Dagur - 24.08.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 24.08.1983, Blaðsíða 5
Átta bana- slys Á fyrri helmingi þessa árs hafa alls verið skráð á iandinu öllu 3.849 umferðarslys. 8 hafa lát- ist og 284 slasast alvarlega. Meiriháttar meiðsli eru áber- andi mörg og er hrein vísbending um það að draga mætti úr þessum meiðslum ef notuð væru bílbelti. Pegar á heildina er litið eru mun fleiri óhöpp á þessu ári en í fyrra. Ber þar mest á janúarmánuði, þegar óhöppin urðu hvorki fleiri né færri en 914, í langflestum til- vikum varð einungis um eignatjón að ræða. Af þeim 284 sem slösuðust al- varlega á fyrri helmingi ársins voru 112 konur og 180 karlar. Þegar at- hugað er hverjir helst koma við sögu umferðarslysa, er aldurs- flokkurinn 17-20 ára nokkuð ötull, bæði hvað varðar þá er slys- unum valda sem og þá er fyrir þeim verða. í júlí í ár urðu 53 slys með meiðslum eða dauða og er það nokkuð minna en í júlímánuði í fyrra. Rafveita Akureyrar: Hækkun á gjaldskrá Gjaldskrá Rafmagnsveitu Ak- ureyrar hækkaði frá 1. ágúst um 20.2% til að mæta 31% hækkun á heildsöluverði rafmagns. Var þetta heimilað í tilkynningu frá Iðnaðarráðu- neyti. Rafveitustjórn samþykkti að nýta hækkun á alla gjaldskrárliði R.A. að undanskildum lýsingar- taxta Al, sem hækkar um 15.5% og vélataxta C1 og C3 sem hækkar um 16.2%. Bæjarstjóm samþykkti þetta á fundi sínum á þriðju- dagskvöld. ERT ÞÚ BÚIN(N) AÐ FÁ MIÐA? Veiðileyfi Stangveiðileyfi til leigu í Laxá í Aðaldal, á austur- bakka neðan við stíflu. Lausir dagar í lok ágúst og fyrri hluta september. 500 kr. stöngin. Uppl. í Fell hf. Kaupvangsstræti 4 Akureyri sími 96-25455. Frá kjörbúðum KEA Kaupið hrossakjötið í plastfötum. Ódýr og góð matarkaup Frá grunnskólunum Kennarafundir verða í skólunum (nema GA) fimmtudaginn 1. sept. nk. kl. 10.00f.h. Börn úr4- 6. bekkjum mæti í skólana miðvikudaginn 7. sept. kl. 10.00 f.h., en börn í 1 .-3. bekkjum kl. 1.00 e.h. sama dag. Forskólakennslan hefst mánudaginn 12. sept., en áður munu viðkomandi kennarar hafa samband við heimili þeirra barna sem innrituð hafa verið. Forskólagjaldið er 450 kr. og greiðist í tvennu lagi (september og janúar). Innritun þeirra barna, sem flust hafa í bæinn eða milli skólasvæða og er ætlað að skipta um skóla, svo og 6 ára barna sem ekki hafa enn verið innrit- uð, fer fram í skólunum föstudaginn 2. sept. kl. 10.00-12.00 f.h. Skólasvæðin og akstur nemenda er óbreytt miðað við sl. skólaár, nema hvað eftirtaldar deildir þarf nú að flytja: 6 ára börn úr Síðuhverfi í Oddeyrarskóla. 2. bekk (var 1. b. BA) úr Síðuhverfi í Barnaskóla Akureyrar. 3. -4. bekki úr Síðuhverfi í Barnaskóla Akureyrar. Reiknað er með að unglingadeildir (7.-9. bekk- ir og framhaldsdeildir GA) taki til starfa 15. sept. nk. Nánar auglýst síðar. Skólastjórarnir. AKUREYRARBÆR Orðsending frá Vinnuskóla Akureyrar. Síðasta útborgun launa til starfsfólks Vinnuskól- ans verður á Bæjarskrifstofunni og hefst mánu- daginn 29. ágúst kl. 13.00. Einnig verður orlof til unglinga greitt á áður auglýstum tíma. Forstöðumaður. HAFNARSTRÆTI 96 SIMI96-24423 AKUREYRI Akureyringár? nágrannar og ferðafólk Um leið og við óskum verksmiðjum S.Í.S. til hamingju með sextugsafmælið, þökkum við ánægjuleg við- skipti um áraraðir. Við bjóðum næstu daga af þessu tilefni 20% kynningarafslátt af þeirra vinsælu uilarvörum t.d. peysum, jökkum, stökkum, kápum og ullarsokk- um í minjagripadeild okkar. Allt eru þetta nýjar og hlýjar flíkur og tilvaldar til að senda vinum og vandamönnum erlendis, sem og vera í, í íslenskum vetrarkulda. Vertu velkomin að líta inn og máta þessar góðu flíkur. íslenskar idnaðarvörur eru peninganna virði. Við höfum opið á laugardögum. Smithar Gubnmndssomrhf. Minjagripadeild HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI Tilboð óskast í Fíat 132 árg. 1977 skemmdan eftir veltu. Bifreiðin verður til sýnis á Vagninum sf. Furuvöll- um 7 föstudag 26. ágúst nk. Tilboðum skal skilað til NT umboðsins Sunnu- hlíð 12 fyrir kl. 17 sama dag. UMBOÐIÐ HF Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1984 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnað- arins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars. er til- greind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvottorð. Þá þurfa að koma fram í umsókn væntanlegri fjár- mögnunarmöguleikar umsækjenda. Sérstaklega skal á það bent að þeir aðilar sem hyggja á framkvæmdir í loðdýrarækt árið 1984, þurfa að senda inn umsóknir fyrir 15. september nk. svo þeir geti talist lánshæfir. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næstkomandi hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavík, 22. ágúst 1983. Búnaðarbanki íslands Stofnlánadeild landbúnaðarins. C '24 ágúát.1983 -^OAGUR ■* 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.