,58 m. Nánar verður greint frá mótinu í miðvikudagsblaðinu. Völsungur 15 Einherji 15 KS 15 Fyikir 15 Reynir 15 8 4 3 7 5 2 6 5 4 6 5 4 6 3 6 4 7 4 3 7 5 2 49 1 6 8 24:16 23:15 12:10 13:12 16:15 12:14 13:16 12:16 9:24 20 19 17 17 15 15 13 8 8 Biggi Bjöms | þjálfarKA Birgir Björnsson hefur verið ráðinn þjállúri fyrstu deildar- liðs KA í handknattleik fyrir næsta keppnistímabil. Birgir er ekki ókunnur í her- búðum K A því hann þjálfaöi liðið fyrir nokkrum árum. Hann mun einnig vera með annan og þriðja flokk féiagsins. ■HBHMfl 22. ágúst 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.