Dagur


Dagur - 24.08.1983, Qupperneq 1

Dagur - 24.08.1983, Qupperneq 1
! TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 24. ágúst 1983 93. tölublað Þorskeldi Norðmanna vekur mikla athygli „Álít að í framtíðinni muni fiskveiðar beinast mikið inn á þessa braut“, segir Valur Stefánsson, sem er við nám í Bergen með fiskeldi sem sérgrein „Það er mitt álit að í framtíð- inni muni fiskveiðar beinast mikið inn á þessa braut, að maðurinn stjórni og hjálpi seið- unum að komast yfir erfiðasta tímabilið,“ sagði Valur Stef- ánsson, ungur Islendingur sem er við nám í fiskifræði í Noregi með fiskeldi sem sérgrein. Val- ur er í Bergen, og skammt fyrir utan borgina eru Norðmenn að vinna að einstaklega athygl- isverðum tilraunum við þorsk- eldi. „Þessar tilraunir hafa staðið yfir í 3-4 ár. Þær gengu illa framan af en núna hefur náðst mjög góð- ur árangur og það lifir allt að 10% af seiðunum. Það er mjög gott því við náttúrulegar aðstæður lifir oft ekki nema um 0,02%. Þessar tilraunir hafa að sjálf- sögðu vakið geysilega athygli og Norðmenn gera sér vonir um að geta stundað þetta þorskeldi inni á fjörðum í framtíðinni. Mögu- leiki virðist vera fyrir hendi að þetta sé stundað í mjög miklum mæli og að milljörðum þorskseiða verði þannig hjálpað til vaxtar á ári hverju.“ Eins og fyrr sagði er Valur við nám í fiskifræði með fiskeldi sem sérgrein. Hann hefur fengið vinnu við þessa stöð Norðmannanna þar sem unnið er að tilraununum á þorskeldi og hyggst síðan flytja þekkingu sína heim. „Ég sé ekki að neitt sé því til fyrirstöðu að stunda þetta eldi heima. Ýmislegt bendir til þess að þetta henti jafnvel betur fyrir ís- lendinga og að íslenski stofninn yrði nýttur. Á þennan hátt er hægt að hjálpa stofninum við að vaxa til að bæta upp misheppnaðar hrygn- ingar sem alltaf er verið að tala um. Þetta er mjög líkt og hafbeit á laxi nema að þorskurinn gengur Það blés ekki byrlega fyrír seglbrettamenn ílogninu í gær. Og í dag mun líklega rigna í hausinn á þeim. Mynd: KGA. Ársþing Fjórðungssambands Norðlendinga: „Atvinnugreinamar sem gleypa fólkið eru sunnanlands“ — segir Áskell Einarsson um búseturöskunina „Meginmálið á þinginu verður breytt staða landsbyggðar og búseturöskun,“ sagði Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlend- inga, er hann kynnti blm. Dags dagskrá ársþings sambandsins, ásamt Hafþóri Helgasyni, full- trúa, en þingið verður að þessu sinni haldið í félagsheimilinu I --------------------------- Hnitbjörgum á Raufarhöfn 1.- 3. september n.k. Fjórðungssambandið hefur gert athugun á búseturöskun landshlutanna gagnvart höfuð- borgarsvæðinu. Athugun þessi leiddi í ljós að fækkun varð í öll- um byggðasvæðum norðanlands gagnvart höfuðborgarsvæðinu milli áranna 1981 og 1982, en í þéttbýli á Norðurlandi vestra var fjölgun milli áranna 1980 og 1981. Alls staðar annars staðar var um fækkun að ræða á sama tíma. „Við athugum fyrst og fremst þróunina gagnvart höfuðborgar- svæðinu," sagði Áskell. „Þróunin var okkur í hag árin 1975-1978 að báðum árum meðtöldum um 214 íbúa að meðaltali, en síðan 1979 til og með 1982 hefur hún verið óhagstæð um 69 íbúa, þar af 55 á síðasta ári. Búseturöskunin í dag er svipuð og hún var um 1970, og ástæðan er einföld: Þær atvinnu- greinar sem gleypa fólkið eru sunnanlands," sagði Áskell Ein- arsson. Sjá nánar bls. 4. ekki upp í land, það þarf að veiða hann í sjónum." Valur sagði að nú beindust til- raunir Norðmanna aðallega að því að ná betri tökum á ýmsum þáttum þorskeldisins, s.s. að rækta gerla sem notaðir eru í fóð- ur fyrir örverur sem þorskurinn étur síðan. Þá standa yfir tilraunir með styrjuhrogn sem fóður fyrir þorskinn og lirfa rauðátunnar kemur þarna mikið við sögu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.