Dagur - 22.08.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 22.08.1983, Blaðsíða 12
I I MONRO-MATIC @ SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Veður Norðlendingar mega búast við því að hafa gott veður næstu daga og ætti það síst að versna frá því sem nú er, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræð- ings í morgun. „Það er hlýn- andi fyrir norðan hjá ykkur og verður svo næstu daga þótt eitthvað örlítið geti rignt. Hér fyrir sunnan verður veður skaplegt í dag og hugsan- lega á morgun, en síðan fer í gamla farið og rigningin tekur völdin“. Norðlendingar eiga því von á góðu veðri áfram og er ekki að efa að spá Trausta kætir marga, og þá ekki síst bændur sem mun víða vanta herslu- muninn til þess að Ijúka hey- skap. Útibú KEA í Hrísey: Ný viðbygging við frystihúsið Ný viðbygging við Frystihús Kaupfélags Eyfirðinga í Hrísey var formlega tekin í notkun sl. laugardag, en vorið 1981 var hafíst handa við bygginguna. Viðbyggingin er á tveimur hæðum sem hvor um sig er 400 fermetrar að flatarmáli. Á efri hæð eru skrifstofur úti- bús Kaupfélagsins og þar er einn- ig kaffistofa starfsfólks, hrein- lætis- og búningsaðstaða. Á neðri hæðinni er fiskmóttaka. Nýja viðbyggingin var teiknuð á Teiknistofu Sambandsins en verktaki við bygginguna var Björk hf. í Hrísey. Nýjung við byggingu hússins er sú að það er einangrað að utan með steinull og síðan klætt með stáli. Jafnframt hefur verið unnið að verulegum endurbótum á eldra húsnæði frystihússins. Flökunar- salur hefur verið stækkaður og endurbyggður. Einnig hefur véla- kostur hússins verið endurbættur mjög verulega. Ný frystipressa var tekin í notkun á sl. ári ásamt flökunarvél fyrir flatfisk. Þá var í byrjun þessa árs settur upp blást- ursfrystir í húsinu. Útibús- og frystihússtjóri KEA í Hrísey er Jóhann Þór Halldórsson. I þremur innbrotanna reyndist vera um sömu aðila að ræða og gerðu sig seka um það á dögunum að stela bifreið í bænum og velta henni við Háteig nærri flugvellin- um. Ungmennin þrjú sem þarna voru að verki brutust inn í þessa þrjá staði aðfaranótt miðvikudags en ekki höfum við upplýsingar um hvort þau stálu einhverju þar eða hve miklu. Þá var framið innbrot í BSO að- faranótt fimmtudags og hefur það Fjögur innbrot voru framin á Akureyri í síöustu viku og hef- ur rannsóknarlögreglunni tek- ist aö upplýsa þau öll. einnig verið upplýst. Þar var „gamall og góður kunningi“ lög- reglunnar að verki. Keppnin í Norðurlandsriöli íslandsmeistarakeppninnar í diskódansi fór fram í Sjallanum á föstudagskvöldið. Sig- urvegari varð Adolf Ingi Erlingsson, sem dansar hér á útopnu. Mynd: KGA. Sauðárkrókur: Verkalýðsfélög í glæsilegt húsnæði Verkamannafélagið Fram og Lífeyrissjóður stéttarfélaga í Skagafíröi fluttu nýlega í nýtt og glæsilegt húsnæði að Sæ- mundargötu 7a á Sauðárkróki. í því tilefni bauð Jón Karlsson, formaður Fram og starfsmaður lífeyrissjóðsins, blaða- og frétta- mönnum að skoða húsið sem er 270 ferm. að gólffleti á tveimur hæðum. Á neðri hæð hússins eru skrifstofa og afgreiðsla eignarað- ila þess, en þeir reka sameiginlega skrifstofu sem starfa á tveir menn, annar í hálfs dags starfi. Að sögn Jóns Karlssonar hefur skrifstofan, sem rekin hefur verið nokkuð lengi, sannað ágæti sitt og eftir að þessi aðstaða er fengin er ljóst að hægt er að sinna þörfum miklu stærri hóps en nú er að baki þessa tveggja aðila. Á efri hæð hússins er stór salur til fundarhalda þar sem í framtíð- inni er reiknað með fullkominni eldhúsaðstöðu. Salurþessierekki frágenginn