Dagur - 24.08.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 24.08.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Morgunblaðið og samvinnuhreyfingin Haft er eftir gamalreyndum forystumanni Iðn- aðardeildar Sambands ísl. samvinnufélaga, Hirti Eiríkssyni, að Morgunblaðinu sé í „nöp við samvinnuhreyfinguna. “ Fljótt á litið virð- ast þessi ummæli í ætt við stóryrði, en sögu- legar staðreyndir styðja ótvírætt þetta álit Hjartar Eiríkssonar, og trúlegt er að enn í dag séu Morgunblaðsmenn engir hollvinir sam- vinnuhreyfingarinnar. Reyndar þarf engan að undra, þótt samvinnuhreyfingin eigi undir högg að sækja hjá Morgunblaðinu og forystu Sjálfstæðisflokksins. Miklu fremur er ástæða til fyrir samvinnuhreyfinguna að gera ráð fyrir óvild Morgunblaðsmanna í sinn garð og hegða sér samkvæmt því. Óþarft er þó að hafa uppi sérstaka stríðsyfir- lýsingu í þessu sambandi, slíkt er naumast viðeigandi, en hæpið verður að teljast að stríð- inu milli samvinnumanna og Morgunblaðs- manna, — sem stóð og hefur staðið áratugum saman —, sé formlega lokið eða ljúki í bráð. Það gerir samvinnuhreyfingunni reyndar ekkert til. Hana sakar ekki þótt kaldir vindar blási á hana frá Morgunblaðinu eða forystuliði Sjálf- stæðisflokksins. Það getur ekki verið keppi- kefli samvinnumanna að öðlast einhvers kon- ar nirvana upp á náð Morgunblaðsins. Samvinnuhreyfingin er að eðli og uppruna alþýðleg fjöldahreyfing með rætur sína í þörf- um og réttindamálum vinnandi fólks til sjávar og sveita. Á íslandi hófst hún sem vakningar- alda meðal framfarasinnaðra bænda meðan hér var bændaþjóðfélag, en hún hefur vaxið og þróast með þjóðfélaginu á hinu hraða breyt- ingaskeiði þess í 100 ár. En kjarni samvinnu- stefnunnar er að vera mótvægi og andspyrna gegn auðvaldshyggju og erlendri íhlutun í atvinnumálum og stjórnmálum. Þess er ekki að vænta að Morgunblaðinu falli í geð þess háttar félagsmálahreyfing og engin ástæða til að lá Morgunblaðinu það. Miðað við uppruna sinn og félagslegt eðli er samvinnuhreyfingunni nauðsynlegt að við- halda alþýðlegum einkennum sínum og starfsháttum og sækjast ekki eftir óþörfum og óviðeigandi fyrirmyndum hjá stórfyrirtækjum og auðhringum í Bandaríkjunum eða annars staðar þar sem slík fyrirtæki eru ráðamikil. Út- breiðslu- og auglýsingastarfsemi er að sjálf- sögðu nauðsynleg samvinnufyrirtækjum, sem m.a. framleiða vörur fyrir almennan markað, en leiðir og aðferðir í því efni verður samvinnu- hreyfingin að velja í samræmi við eðli sitt og uppruna og þjóðfélagslega stöðu. Þar er af mörgu að taka. Sextíu ára verksmiðjurekstur samvinnu- hreyfingarinnar á Akureyri er m.a. lifandi auglýsing um heilladrjúgt starf þessara elstu og mikilvirkustu almannasamtaka á íslandi. Ávöxtur samvinnuframtaks í öllum landshlut- um, ekki síst á Norðurlandi, er drýgsta sönn- unin fyrir ágæti samvinnuhreyfingarinnar og forystu hennar í atvinnu- og félagsmálum í almannaþágu hér á landi. I.G. Fjórðungssamband Norðlendinga: Ársþingið á Raufarhöfn Á ársþingi Fjórðungssambands Norðlendinga verður breytt staða landsbyggðar og búseturöskun aðalmálið eins og fram kemur á forsíðu blaðsins í dag. Þórður Skúlason, formaður Fjórðungssambandsins mun hefja umræðurnar og Hafþór Helga- son, viðskiptafræðingur, mun kynna athuganir þær sem gerðar hafa verið á búsetu- og atvinnu- þróun á Norðurlandi. Aðalfram- sögumenn verða svo Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem ræðir um byggðamál í víðara samhengi og sveitarstjórnarmál- efni og Birgir Isleifur Gunnars- son, formaður stóriðjunefndar, sem ræðir fyrst og fremst um áform um stærri iðnþróun og orkubúskap með tilliti til verk- efna á vegum nefndarinnar og um orkuframleiðslu. Ýmsar tillögur verða lagðar fyrir þingið, svo sem tillögur atvinnuþróunar- og orkumála- nefndar. Fjalla þær um atvinnu- þróun á Norðurlandi, um rann- sóknir og þjónustu við atvinnulíf- ið og um störf iðnráðgjafa. Tillögur samgöngu- og þjón- ustumálanefndar fjalla í fyrsta lagi um útgáfu kynningarbækl- ings, í öðru lagi um norðlenska vörukynningu, í þriðja lagi um skipulagningu samgagna og einnig um eftirfarandi: Ferðamálabækl- ing og samstarf ferðamálaaðila, stöðu öldrunarmála, langtíma- áætlun í vegagerð, langtímaáætl- un um þjóðbrautir flugsamgöngur og loks um samræmingu á gjaldi stofnana ríkisins á verkþjónustu við sveitarfélögin. Kynningarbæklingurinn sem fyrst var nefndur verður gefinn út í vetur ef samþykki þingsins fæst fyrir útgáfu hans og er hér um að ræða algert nýmæli hér á landi. í honum yrðu upplýsingar um öll iðn- og þjónustufyrirtæki á Norðurlandi, samgöngur og ýmis- íegt fleira. Öll sveitarfélög myndu þá greiða ákveðið gjald fyrir að vera inni í bæklingnum og síðan yrði honum dreift inn á hvert ein- asta heimili á Norðurlandi. Áskell Einarsson og Hafþór Helgason sögðu blaðamanni Dags frá því að einnig væru uppi hugmyndir um að koma á samtök- um fyrirtækja á Norðurlandi sem í framtíðinni settu upp stóra vöru- sýningu hér í bænum, sem síðan væri hægt að flytja og setja upp annars staðar. Þá verða lagðar fram tillögur frá félags- og menningarmála- nefnd, strjálbýlismálanefnd og fjórðungsráði. Er þar m.a. að finna tillögur um útvarpsstarfsemi á Norðurlandi, um fræðslunám- skeið um sveitarstjórnarmálefni, um aukið atvinnuval í sveitum og um breytta stöðu landsbyggðar. Eins og annars staðar kemur fram hefur búsetuþróun undan- farin ár verið neikvæð á lands- byggðinni gagnvart höfuðborgar- svæðinu. Niðurstaða þeirra at- hugana sem Fjórðungssambandið hefur gert er að norðlenskar byggðir hafa aldrei náð veruleg- um árangri við að ná búsetujafn- vægi við höfuðborgarsvæðið. Pau sveitarfélög þar sem meginþungi atvinnulífsins er á sviði iðnaðar og þjónustu hafa staðið sig best. Hins vegar er ljóst að á síðustu tveimur árum hefur búseturöskun gagnvart höfuðborgarsvæðinu einnig náð til þeirra, sem best sést á hraða í búseturöskun Akureyr- ar og Sauðárkróks. Röskunin á Akureyri var t.d. fimmföld árið 1982 miðað við árið á undan, eða 51 einstaklingur á móti 8. Sé gerð- ur samanburður við Sauðárkrók er ljóst að staðan gagnvart höfuð- borgarsvæðinu er breytileg eftir árum, þó virðist mega draga þá ályktun að fyrir 1978 hafi gætt fólksflutnings frá höfuðborgar- svæðinu til Sauðárkróks vegna uppbyggingar útgerðar og fisk- vinnslu, en eftir 1978 megi rekja aukninguna til uppbyggingar fjöl- brautaskólans. En á síðasta ári bregður til búseturöskunar á ný. Norðurlandi. Norðurland hefur 511 plús frá Vesturlandi og 13 frá Austur- landi. Flutningar eru hins vegar Norðurlandi í óhag bæði gagnvart Suðurlandi og Suðvesturhorninu. 