ennþá. Auk salarins er minna fundarherbergi, salernis- aðstaða og herbergi sem leigt er út til Iðnsveinafélags Skagafjarðar. Innréttingar teiknaði Finnur P. Fróðason, en hann skipulagði einnig húsið. Verkamannafélagið Fram hefur ekki átt eigið húsnæði síðan það seldi húsið að Skagfirð- ingabraut 9 á fjórða áratugnum ef undan er skilinn eignarhluti þess í félagsheimilinu Bifröst. Kaupverð hússins, sem áður hafði verið notað til verksmiðju- og verslunarreksturs, var kr. 1.060.000 en endanlegar tölur um kostnað á breytingum liggja ekki fyrir. Aðspurður sagði Jón að slík aðstaða verkalýðsfélaga væri fyrir hendi í öðrum kaupstöðum af álíka stærðargráðu og Sauðár- krókur. Félagsmenn í Verkamannafé- laginu Fram eru nú um 330, þar af 40 konur, sem gengið hafa í félag- ið nú upp á síðkastið. Jón sagði að konur notfærðu sér í auknum mæli þjónustu af hendi skrifstofu félagsins og væri það ríkjandi skoðun innan verkamannafélags- ins Fram að hagsmunum verka- fólks á Sauðárkróki væri betur borgið í einu sterku verkalýðsfé- iagi en tveimur eða fleirum minni. Sagði Jón að þessi tvískipting fé- laga væri aðeins til á sex stöðum á landinu í dag og yrði það enn ánægjulegra og mikilvægara fyrir verkafólk hér um slóðir ef það bæri gæfu til að standa saman um eitt verkalýðsfélag og einn lífeyr- issjóð í stað þess að dreifa kröft- unum eins og nú því miður væri raun á. @§D® # íþrótta- hreyfingin er í fjársvelti Málefni íþróttahreyfingarinn- ar f landinu hafa verið taisvert til umræðu að undanförnu, og var það „blað allra lands- manna“ Morgunblaðið sem átti upptökin. Er vonandi að þær umræður verði til þess að opna augu manna fyrir þeim geysilega fjárhagsvanda sem íþróttahreyfingin í landinu á við að glfma, þótt fullyrða megi að það hafi ekki verið til- gangur Morgunblaðsins með skrifum sínum. Tilgangurinn var hinsvegar greinilega sá að sverta samstarf íþrótta- hreyfingarinnar og Sam- bands íslenskra samvinnu- félaga, en það fyrirtæki hefur sýnt lofsvert fordæmi með myndarlegum stuðníngi við fjárvana íþróttasamtök og sambönd. # Mikilsvert uppeldisstarf Það munu allir vera sammála um það að starfsemi íþrótta- hreyfingarinnar f landinu sem nú hefur innan sinna vé- banda hátt í 100 þúsund fé- laga er geysilega mikilvæg, ekki hvað síst frá uppeldis- legu sjónamiði. Þeir foreldrar sem eiga börn er stunda fþróttir gera sér þetta Ijóst, enda vita þeir hvað um er að ræða. Hitt er svo staðreynd sem ekki verður á móti mælt að íþróttahreyfingin er og hef- ur verið í fjársvelti af hálfu yfirvalda og er það sorgleg staðreynd. Nær væri fyrir Morgunblaðið að vekja at- hygli á því og knýja á um úr- bætur en að veitast að þeim aðilum sem reyna að styðja við bakið á íþróttahreyfing- unni. # Og meira um Morgun- blaðið Á blaðamannafundi f tilefni af 60 ára afmæli Sambandsiðnað- ar á Akureyri gerði Hjörtur Ei- ríksson framkvæmdastjóri að umtalsefni leiðara Morgun- blaðsins frá f sumar þar sem Mogginn veittist harkalega að Iðnaðardeíld Sambandsins með rangfærslur sem aðal- vopn. Hjörtur taldi það ekkert vafamál að ástæða skrifa Mbl. þá væri að blaðinu væri í nöp við Samvinnuhreyfinguna í landinu og skrif þau sem blaðiö sétti fram hefðu þann eina tílgang að sverta Iðnað- ardeitdína í augum almenn- ings. Rakti Hjörtur skrif Mbl. og hrakti þau sfðan lið fyrir lið. Þau skrif Mbl. voru f fram- haldi af ýmsu sem þar hafði áður birtst í sama tilgangi og er lítið lát á, eins og nýjasta upphlaup blaðsins sannar. Með fleira á samviskunni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.