67 fleiri hafa flust á Suðurland en þaðan til Norðurlands og munurinn er hvorki meira né minna en 287 manns gagnvart Suövestur- hominu. Er ekki samvinnu- fálag lausnin? Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur meðal annars í málefnasamningi sínum það markmið að endurskoða for- sendur fyrir rekstri ýmissa ríkisfyrirtækja með það að leið- arljósi að selja þau í hendur ein- staklinga. Það mun vera lífs- skoðun allmargra, að einka- rekstur sé heppilegri en rekstur þess opinbera, sérstaklega ef um er að ræða framleiðslu- eða þjónustufyrirtæki sem gefa von um hagnað. Ríkisreksturogsala ríkisfyrirtækja eru nú í athugun eins og skýrt kom fram í sjón- varpsþætti föstudaginn 19. þ.m., en þar kom fram skoðun núver- andi fjármálaráðherra um ríkis- rekstur og fyrirhugaða sölu ríkisfyrirtækja. í þessum sjónvarpsþætti var kaupstaður hér norðanlands tekinn sem dæmi um hugsanlega yfirtöku einstaklinga á fyrirtækj- um í eigu ríkisins. í máli fjár- málaráðherra kom fram mikil trú á íbúum kaupstaðarins til að gera betur en ríkisforsjáin í rekstri og uppbyggingu fyrir- tækjanna og hvatti hann mjög til að fólkið tæki við rekstri þeirra úr hendi ríkisins. Það var hálf undarlegt að horfa á fyrr- nefndan sjónvarpsþátt og heyra þar ekki minnst einu orði á sam- vinnuhugsjónina, sem einn valkost, þegar rætt er um atvinnuuppbyggingu og rekstur fyrirtækja til hagsældar fyrir fólkið en því miður voru þessir tveir herrar svo uppteknir af eig- in lífsviðhorfum að heil hugsun komst vart að í málskrúði þeirra. Þeir sem hafa kynnt sér samvinnurekstur er byggir á grundvelli og markmiðum sam- vinnuhreyfingarinnar á íslandi hljóta að vera sammála um, að hreyfingin eigi fullt erindi í at- vinnuuppbyggingu og atvinnu- rekstur á þeim stöðum þar sem leita þarf nýrra leiða í rekstri fyrirtækja. I stefnuskrá samvinnuhreyf- ingarinnar er samþykkt var á aðalfundi hennar 1982 stendur þetta meðal annars: Samvinnu- hreyfingin skal byggja á traust- um fjárhags- og félagslegum grunni, stefnt skal að því að efla og treysta atvinnuöryggi byggða til hagsældar fyrir félagsmenn. Hreyfingin vill vera öflugur þátt- takandi í framfarasókn íslensku þjóðarinnar og vinna með öðr- um þjóðhollum öflum við að byggja upp traust efnahagslíf, réttláta viðskiptahætti, bætt lífs- kjör og heilbrigt mannlíf í land- inu öllu. Samvinnuhugsjónin er lífsviðhorf, sem virðir jafnan rétt til lífsbjargar og andlegs þroska. Samvinnuhugsjónin og sam- vinnustefnan er byggð á grund- velli félagshyggju og hefur mannúð og réttlæti í heiðri. Eitt markmið samvinnuhreyfingar- innar er að menn leysi saman þau verkefni sem sameiginlegt átak þarf til og styðji með því eigin velferð og hag annarra jafnframt. Því er samvinnu- hugsjónin lausnin þegar leita þarf betri leiða. Á.B.E. 4 - DAGUR - 24. ágúst 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.